Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 31, 2005

... og stigakeppnin heldur áfram.

Í gær var það Hekla sem veiddi best og nældi sér í heil þrjú stig. Fast á hæla henni með tvö stig kom stigadrottningin Andrea og eru þær því efstar og jafnar með fimm stig hvor.

Andrea hin fríða flugfreyja verður því miður vant við látin á æfingunni á morgun og á mánudag og er því um að ræða gullið tækifæri fyrir hina stigalægri að vinna sig upp töfluna.

Já, leikar æsast enn og það verður gaman að sjá hver staðan verður á miðvikudaginn.

Stigadreifingamaðurinn

mánudagur, maí 30, 2005

Hmmm... eitthvað er bloggerinn að stríða okkur og það virðist sem færslur undanfarið hafi bara fallið út. Svekkjandi en ekkert óbætanlegt held ég.

Varðandi æfinguna í dag þá er hún klukkan sex niðri í Vík. Þætti vænt um að vita hverjar ætla að sjá sér fært að kíkja við í handboltaskóm.

Eva

miðvikudagur, maí 25, 2005

Tvöfaldur Liverpool-sigur

Það fór eins og við vonuðumst flestar (!) eftir og Liverpool vann leikinn gegn AC Milan. Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar; fyrst á Víkingsæfingu og svo í Istanbúl. Ég veit ekki alveg hvor sigurinn mér þótt sætari, en mér hefði þótt virkilega gaman að sjá glottið þurrkast af andlitum Ástu Bjarkar og Helgu jr. Fæ bara að sjá það á mánudaginn.

Annars byrjaði ný keppni hjá okkur Víkingsgirlz í dag. Keppnin felst í því að leikmenn safna sér stigum á hverri handboltaæfingu og sá sem verður hlutskarpastur mun hljóta fyrir vikið vegleg verðlaun - sponsorað af sektarsjóðnum.

Stigasöfnun fer fram með þeim hætti að gefin eru stig fyrir sigur í keppnum á æfingu. Í dag fengu liðsmenn í sigurliðinu í stangabolta eitt stig hver, stig voru veitt fyrir leikmenn sigurliðsins í handboltanum og í fótboltanum og svo var veitt stig fyrir sigur í vítakeppni.

Svo er aldrei að vita nema bryddað verði upp á fleiri útfærslum á þessari keppni. Til dæmis væri hægt að veita stig fyrir sigur í ljótubolakeppninni (Helga Birna, þetta hlýtur að freista þín). Stigagjöfin verður að sjálfsögðu algjörlega háð geðþóttaákvörðun minni svo að ekki er von til þess að þetta verði jafn klippt og skorið og virðist í fyrstu.

Í dag voru stigin með þeim htti að Andrea fékk þrjú stig en aðrir fengu 2 stig. Frú Olsen er því á toppnum eftir þessa fyrstu æfingu. Til hamingju með það litla hetja.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Athugið - athugið

Æfingin á morgun, miðvikudaginn 25. maí, verður klukkan hálfsex due to úrslitaleiks í Meistaradeildinni.

Eva

Sælar dömur
Það eru ekki allar búnar að borga WC söluna og við erum byrjaðar að lenda í dráttarvöxtum þar sem við eigum að vera búnar að greiða reikninginn. Ég bið ykkur þess vegna að borga ASAP. Sem fyrr er það reikningur 327-13-367 kt. 020976-3149. Endilega kommentið hér að neðan hverjar hafa borgað og hverjar ekki.
kk gók

sunnudagur, maí 22, 2005

Sælar systur.

Æfingatíma fyrir næstu fjórar vikur hefur verið breytt og verða með eftirfarandi sniði:

Mánudagar: Kl. 18.00 í Víkinni; bolti
Þriðjudagar: Nautilus; hlaup og lyftingar
Miðvikudagar: Kl. 18.00 í Víkinni; bolti
Fimmtudagar: Nautilus; hlaup og lyftingar

Ástæðan fyrir breytingunum er sú að strákarnir ætla að vera á þriðjudögum og fimmtudögum í Víkinni kl. 18.00 og þar sem ekkert mál reyndist að semja við Nautilus-menn um að svissa æfingatímunum var tekin sú ákvörðun að gera það bara - einfaldasta lausnin.

Annars þætti mér líka fínt að vita hverjar ætla að mæta núna á mánudaginn og miðvikudaginn (23. og 25. maí).

Eva

fimmtudagur, maí 19, 2005

Sælar stúlkur
Ég fann skó í poka heima hjá mér frá því í partýinu um daginn. Þetta eru svartir, lágbotna mjög penir fínir skór.
Kannast einhver við þá..ég er allavega að fara til USA á laugardaginn og kem ekki aftur fyrr en um miðjan júní..þannig að ef enginn gefur sig fram þá verða þeir bara í naustabryggjunni þangað til.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Afmæli-Afmæli
Tvær af okkar frábæru vikingsgirls eru árinu eldri í dag. En það eru engar aðrar en klikkuðu markmennirnir okkar Erna María Tyson og Nanna hözzler.
Erna er 31. árs í dag og hún Nanna er 23. ára.
Vikingsgirls óska þessum pæjum til hamingju með daginn.
Að sjálfsögðu fá þær myndir af sér...

