Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 29, 2006


Það mætti halda að fólk væri í sumarfríi!! :)

Stór atburður gerðist um helgina, hún Eva gekk formlega út :)

Við í Víkingsgirls óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með brúðkaupið!!

Annars er lítið um æfingar þessa dagana, þó hafa nokkrar í liðinu tekið sig til og skellt sér í Bootcamp!!
Það er nú samt spurning um að taka einn fússara bráðum, hvað segiði um það?

Kv Nanna Ýr

fimmtudagur, maí 18, 2006

Sælar systur

Norðanpían okkar hún Nanna er 24.ára í dag, við óskum henni innilega til hamingju með daginn ;-)

Þess má til gamans geta að Nanna var að komast inní master í heilsu- og íþróttafræði, aðeins 6 af 60 komust inn ;-)

Kveðja, Sigrún

laugardagur, maí 13, 2006

Partýið verður heima Baddý og Rabba, látið berast ykkar á milli ......

Sjáumst á eftir ....

föstudagur, maí 12, 2006

ATH ATH
Frú Olsen hefur ákveðið að skella sér til Florída. Upphaflega ætlaði hún á mánudaginn næsta en þar sem skólinn kláraðist fyrr en áætlað var þá ákveð kjellingin að drífa sig með vélinni í dag. Það verður mikill missir að frúin komi ekki með okkur á hófið...og ég tala nú ekki um að partýpleisið sé búið að klikka.

Því óska eftir fordrykkspartýstað ... koma svo....hver býður sig fram?

fimmtudagur, maí 11, 2006

Laugardagurinn næsti
Við erum búnar að kaupa miðana á hófið (20 stk) og geri aðrir betur.
En það eru samt einhverjar sem eiga eftir að borga 1800 kr. Endilega gangið frá því ASAP.
Allt að gerast....svo verður fyrirpartýið hjá Frú Olsen. Svaka stuð og mikil gleði.

Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn kl. 17:15 í Olsenhúsinu :D

miðvikudagur, maí 10, 2006


Stelpur leggja inná sektó 1800.kr fyriri hófinu ASAP, sem þýðir NÚNA STRAX.........
Allar svo að mæta á æfingu í kvöld til að knúsa Natösju bless er að fara til Serbíu að knúsa kæró ;-)

þriðjudagur, maí 09, 2006


Það er æfing í kvöld klukkan 18:00 og í kvöld verður bara fótbolti :) :)
Heyrst hefur að þessi maður ætli að koma og fylgjast með, enda þvílíkir talentar á ferð í þessu Víkingsliði;)
Strákarnir grátbáðu að fá að vera með okkur á æfingunni, svo við ætlum að leyfa þeim það!

Annars er bara að styttast í HSÍ hófið. Heyrst hefur að fólk sé byrjað að liggja í ljósum og á sundlaugarbökkunum til að fá smá lit fyrir kvöldið;)

Hverjar ætla annars að mæta í kvöld? Ég kem allaveg og Þórhildur, en hvað með ykkur hinar??

laugardagur, maí 06, 2006

Well, var búin að fá leið á síðustu færslu, hún var búin að vera svo lengi svo ég ákvað að bæta úr málunum:)

Vikan framundan:
Mánudagur: Æfing kl: 19, byrjum á útihlaupi og förum svo inn að gera eitthvað..Heyrst hefur að Baddý ætli að mæta...loksins...!

Þriðjudagur: Æfing kl: 18 bara inni í sal. Spilum fótbolta við strákana, eða með strákunum réttar sagt....held það verði ekki skipt stelpur-strákar sem betur fer (þó við séum góðar). Sigrún er búin að biðja um auka fótbolta á mánudaginn svo hún geti æft e-r kerfi, því sagan segir að hún sé ekki neitt mikið síðri en Evra í fótboltanum...

Miðvikudagur: Æfing kl: 18, inni í sal, kannski verður fótboltinn spilaður þá, ekki alveg komið á hreint....
Svo eru bara ekki fleiri æfingar í bili því Miss Serbía er að fara heim að hitta loverboy.. Ekki nema við hittumst sjálfar og spilum fótbolta og þannig stuð:)

Föstudagur: Djamm...allavega hjá Helgu, Nönnu og Sigrúnu.. upphitun fyrir laugardaginn:)

Laugardagur: Hugsanlega fordrykkur fyrir okkur stelpurnar hjá Andreu áður en haldið verður í sameiginlegt partý (staðsetning óákveðin) þar sem tekin verða nokkur skot og þannig svo allir verði nú hressir áður en haldið er á HSÍ hófið:)
Hekla og Lára ætla að taka að sér að gera skandalinn en á síðasta ári voru það Ásta, Margrét og Ásdís sem sáu um þann pakkann svo þær eru lausar núna...hehehe....

Best að hætta þessu ruuugli og koma sér að verki....
Sjáumst á mánudaginn!!

miðvikudagur, maí 03, 2006

Stelpur

Handbolti og fjör á föstudag kl.17, skyldumæting ......

Lokahóf HSÍ
verður haldið laugardaginn 13. maí á Broadway.

Matseðill
Seiðandi sjávarréttarsúpa
Lambafille með grilluðu grænmeti og púrtvínsgljáa
Súkkulaðibananaís í körfu með sælkerasósu

Eftir borðhald mun fara fram verðlaunaafhending og að því loknu verður
dansleikur með hljómsveitinni Á Móti Sól.

Miðaverð Kr. 5.300,-

Miðasala og miðapantanir fara fram á Broadway og er opið alla virka daga frá 12:00 – 18:00.

Eins og ég var búin að lofa, þá fer hluti fjáröflunarsjóðsins í að niðurgreiða miðana á HSÍ hófið. Ég þarf því að vita A.S.A.P hverjar koma, til að geta séð hvað verður hægt að niðurgreiða miðana mikið. Láið því vita í kommentakerfinu hverjar mæta.

Koma svo....

mánudagur, maí 01, 2006

Hellú...

Setti inn nokkrar myndir af uppskeruhátíðinni... meira kemur inn síðar.... er svo helv... lengi að downloada þessu inná tölvuna.

Þetta er linkurinn http://public.fotki.com/AndreaGOlsen/

Kveðja, Olsen

This page is powered by Blogger. Isn't yours?