Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 31, 2006


Sælar....Nanna hér, er ekki sjálf með inngang á þetta fallega blogg svo ég fékk passwordið hennar Strúnu lánað:)

En í dag er stór dagur............Hún Anna Kristín okkar er hætt að vera 20 og eitthvað...obbobboobbb...er hún þá hér með komin í hóp fólks eins og Natösu og Snorra...:)
Til hamingju elsku Anna Kristín okkar með XX árin :D

En Anna mín, þú berð aldurinn vel svo þú þart ekki að hafa neinar áhyggjur:)


Annars er á morgun lokapartý Víkingsgirls (í bili) og mun það vera haldið heima hjá elsku Baddý sem er svo góð að lána okkur húsið sitt (kallinn ekki heima segir sagan).... Rosalegur leynigestur mun mæta á svæðið fyrir miðnætti...........Gífurleg spenna í gangi!!!
Flottar veitingar verða í boði og þema kvöldsins er sumarþema svo ég hvet allar til að koma á bikinium.....eða bara einhverju öðru sem talið er sumarlegt...hehe;) Allavega...stuðið hefst klukkan 21:00....

Sjáumst svo bara í bíóinu í kvöld klukkan 18:00


Nancy....

fimmtudagur, mars 30, 2006

Sælar,
heyrst hefur að það sé búið að staðfesta partýplace :) Einnig að partýnefnd sé að vinna hörðum höndum að skipulagningu... :)

Allar að muna að skila lokatölum WC á æfingu í kvöld

Einnig að æfingin byrjar kl 1900 á léttu útihlaupi með gæsunum á fótboltavellinum :) Eins gott að þessar gæsir séu ekki með fuglaflensuna....

Framundan er þá:

Fimmtudagur: æfing kl. 1900 (úti+inni)
Föstudagur: æfing kl. 2000 (bió)
Laugardagur: leikur við Gróttu út á Nesi kl 16.15
Laugardagur: partý kl???? Partýnefnd mun koma þessum skilaboðum til okkar seinna ;)

adios,
el kaptein :)

miðvikudagur, mars 29, 2006


Partýnefnd....
Jæja upp kom að Gyða kemst ekki í partýð á laugardag og getur hún því ekki verið formaður partýnefndar. Ég dró nýjan formann og nefndin lítur því svona út.
Nanna - Formaður
Þórhildur
Ásdís
Áslaug
Jæja þá er bara að drífa sig að funda svo hægt sé að halda partý, það styttist nefla í laugardaginn ;-)

Bio á föstudag, mér sýnist að myndin sé bara sýnt kl.20 og kl.22. Hvað seigið þið þá um kl.20, við myndum þá reyndar missa af Idol en við lifum það af.

En hér er smá um myndina.
Hér er á ferðinni ein, ef ekki allra fyndasta mynd ársins !!! Þvílíkt samansafn af gríni hefur varla sést en í Date Movie er á skemmtilegan hátt gert grín að hinni klassísku rómantísku gamanmynd á svipaðan hátt og Scary Movie myndirnar tóku á hrollvekjum en 2 af 6 höfundum Scary Movie skrifuðu handritið að myndinni!
Alyson Hannigan (,,One time at band camp" stelpan úr American Pie) bregður sér í hlutverk ungrar stúlku sem er síður en svo ánægð með útlitið. Hún er hrædd um að ástin í lífi sínu, ungur maður að nafni Grant Fonckyerdoder (lesið ,,Fuckyourdaughter"), vilji ekkert með hana hafa og bregður því á það ráð að láta ,,pimpa sig upp" (Pimp My Ride strákarnir úr West Side Customs sjá um verkið) og eftir það tekur lukkuhjólið svo sannarlega að snúast.
Ekki missa af þessari fáránlegustu, flottustu og fyndnustu mynd ársins!

þriðjudagur, mars 28, 2006


Partýnefnd v/partýs 1.apríl 2006 (ATH ekki aprílgapp)
Starfslýsing=>Halda skemmtilegt partý, sjá til þess að allir mæti, kaupa staup, skemmtiatriði, ákveða þema, finna leynigest, útbúa auglýsingu inní klefa (íslenska og enska), finna partýpleis og bara hafa almennt fjör og vesen ;-)

Dregið var í nefnd í votta viðurvist
Gyða Mjöll - Formaður
Ásdís Áslaug
Þórhildur
Ef að einhverjum ástæðum þið sjáið ykkur ekki fært að vera í þessari nefnd verðið þið að finna einhvern annan fyrir ykkur...

Yfir og út, butterfly


Gúten tag..
Ég ætla að segja upp þjálfarastöðunni og leyfa Natösu að taka við í kvöld, fannst ég nú samt vera helv.. öflug í gær...hehehe :) En nú eru tveir dagar eftir að WC-sölunni svo allir þurfa að setja í fimmta gír..heyrst hefur að yngsti leikmaður víkingsstúlkna sé að rústa þessari keppni...u go girl :) En allt kemur þetta í ljós í partýinu á laugardaginn...sem einhver ætlar að taka að sér að skipuleggja?????? Er einhver tilbúin að taka það að sér?

Æfing kl. 1800 í kvöld

Sjáumst girls

sunnudagur, mars 26, 2006

Sælar stúlkur....

Útihlaup á morgun kl. 19.30 og svo handball.

Allar að kommenta :)

Gengur annars ekki vel að selja WC-pappír....held samt að ég vinni þetta ekki í ár, það gengur ekkert alltof vel hjá mér..hhuummmm :(
muna að kommenta.

Sjáumst skvísos

föstudagur, mars 24, 2006

Kæru félagar.
Nú er komið að hinni landsfrægu klósettpappírs- og eldhússrúllusölu Víkingsstelpna.
Klósettpappírinn:
Að vanda er boðið upp á silkimjúkann EURO pappír á hlægilega góðu verði sem fer vel með alla bossa.
Verð: 48 (já, ég sagði 48) rúllur á aðeins kr. 2000.
Eldhússrúllurnar:
Hver kannast ekki við að hafa tóman eldhússrúlluhólk starandi á sig á eldhússborðinu og hugsað með sér, "jahérnahér, nú þarf ég að fjárfesta í eldhússrúllum enn eina ferðina?"
Ekki lengur, því að nú geturðu þú keypt gæðarúllur hjá víkingsgirls á frábæru verði.
Verð: 28 rúllur á aðins kr. 2000.
-------
Og hver þekkir ekki þá angist að þurfa að bera heilu pakkana af rúllum úr matvöruversluninni og heim að dyrum? Ekki lengur, því að við hjá Víkingsgirls bjóðum upp á fría heimsendingu á hverjum pakka.
Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur póst eða setja komment hérna inn og leggja inn pöntun og papprírinn mun prýða heimilið í lok ágúst.
Kær kveðja, Víkingsgirls.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Ohh hún Natasja

Já mér finnst ótrúlega gaman að skrifa hér sögur að samherjum mínum, enda eru þið flestar eða jafnvel allar nema Nanna óborganlegar skemmtilegar:-)
En hún Ruki átti eitt svakalegt móment í gær......
Eftir æfingu í gær vorum við nokkrar í sturtu, ég er nýkomin úr sturtu og kerlingin er að klæða sig.
Hún spyr hvað þetta hafi verið áðan niðri með þetta kökudæmi sem Ásta var að tala um.
Ég svara "Yes evrybody have to bake a cake for saturday"
Natasja svarar eða meira svona öskrar (jú þið þekkið þetta, hún getur verið soldið háttstemmt;-) "How mutch to I have to pay"
Mér varð nú soldið um við þessi óhljóð og þennan misskilning og gat eila ekki svarað, en þá sagði hún bara enþá hærra "how mutch to I have to pay" og horfði á mig eins og ég væru sú allra heimskasta í bransanum.
Að lokum náði ég nú að koma því að hún ætti að BAKE A CAKE ekki Pay for cake. Þá varð hún ljúf sem ungabarn og sagði bara óóóóóó Butterfly mæn...