Sælar

Ég var ekki smá óhamingjusöm í gær þegar ég uppgötvaði að cooper-testið er á sama tíma og golf æfingin mín. Þar sem ég er hætt í handboltanum og byrjuð í golfinu þá ætla ég ekki að mæta í cooperinn heldur halda mig við það að slá í litlu sætu hvítu kúluna. Bið að heilsa Kjartani og Valla. Gangi ykkur vel og ég skal senda ykkur strauma.

luv
Steinunn

sunnudagur, maí 15, 2005

Síðastliðinn föstudag var lokahóf handknattleiksmanna og -kvenna haldið með pompi og pragt á Broadway. Þann skugga bar reyndar á að einhver hluti leikmanna gat ekki heiðrað okkur með nærveru sinni þar sem próf standa enn sem hæst í einhverjum menntastofnunum landsins. En við hin létum það þó ekki á okkur fá og mættum galvösk til leiks þetta fagra vorkvöld í maí. Að þessum formlega inngangi loknum mun ég nú snúa mér að upplifun okkar Víkingsgirls af skemmting þessum.

Hófust leikar í Naustabryggjunni á heimili þeirra hjóna Rafns Árnasonar og Bjarneyjar Sonju Ólafsdóttur, a.k.a. Baddý. Stefnt hafði verið að mætingu klukkan sex og stóðst það svona nokkurn veginn, með einstaka útúrdúrum þó. Þangað mættu allar okkar sem á annað borð höfðu hugsað sér að fara á hófið, auk þess sem hluti drengjanna úr Víkinni lét sjá sig – svona þessir helstu.

Rabbabar var opinn í boði sektarstjóðs og vakti það mikla lukku meðal viðstaddra. Eftir að hafa innbyrt nokkra gráa var svo tekið til við hefðbundin fyrir-hófs-fundarstörf. Höfðu þær Baddý, Sigrún stræker, Guðmunda og Helga jr. verið í fullu starfi vikurnar á undan og var niðurstaðan allnokkuð huggulega.

Til að byrja með voru þær sem eru að hætta kvaddar með virktum, en það voru eftirtaldir: Steinunn Capteinn og stórskytta, Helga Birna broskall og Erna Tyson. Fengu þær allar forláta handklæði með nöfnunum sínum á (enda verða menn að halda áfram að skola af sér þótt handboltaskórnir séu komnir upp í hillu) og eintak af heimagerðum Víkingsgeisladisk sem inniheldur svona þessi helstu Víkingslög í gegnum árin. Einnig var Coach Natasja “sprints” Damljanovich heiðruð með merktum bol, rauðum að lit.

Allar sem mættar voru fengu síðan stórglæsileg sólgleraugu og nafnspjald, en auk þeirra sem þegar hafa verið nefndar voru mættar þær Þórhildur og Nanna, Ásta, Linda, Andrea, Ylfa, Ásdís, Margrét, Karólína og undirrituð. Anna Kristín, Gyða Canada, Lára og Eygló voru því miður vant við látnar, en við fundum þó fyrir greinilegum straumum frá þeim.

Að öllu þessu loknu kom rúta að sækja okkur og lá leiðin á Broadway – Hótel Íslandi. Þar snæddum við ljúffenga humarsúpu og prýðilegt kjötmeti með eplum. Júníorinn átti reyndar í mestu erfiðleikum með að innbyrða matinn vegna hávaða, en við vonum bara að það gangi betur næst.

Ekki veit ég hversu margir höfðu rænu á því að renna ofan í sig eftirréttinum, þar sem borðhald hafði á þeim tímapunkti svona nokkurn veginn leysts upp og gestir ýmist farnir á klósettið (alltaf jafngaman þar) eða bara á barinn (special price for you my friend – 1300 kall fyrir einn lítinn kokteili). En Margrét var þó mjög hrifin af þessum ís sem borinn var fram af liprum þjónum veislunnar og lét vel af.

Stuðmenn stigu svo á stokk og skemmtu viðstöddum með gömlum og góðum slögurum í bland við nýja. Einstaka sinnum birtist átrúnaðargoðið Hildur Vala þar einnig og tók ýmist lög með stuðmönnum eða þá lög af nýútkominni geislaplötu sinni við undirleik Stuðmanna.

Allt saman fór þetta fram í mesta bróðerni og þótti bara nokkuð vel heppnað, að ég held.

Takk fyrir okkur HSÍ. Sjáumst að ári!

Sælar stúlkur og gleðilegan white-sunnyday :)
.....eru ekki allar búnir að jafna sig eftir hófið? Og Margrét fannst þér ísinn ekki góður..hehehe :) Nú er fótboltatímabilið okkar búið..No football, no football segir coach-inn!!! En heyriði stúlkur þá er æfingin á mánudaginn kl. 1300 eins og þið vitið og það er mæting í kópavogslaug-Nautilus en ekki í Salalaug eins og sagt var á fundinum í gær og það er hið geysivinsæla coopertest svo það eiga allir að mæta í útigallanum...við munum nebbla hlaupa frá kópavogslaug niður á kópavogsvöll (Hjá Breiðablik) :) :) Gaman - Gaman - Gaman :) :)
Maðurinn sem ætlar að taka okkur í gegn heitir Kjartan og hann var að spurja mig hvort við gætum ekki hitt hann á miðvikudaginn og tekið þá max þyngdir, svo hann geti séð hvað við erum sterkar :) En hann mun ræða betur við okkur á mánudaginn.....
En jæja ég ætla halda áfram að læra.....
over and out...
Kveðja #10

föstudagur, maí 13, 2005

Föstudagurinn þrettándi
Vonandi eru allir komnir í gírinn fyrir kvöldið. Ég vildi ítreka mætinguna á Rabbabar í kvöld kl. 18:00. