Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Sælar stelpur

Á föstudaginn er gult þema í vinnuni minni og þarf ég því að mæta í gulum fötum í vinnuna, vandamálið er bara það að ég á ekkert gult. Ef þið eigið eitthvað gult og smekklegt megið þið alveg láta mig vita og ekki væri verra ef þið gætuð lánað mér það, Andrea ég treysti á þig...

Kveðja Sigrún B

Æfingaplan vikunnar!!!!

Þriðjudagur kl. 18:00 (Víkin)

Miðvikudagur kl. 17:45 (Víkin) - Æfingaleikur við Starcrew - rauðir bolir!!!!

Fimmtudagur kl. 19:30 (Víkin)

Föstudagur - FRÍ!!!!!

Laugardagur kl. 09:00 (Víkin) - Spurning um að kaupa vekjaraklukku fyrir Daðadóttur

Serbneskur hádegismatur um ca. kl. 14:00..... allar að taka magatöflur á undan.... múahahahahaha

Sunnudagur - FRÍ - EN messa klukkan 11:00 fyrir þær sem hafa áhuga ;-)

mánudagur, janúar 30, 2006


ATH!!!!!!!!

ÆFING Í DAG KL. 18:00.... ALLAR AÐ KOMMENTA!!!!!!!!

föstudagur, janúar 27, 2006


Áfram Ísland.....

Íslendingar komnir áfram .... olei olei olei..... Sjónvarpsmaraþonið heldur áfram :-)

Í fyrramálið klukkan 11 er mæting í Hreyfingu fyrir aerobic "alla" Barbara. Nú er það bara að horfa á myndbandið "Follow through" og draga fram þröngu sokkabuxurnar og legghlífarnar og sundbolinn yfir.... damn sexy...... ef maður ætlar að gera þetta.... þá gerir maður það almennilega ;-)

Allar þurfa að mæta með 500 kr. fyrir aerobicið!!!

Breyting á æfingaplani, á mánudaginn er æfing kl 18:00... ég endurtek 18:00

Sjáumst í fyrramálið.....

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Áfram Ísland.....
Strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í dag á móti Serbum og vonandi verður framhaldið eins :)
Það var mikill stemmari hjá okkur Víkingsgirls í Víkinni í dag yfir leiknum, fyri utan kannski tvo Serba sem voru frekar tapsárir...hehehe

...mjög líklegt að það verði SPRINTS á morgun...hehehe ;)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Æfing í dag kl. 1800
taka með útidót - byrjum úti fyrstu 20 mín.
muna að kommenta svo allir viti

mánudagur, janúar 23, 2006

SIGUR!!!!!!!! - LOKSINS!!!!!!!

23-17 voru endatölur og voru Norðanstelpur heppnar að við erum svona hrikalega góðar í að brenna af 6 metra færunum.... annars hefði þetta verið 12 marka sigur +

Anyways.... þá eru heilar 2 vikur og 1 dagur í næsta leik, sem er á móti Fimleikafélaginu í Krikanum..... EN þangað til verða örugglega hressandi "sprints" með handboltaívafi ;-)

Sjáumst á æfingu.....

P.s. ÁFRAM MANCHESTER UNITED......!!!!!!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, janúar 21, 2006

ATH - ATH -ATH
Breyting á leiknum:
Leikurinn er kl. 18.45 á sunnudaginn
Mæting kl. 17.30

föstudagur, janúar 20, 2006

Gleðilegan föstudag :)
Reminder:
Ekki gleyma að það er æfing kl. 20.30 í kvöld í Víkinni og kl. 15.45 á morgun (laugardag) í Seljaskóla.

Á sunnudaginn er mæting í Dalsel 1 (Seljahverfi) kl. 1200 á slaginu ;) Ef einhver hefur tök á að mæta fyrr og hjálpa til þá væri það frábært, hún Nanna ætlar að hjálpa mér og kannski Juniorinn?

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Jæja stúlkur......
Í sambandi við næstu helgi þá er ekkert komið á hreint með æfingar, en þetta kemur allt saman bráðum í ljós :)

Annað mál á dagskrá: Ég var að spá í að bjóða ykkur heim til mín í hádeginu á sunnudaginn (það þarf ekki að vera langt c.a. klst) bara svona til að hittast og borða saman, hvernig líst ykkur á það? Sektarsjóðurinn mun líklegast reyna að koma á móts við matarinnkaup. Pælingin var að gera þetta í Víkinni en það er mót þar um helgina svo það er ekki hægt.
Annað mikilvægt er að þetta verður ekki gert nema að allir komist annars er engin tilgangur með þessu!!!!!! Hvað segiði um þetta, endilega kommentið!!!!!!!!!!!
Tjáiði ykkur elskurnar :)

kv. Kapteinn

mánudagur, janúar 16, 2006

Sælar stúlku
Getur einhver dæmt á morgun einn leik hjá unglingaflokk sem byrjar held ég 20.30, það væri alveg grand, því ND er að fara á taugum því það vantar dómara fyrir leikinn....Svo endilega látið þið hana vita....

Ekki gleyma svo WC-pappírssölunni sem er að fara í gang fljótlega..núna þurfa allir að vera duglegir að selja því það eru verðlaun í boði fyrir besta sölumanninn :) Allir að reyna að selja fyrirfram, svo við pöntum ekki vitlaust.....Endilega ef það eru einhverjir Víkingar þarna úti sem vantar WC-pappír eða eldhúspappír þá endilega látið okkur vita :)

sunnudagur, janúar 15, 2006

TAKK FYRIR MIG KRÚTTIN MÍN :-)

Nú sit ég heima og hlakka til að láta rífa úr mér tennurnar á morgun.....arrrrrrrgggg ekki gaman ekki gaman!!!!

En allavega.... þá var ég að setja inn nokkrar myndir úr partýinu síðan í gær. Það er nokkuð ljóst af hverju við reyndum ekki fyrir okkur sem fyrirsætur.... OH MY GOD!!!!!!

Sjáumst á æfingu á þriðjudaginn....njótiði frídagsins!!!!

föstudagur, janúar 13, 2006

PARTÝ - PARTÝ - PARTÝ - PARTÝ!!!!

Þó illa gangi í boltanum, þá er nokkuð ljóst að okkur Víkingsdömum finnst gaman að skemmta okkur saman og það er eitthvað sem okkur gengur alltaf vel með :-)

Nú er kella að safna bolluuppskriftum og vona að mín kippi ekki allt of mikið í kvöld þegar ég fer inná tilraunastofuna með sýniglösin að prófa mig áfram. Ef ég kem glaseygð og lyktandi af vodka í leikinn á morgun.... þá gefur það til kynna að bollan verður mjög góð annað kvöld.... EÐA þá að ég hafi þurft að prófa mig heldur of mikið áfram og afraksturinn verður ..... hummmm segi ekki meir.....!!!!!

Anyways.... þá byrjar partýið klukkan 20:30 og verður staðsett í okkar ágæta Víkingsheimili.

Sjáumst annars á æfingu í kvöld þar sem við undirbúum okkur fyrir leik morgundagsins....... arrrrrggggg..... alltaf gaman að spila á móti Val :-) Leikurinn verður annars í HÖLLINNI klukkan 15:00 á morgun Laugardaginn 14. janúar 2006.

ENNNN .... langt síðan ég hef fengið að segja ÁFRAM MAN. UNITED!!!!!!

P.S. Sigrún.... bannað að blogga ofaní mig!!!!!!!! Sendu bara handrukkara á hana Önnu Kristínu og þá er málinu lokið.... ég skal taka það að mér ef þú ert í vandræðum :-)

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Listin lítur því svona út í dag.
Anna 700+500
Helga jun GREITT Íris GREITTAndrea GREITTAuður 700 GREITTÁslaug 700 GREITTÁsdís GREITTÁsta 500 GREITTBaddý 500 GREITTBarbara GREITTGyða 900 GREITTHekla Lára 700 GREITTNanna 700 GREITTSigrún 500 GREITTSnorri GREITTÞórhildur 700GREITTHætt að setja inn númerið, búin að seiga ykkur það oft að þið eigið að muna það eða vera búnar/ir að setja það inn í vinir og vandamenn í heimabankanum.

JÆJA!!!!

Varðandi leikinn... þá ætla ég að klára þá umfjöllun með tveimur orðum. NO COMMENT!!!

Varðandi partýið á laugardag, þá verður eins og allar vita síðbúinn afmælisgleðskapur í Víkinni nk. laugardagskvöld þar sem eitthvað sem verður blandað í bala á boðstólnum ásamt einhverju fleiru.

Það er mæting um 20:30 og fréttir herma að fyrrverandi leikmenn kvennaliðs Víkings ætli að mæta og skvetta í sig nokkrum ;-)

Er ekki í skapi til að skrifa skemmtilegt blogg í dag þar sem leikurinn situr enn í mér, þannig ég lofa skemmtilegum litríkum partýpóst á morgun þegar reiðin verður runnin af mér.........

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Listin lítur því svona út í dag.
Anna 700+400
Helga jun 500+400
Íris 500+400
Andrea GREITTAuður 700 GREITTÁslaug 700 GREITTÁsdís GREITTÁsta 500 GREITTBaddý 500 GREITTBarbara GREITTGyða 900 GREITTHekla Lára 700 GREITTNanna 700 GREITTSigrún 500 GREITTSnorri GREITTÞórhildur 700GREITTHætt að setja inn númerið, búin að seiga ykkur það oft að þið eigið að muna það eða vera búnar/ir að setja það inn í vinir og vandamenn í heimabankanum.
Engar áhyggur Miss Sarajevó borgar alltaf, hún er bara á smá spes díl hjá mér daman. Þetta er allt spurning um að fara rétt að stjóranum.


Gleðilegan annan í afmæli Tótex....

Þeir sem hafa fylgst með okkur Víkingsgirls í vetur vita að ekki hefur heppnin verið með okkur þar sem við höfum verið mjög óheppnar með meiðsli og til að skýra þetta enn frekar þá var ástandið á tímabili það slæmt að við náðum ekki í fullt 14 manna lið og okkar ágæti hornamaður hún Ásta þurfti að bregða sér í skyttuhlutverk.

Nema hvað...... í síðasta leik á móti Stjörnunni, sem var fyrsti leikur eftir áramót og jafnframt fyrsti leikur þar sem allar voru heilar og allar mættar til leiks héldum við nú að lukkudísirnar færu að mæta í svörtum og rauðum búningum. Þar sem við eru búin að tæma flest öll meiðsli sem eru til í sjúkraþjálfarabókinni svo sem slit á liðböndum, hnémeiðsli, hásin.... og so videre og so videre...... þá fundu ólukkudísirnar upp nýja aðferð til að berja á okkur Víkingum:

Atvikalýsingin er á þessa leið að við stelpurnar erum að fara labba inní sal eftir pepp inní klefa í hálfleik. En þá skyndilega opnast hurðin í klefanum hjá stjörnustelpum af fullum krafti, og nota bene.... þá opnast hurðirnar út í Stjörnuheimilinu(don´t ask me why), og beint í hausinn á Heklu okkar Daðadóttur og hún STEINLIGGUR.... og þar með var hún frá í 20 mín af seinni hálfleik. Er þetta eðlilegt!!!!!!!!!!!!!!!

Allavega..... þá virðumst við ekki ennþá vera komnar á beinu brautina en vonandi gerist það í kvöld þegar við tökum á móti Gróttu í Víkinni klukkan 19: 15.....sem betur fer opnast hurðirnar í Víkinni inn þannig þetta ætti ekki að vera vandamál;-)

p.s. Það má nú ekki gleyma rúsínunni í hurðarárásinni sem er sú að S(n)orri þjálfi vissi ekki hvað gerst hafði og hélt að Hekla væri á klósettinu og allt í einu þegar 15 mín voru liðnar af seinni hálfleik rýkur hann inní klefa og ætlar að sækja hana þar sem hann skilur ekki þetta klósetthangs..... múahahahahahahaha

ÁFRAM VÍKINGUR...... ALLIR AÐ KOMA OG STYÐJA OKKUR KLUKKAN 19:15 Í VÍKINNI

þriðjudagur, janúar 10, 2006


Hún á afmæli í dag....
Akureyrarskvísan okkar hún Þórhildur eða Tótex eins og sumir vilja frekar kalla hana á afmæli í dag og er stelpan orðin 23 ára :)
Til hamingju með daginn elsku Þórhildur okkar, þú færð fullt af knúsum á æfingu í kvöld frá okkur :) :) :)

Listin lítur því svona út í dag.
Anna 700+300
Andrea GREITT
Auður 700 GREITT
Áslaug 700 GREITT
Ásdís GREITT
Ásta 500 GREITT
Baddý 500 GREITT
Barbara GREITT
Gyða 900 GREITT
Hekla 700GREITT
Helga jun 500+300
Íris 500+300
Lára 700 GREITT
Nanna 700 GREITT
Sigrún 500 GREITT
Snorri GREITT
Þórhildur 700GREITT
Hætt að setja inn númerið, búin að seiga ykkur það oft að þið eigið að muna það eða vera búnar/ir að setja það inn í vinir og vandamenn í heimabankanum.

mánudagur, janúar 09, 2006

Jæja Andrea og Snorri borguðu í gær, glæsilegt
Listin lítur því svona út í dag.
Anna 700+200
Andrea GREITT
Auður 700 GREITT
Áslaug 700 GREITT
Ásdís 700+200
Ásta 500 GREITT
Baddý 500 GREITT
Barbara + 200
Gyða 900 GREITT
Hekla 700GREITT
Helga jun 500+200
Íris 500+200
Lára 700 GREITT
Nanna 700 GREITT
Sigrún 500 GREITT
Snorri GREITT
Þórhildur 700GREITT
Sem fyrr leggja inná reikn 0323-13-168979 1304842479

sunnudagur, janúar 08, 2006

Til hamingju með prinsessuna.....
Við Víkingsgirls viljum óska okkar uppáhalds sjúkraþjálfara og fjölskyldu til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn í nótt :)
Gangi ykkur sem allra best og við hlökkum til að sjá litlu krúsluna ;)

kv. Víkingssgirls
laugardagur, janúar 07, 2006

Sælar/ir dömur og HERRAR

Jæja en eiga nokkrar/ir eftir að greiða í sjóðinn góða. Og þið sem hafið ekki greitt þurfið að greiða vexti. Ég er hér að neðan búin að fara yfir listan og skrifa greitt hjá þeim sem eru laus allra mála en bæta við +100 hjá þeim sem eiga eftir að greiða. Ég treysti svo á að leikmenn og þjálfarar hafi öðlast skiling og getu til að leggja saman og fengið út rétta útkomu.
Anna 700+100
Andrea 700+100
Auður 700 GREITT
Áslaug 700 GREITT
Ásdís 700+100
Ásta 500 GREITT
Baddý 500 GREITT
Barbara + 100
Gyða 900 GREITT
Hekla 700 GREITT
Helga jun 500+100
Íris 500+100
Lára 700 GREITT
Nanna 700 GREITT
Sigrún 500 GREITT
Snorri 500 + 100
Þórhildur 700GREITT
Sem fyrr leggja inná reikn 0323-13-168979 1304842479

Baddý kemuru á æfingu á mánd ?

föstudagur, janúar 06, 2006

LEIÐRÉTTING - leikurinn er 16:15 í Garðabæ

Gleðilegan föstudag og þrettánda....


Uppí rúmi... hafragrautur..... Sex in the City......myrkur úti ........ með aumingjasprengjur sem enginn nennir að sprengja á gamlárs eins og ílur í bakgrunninum.... og klukkan er bara 13:40 og svo allir skilja þá á að vera dagur....!!!!! How depressing!!!!!

Anyways, þá er leikur á morgun á móti stjörnunni klukkan 16:15 í Garðabæ og hvetjum við alla Víkinga nær og fjær til að mæta og styðja okkur... EKKI veitir af!!!! Nú komum við tvíefldar til leiks með ALLA leikmennina okkar LOKSINS, þökk sé sjúkraþjálfurum sem hafa loksins tekist að púsla þeim saman. EKKI seinna vænna. SJÖ, NÍU, ÞRETTÁN... ENGIN fleiri meiðsli.... okkar skammtur er kominn!!!!!!!!!!!!!!!!!

Annars er æfing í kvöld klukkan 17:00 og svo stuttur fundur.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Hellú hellú,

Eins og mér finnst nú skemmtileg þessi sektarfærsla hennar Sigrúnar þá nenni ég ekki að lesa hana oftar, EN allar að borga.... koma svo !!!! ;-)

Anyways... þá er maður kominn á skerið aftur og alvara lífsins og hversdagsleikinn byrjaður að berja mann í andlitið. Það sem er framundan hjá okkur Víkingsgirls eru leikir og fleiri leikir. Á laugardaginn ætlum við að fara í heimsókn í Garðabæ til Stjörnukvenna og spila við þær fyrsta leik ársins 2006.

Hinsvegar á morgun, miðvikudag, verður æfingaleikur við HK í víkinni og er mæting á venjulegum tíma eða ca. 17:45 og allar að mæta í Víkingsbolum, ég myndi halda SVÖRTUM, svona ef ég nota smá common sence..... hummmmm

Það sem er einnig framunda og best er að skrifa í smáu letri er partý að mér skilst þann 14. janúar og vona ég að ALLAR taki daginn frá og þá meina ég ALLAR..... engar afsakanir, það eru allar búnir í prófum og það getur varla verið að neitt merkilegra en Víkingspartý á planinu he he he!!! - ATH að letrið stækkar þegar nær dregur.......

Hætt þessu blaðri.... sé ykkur á morgun arrrrrgggggg, allar að hugsa um það sem við vorum að ræða á fundinum..... ÁFRAM VÍKINGUR

mánudagur, janúar 02, 2006

Sektasjóður..Desember

Jæja dömur og herrar ég ákvað að setja þetta inn hér núna en ekki í pósti, þannig núna geti þið ekki verið að væla yfir að þið fáið ekki yfirlitið. En borga fyrir 7.janúar eftir það þurfið þið að greiða 100.kr pr dag í vexti. Leggist inná reikning 0323-13-168979 1304842479.
Veit að ég á eftir að veita verðlaun fyrir fyrst að greiða fyrir nóv. Ekki er um að kenna leti hjá mér heldur hefur viðkomandi sigurvegari ekki geta mætt á æfingar undanfarið vegna mikilli anna. En Baddý mín verðalaunin bíða eftir þér og við hlökkum óendanlega mikið til að fá þig aftur.
Anna 700
Andrea 700
Auður 700
Áslaug 700
Ásdís 700
Ásta 500
Baddý 500
Barbara 500
Gyða 900
Hekla 700
Helga jun 500
Íris 500
Lára 700
Nanna 700
Natasja 500
Sanía 500
Sigrún 500
Snorri 500
Þórhildur 700
Vona að ég hafi ekki gleymt neinum, þið látið mig vita ef það vantar einhvern á listan.

sunnudagur, janúar 01, 2006

HAPPY NEW YEAR !!!!!
Ég vona að þið hafið haft það gott yfir áramótin :)

En núna fer hversdagsleikinn að byrja aftur ;)

Svona verður æfingaplanið fram að fyrsta leik ársins:

Mánudagur kl. 19.00 (úti+inni) og fundur eftir æfingu
þriðjudagur FRÍ
Miðvikudagur kl. 18.00 í Víkinni (æfingaleikur við HK)
Fimmtudagur kl. 19.30
Föstudagur kl. 17.00
Laugardagur leikur á móti Stjörnunni :)

Muna að commenta!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?