Semsagt allar að koma með köku eða brauðrétt á laugardag, ég kem með köku. Kannski ágætt að fólk kommenti um það sem þeir ætli að koma með...

Og æfingin á föstudag er í Réttó frá kl.19-20, heyrst hefur að ekki verði hitað upp í fótbolta því það séu körfur í Réttó ;-)

Sjáumst á eftir

mánudagur, mars 20, 2006

Stórafmæli...

Já Gyða stórskytta betur þekkt undir nafninu Hanibal er 25.ára í dag.

Til hamingju með daginn KRÚTT ;-)

sunnudagur, mars 19, 2006

Ohh hún Helga
Já það hefur löngum verið að vitað að hún Helga okkar juníor sé hreinræktaður gullmoli, setur sjálfa sig alltaf í annað sæti en fjölskyldum, vini, vandamenn og aðra sem minna mega sín í það fyrsta. En eins og kennarinn okkar Hekla orðaði svo skemmtilega um daginn þá er daman stundum á einhverfurofinu. Sú tilgáta Heklu sannaðist heldur betur inní klefa áðan fyrir leik.
Foreldrar Helgu eru semsagt erlendis um þessar mundir og er Helga því sjálfskipuð húsmóðir í Brekkusmáranum heldur uppi aga, reglu, skipulagi og ber ábyrgð á systrum sínum tveim Vigdísi 18.ára og Diddu 11.ára. Þessi mikla ábyrgð hefur greinlega verið of mikil fyrir Helgu greyið því þegar hún kemur inní klefa dregur hún upp síman og hringir heim í Brekkusmáran. Didda litla systir Helgu svarar og biður Helga hana "vinsamlegast ekki að borða neitt meðan hún sé ein heima"
Didda greyið verður að vonum undrandi á þessum athugasemdum systur sinnar og spyr "afhverju"
Helga svarar "æj bara ef það hrekkur oní þig er engin heima til að bjarga þér bíddu með að borða Vigdís kemur heim eftir klukkutíma, ég vil ekki að þú kafnir"
Didda er að vonum mjög hissa á þessu og svarar "En Helga ég er ekki að borða ég er að syngja". Og þar með lauk þessu samtali. Við sem vorum inní klefa vorum eitt spurningarmerki eftir að þessu samtali lauk. En þá hafði Helga bara fengið hugboð í bílnum á leiðinni "Gvuð ef það hrekkur oní Diddu meðan hún er ein heim og engin til að bjarga henni og ég ber ábyrgð á henni". Verð nú bara að viðukenna að þetta er ofarlega á listanum yfir "væntumþykju ársins"

En eigið góðan mánudagsfrídag ;-)
Þetta getið þið gert til að stytta ykkur í stundir í fríinu ;-)

Yfir og út, Butterfly :-)


laugardagur, mars 18, 2006

Hellú...

Salatbar Eika kl. 12:00 í hádeginu á morgun ... allar að reyna komast!!!!

Leikur á móti Haukum á Ásvöllum kl. 18:00 um kvöldið

Over and out

föstudagur, mars 17, 2006

.... Æfing í fyrramálið kl. 09:00....

ÚTILEIKUR á SUNNUDAGINN kl. 18:00 á móti HAUKUM !!!!

Áfram Víkingur

miðvikudagur, mars 15, 2006

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag, hún afmæli hún Hekla hún á afmæli í dag.
Já hún Hekla okkar er 29.ára í dag, er ekki hægt að seiga annað en hún bera aldurinn vel.
Við Víkingsgirls jafnt ungar sem gamlar óskum henni hjartanlega til hamingju með daginn, og megiru eiga góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina ;-)

Stórskyttan Hekla Daðadóttir er tuttugu og eitthvað ára í dag :) hehehe

Til hamingju með afmælið

mánudagur, mars 13, 2006

Tekið úr Fréttablaðinu á sunnudaginn:

Erum við að tala um met???!!!

sunnudagur, mars 12, 2006

Ath!
Natasa var að spyrja hvort við værum ekki til í að breyta æfingunni, s.s hafa hana kl. 19.30 og taka fúzzara inni og svo gymið (og sleppa útihlaupinu) ;) Ég held að allir séu sammála um það, er það ekki? :)

Allir að kommenta sem hafa séð þetta og látið boðin berast :)

laugardagur, mars 11, 2006

Leikur í dag við FRAM klukkan 14:00 í Víkinni!!!!!

þriðjudagur, mars 07, 2006


Ciao tutti!!!!
Juniorinn orti vísu eins og henni einni er lagið og fannst mér hún svo falleg að ég ákvað að setja hana á þetta annars ágæta blogg okkar..... og hér kemur það:

Mér líst vel á pizzu og kók
Þó aðrir væli mikið
fótboltinn, stelpur, er það djók
þarna fóruð þið yfir strikið

Þó þið séuð yfirmáta cool
og vel af Guði gerðar
En Stelpur, að halda með Liverpool
Gleymdist að setja höfuð á ykkar herðar??

Neinei - Liverpool er ágætis lið
sem hefur margt til brunns að bera
En það slær þó united ekki við
Þannig er nú það - og ekkert við því að gera

Have a nice day gals... sé ykkur á eftir

mánudagur, mars 06, 2006

Nanna
Já eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hefur Nanna gríðarlegan metnað fyrir sektarsjóðnum. Hún býður spennt eftir mánaðarmótum því þá fær hún útborgað og getur greitt skuldir sínar í sjóðnum(Eitthvað reyndar sem sumir leikmenn mættu taka sér til fyrirmyndar ;-)). En þessi metnaðar hennar verður nú oft eilítið sorglegur, og þar sem ég er nú að vinna í uppeldisgeiranum þá er þetta alveg spurning um að stelpan sé á einhverfurofi. Eins fram hefur komið hér áður þá hefur Nanna beitt ýmsum brögðum til að vera fyrst til að greiða, m.a vakið sektasjóðstjórann eftir miðnætti til að fá upplýsingar. Til allar hamingju fékk ég svefnfrið þessi mánaðmótin, en í staðin lagðist Nanna í rannsóknarstörf. Hún refreshaði á vikingsgirlssíðunni á 2.min fresti frá því hún vaknaði að morgni 1.mars. Nönnu var víst eitthvað farið að lengja eftir listanum vinsæla, svo hún fór að veita commentunum eftirtekt og þegar hún sá að ég var nýbúin að commenta hugsaði hún með ser “já núna er hún í tölvunni, núna kemur þetta inn”, Nanna fór á refresh takkan núna á 30.sek fresti og borgaði 1 og ½ min eftir að ég setti listan inn. Já þetta er frekar sorglegt, en þrátt fyrir sorglegheitin þá er Nanna búin að uppskera og svo sannarlega eins og hún sáði. Því hún er búin að vera 3x fyrst að greiða yfir tímabilið og fær því sérstök verðlaun í lok tímabils, og við erum að tala um SVAKALEGAN vinning.

En að öðru skemmtó SVARTI LISTINN
Lára 500+350+100=950 Helga jun 500+350+100=950 Íris 500+350+100=950
Ásdís 500+350+200+100=1150

Ég vil að lesendur veiti því sérstaka athygli að þær stöllur Anna Kristin og Andrea eru ekki á svarta listanum, TIL HAMINGJU STELPUR.

Að lokum, var að spjalla við Hekla mæn og við stöllur vorum að spá hvort að það væri ekki stemmarri fyrir pizzu, kók og óvissuferðamyndbandi eftir æfingu á miðvikudag. Og skorum við á capteinin að bjóða okkur heim í nýja ástarhreiðrið sitt ;-)
Hvað seigið þið um þetta kæru systur, commenta takk ;-)

TAP GEGN HK Á LAUGARDAG!!!!!

Spiluðum mjög illa.... þarf að segja meir.... !!!!

Vafasöm dómgæsla.... (ath.spiluðum samt mun verr en dómgæslan , er EKKI að afsaka neitt) en þarf samt sem áður að fara að taka á þessum andlitskýlingum..... ekki eðlilegt að ein þurfti að láta sauma og önnur að skyrpa blóði alla helgina og fengum ekki svo mikið sem fríkast í hvort skiptið!!!

Allavega..... æfing í kvöld 19:30

OVER AND OUT

föstudagur, mars 03, 2006

Nú er komið að því...að ljóstra upp Hannibal brandaranum frá því um síðustu helgi.

Annars vil ég bara minna á leikinn um helgina við HK stelpurnar.
Leikurinn er í Digranesi og hefst kl. 16:15.


fimmtudagur, mars 02, 2006

Til hamingju með afmælið Baddý!!!!!!

Hún Baddý okkar átti afmæli þann 29. febrúar síðastliðinn.... hummmm... bíddu við....... smá vandamál....... sá dagur er ekki inná dagatalinu heima hjá mér!!!!!!

Greyið á ekki afmæli nema á 4 ára fresti þannig að hún fær afmæliskveðjuna sína í dag í staðinn..... s.s. í ár ákvað ég að hún á afmæli þann 2. febrúar :-)

Til hamingju með xx ára afmælið krúslan okkar...... húrra húrra húrra!!!!!!

Smá viðbótarupplýsingar sem birtust á mbl í dag...... Teri Hatcher (þeir sem vita ekki hver hún er þá leikur hún í snilldarþáttunum despó á fimmtudagskvöldum) byrjaði að lita á sér gráu hárin þegar hún var einungis 25 ára gömul!!!!!! Spurning hvort einhver í liðinu okkar sé byrjaður að lita á sér gráu hárin.... endilega kommentið um það.....hummmmmmmm ....... Þar sem ég er á þessum aldri.... þ.e.a.s. "nýhætt" að vera 24 ára fer að leita eftir þessum gráu á næstu dögum... úff púff.....


EN ATH!!!!!!! ÆFINGIN ER KLUKKAN 19:15 Í KVÖLD... HALDIÐ ÁFRAM AÐ KOMMENTA!!!! Eigum eftir að heyra í Írisi, Auði, Heklu, Láru, Þórhildi.....er ég að gleyma einhverri?????

Jæja..... sjáumst á æfingu í kvöld.....

ATH - ATH

Æfingin byrjar kl. 19.15 í kvöld (við þurfa að byrja aðeins fyrr því við hættum fyrr).
Allar að kommenta - og koma skilaboðunum áleiðis.......

miðvikudagur, mars 01, 2006

Jæja dömur og herrrar
Þá er komið að þessu mánaðarlega ;-)
Ásta 500+350=850
Áslaug 500+350=850
Auður 500+350+200=1050
Baddý 500+350+400=1250
Hekla 500+400+350=1250
Lára 500+350=850
Helga jun 500+350=850
Andrea 500+350+200=1050
Gyða Mjöll 500 =500
Þórhildur 500+350=850
Íris 500+350=850
Anna Kristín 500+350 =850
Sigrún B 500+350=850
Nanna 500+350=850
Ásdís 500+350+200=1050
Snorri 500+350=850

(Ef villur koma upp í þessu lista áskil ég mér rétt til að breyta og lagfæra)

Þið sem greiðið eftir 6.mars þurfið að greiða vexti.
Luv Sigrún

Gleðilegan öskudag stelpur mínar!!!!!

Eins og þið sjáið hér mætti ég í öskudagsbúning í skólann öllum til mikillar ánægju .....

Mig langar að gera smá könnun á því í hverju þið mættuð í skólann.... spiderman, powerrangers, Solla stirða.... koma svo segið frá?????

Svo eftir skóla ætla ég a skunda niður laugaveginn, hækka röddina og græða smá nammi namm. Ætla að halda af stað frá hlemmi klukkan 13:00 þannig að allir sem vilja koma með eru velkomnir, nenni eiginlega ekki ein. Alex er nefnilega á leikskólanum þannig að ég lít ekkert rosa vel út ein klædd eins og ofurhetja að syngja.

Hverjar ætla að koma???

This page is powered by Blogger. Isn't yours?