Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 30, 2005
Þann 28.06.2005 kl: 18:00 kom lítill snúlli Frostason í heiminn. Hann var eitthvað að drífa sig þar sem hann var 5 vikum á undan áætlun. Hann var 47 cm og 2660 gr, móðir (Guðmunda Ósk) og barni heilsast vel

Við hjá Víkingsgirls óskum þeim innilega til hamingju með nýja víkinginn

luv
Steinunn

miðvikudagur, júní 29, 2005

Búningamál

Sælar systur.

Var að senda ykkur póst varðandi búningamál. Endilega kíkið á það og svarið mér sem allra allra allra fyrst.

EVA

þriðjudagur, júní 28, 2005

Sælar stelpur...
Nanna stakk upp á fússara á morgun (miðvikudag) væntanlega kl. 18:00.
Endilega kommentið um hvort þið komist eður ei....koma svo.

Ég kemst ekki...v/ að ég er að fara í golf...kemur á óvart.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Hæ, hó

Næsta sunnudag er fundur kl 20:00 í Víkinni og mjög mikilvægt að allar mæti. Þurfum að ræða eitt mikilvægt mál.


Einnig vantar okkur dómara á laugardaginn fyrir 4. flokk kvenna, til að dæma nokkra leiki á Ásvöllum. Ég veit þið eruð æstar í þetta verkefni en því miður vantar okkur bara tvær ;-)

luv
Steinunn

Góðan daginn stelpur
Vonandi hafa allar það gott í fríinu. Undirrituð tók náttúrulega frí á meðan þið voruð að æfa og er því í prógramminu núna. Þetta er aldeilis prógram segi ég bara...bara ekkert þungt að lyfta :) einmitt.
En eigum við ekki að skella okkur í fússara úti á grasi við tækifæri, þegar það er gott veður? Ég er allavega geim og kannski luma ég á fleira sniðugu í sumar...jáhá...alltaf verið að plana eitthvað.
Ég vona að juniorinn sé að plana útilegu...er það ekki annars?
Annars vona ég líka bara að allar séu duglegar að nýta fríið...v/ að það verður tekið á því í lok júlí...eins og Natasa sagði áður en hún fór út..þá hvatti hún okkur til að gera eitthvað annað í fríinu..t.d. synda, hjóla, spila körfu (hún gerir sjálf mikið af því).
En annars vildi ég bara skila kveðju til ykkar. Sjáumst hressar.

mánudagur, júní 20, 2005

FRÍ

Jamm og jæja allir mínir kiðlingar.

Þá er komið að langþráðu fríi eftir langan og strangan vetur. Fríið mun standa þangað til síðustu vikuna í júlí en þá taka við running and sprinting og bara almennur sviti og viðbjóður. Veit að þið bíðið spenntar.

Varðandi afdrif Víkingsgirls þá eru þessar fréttir helstar:

- Þórhildur Tótex-meistari mun eyða sumrinu fyrir norðan á Akureyri (en þar er einmitt alltaf mjög gott veður). Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að hún mun troða upp með skemmtiatriði á hátíðinni Halló Akureyri! sem við þekkjum svo vel. Make us proud girl.
- Ásta Björk er mun nota sumarið í að finna Valla.
- Baddý bjútí er komin á samning hjá Íslandsmeisturum Vals í fótbolta eftir þrotlausar viðræður. Gangi þér vel Baddý.
- Hekla Daðadóttir nýliði hefur fengið að gjöf forláta "lingó-bók" frá Víkingsgirls og mun hún eyða sumrinu í að stúdera þá bók á milli þess sem hún flatmagar í sundlaugum og dregur golfkerrur fyrir golfmeistara liðsins.
- Linda er að leita sér að nýjum gsm síma. Hennar týndist í snjó.
- Natasja er stödd í Úkraínu eða Króatíu eða eitthvað (hvað heitir það aftur?), all by herself.
- Helga Jr. er í festum, eða réttara sagt bíður hún þess að hr. réttur komi á hinum hvíta hesti í júlímánuði. Þangað til hyggst hún lifa lífinu lifandi. Og já, hún er víst að skipuleggja útilegu (er það ekki alveg öruggt Helga?).
- Helga Birna er loksins að koma sér í form (hahahaha einmitt). Stemming á kellunni.
- Andrea og Steinunn skruppu saman til NY um helgina og eru orðnar wayyyy cosmo. Hittu þar fyrir stöllurnar Miröndu, Samönthu, Carrie og Charlotte og fengu sér nokkra tvöfalda á Bed.
- Guðmunda stuðpinni er ólétt.
- Eygló speygló er farin í Val. We miss you girl and wish you all the best.
- Lára hefur ákveðið að nota sumarið í að kenna undirritaðri undirstöður golfíþróttarinnar.
- Gyða er komin með dread-locks, eða svona næstum því. Hún hefur farið til Kenýa.
- Margrét er á Laugarvatni eitthvað að fást við mat ... eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki alveg hvað hún er að gera þar en hún er allavega í miklu stuði. Jahúúúú.
- Anna Kristín er að safna peningum til að komast örugglega á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni næsta vor.
- Sigrún Marmari verður á Möltu að læra ensku og mun koma heim reiprennandi á þetta framandi tungumál.
- Nanna ætlar að eyða sumrinu í að læra fuglanöfn á latínu. Hún er nefninlega að læra líffræði.
- Ásdís mun lesa á mæla. Be ware, hún veit hvar þið eigið heima.
- Ylfa er í Dubai og fer síðan í skóla í USA. Kemur heim sprenglærð og veraldarvön.

Gleðilegt sumar!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hun a afmaeli i dag, hun a afmaeli i dag hun a afmaeli hun Helga hun a afmaeli i dag.

Ja i dag eru 22.ar sidan tessi solageisli og gledigjafi kom i heimin med 10 taer og 11 fingur. Og vid vikingsgirls oskum henni innilega til hamingju med daginn.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Eitthvað hefur lítið líf verið á síðunni okkar undanfarna daga.

Heyrst hefur:

- að handboltaæfingunni sem átti að vera í gær hafi verið breytt í fótboltaæfingu vegna veðurs og sprönguðu Víkingsgirls um tún Víkurinnar með bolta á tánum
- að Steinunn og Eva hafi unnið alla sína leiki (tilviljun???)
- að Baddý komi frá udlandet í dag, 14. júní 2005
- að Hekla komi líka að utan í dag (er það ekki???)
- að síðsta Víkuræfingin fyrir frí er á morgun, miðvikudaginn 15. júní
- að Andrea hafi skrópað á æfingu í gær og að þess hafi verið krafist af leikmönnum liðsins að stig verði dregið af henni vegna þessa - ákvörðun verður tekin á fundi Nefndarinnar við fyrsta tækifæri
- að Ásdís eigi tvíburasystur, en þær séu tvíeggja - magnað
- að Júníor og Sigrún Marmari séu byrjaðar að blogga (sjá tenglasafn hér til vinstri)
- að Hekla og Andrea séu að rústa stigakeppninni ógurlegu
- að Guðmunda Ósk sé ólétt

Fleira var það nú ekki, en ég hvet gamlar kempur til að láta sjá sig á síðustu æfingunni fyrir frí (semsagt á morgun, miðvikudag, kl. 18.00) - sbr. t.d. Helga Birna og Karólína.

Leiter

miðvikudagur, júní 08, 2005


Æfingin fellur niður í kvöld vegna veikinda og við höfum hana þá á föstudaginn klukkan 17:30 í staðin. Endilega látið þetta berast til þeirra sem lesa ekki bloggið.

k.v.
Steinunn

laugardagur, júní 04, 2005

Sælar systur

Vildi bara kasta á ykkur kveðju, fer í fyrramálið til Möltu. Sé ykkur hressar á undirbúningstímabili 2 ;-)

Luv Strúna stuð

p.s Er byrjuð að blogga þannig þið eigið að geta lesið krassandi sögur á blogginu mínu ;-)

miðvikudagur, júní 01, 2005

Æfing í kvöld í Víkinni kl. sex. Hverjar ætla að mæta?

Eva

This page is powered by Blogger. Isn't yours?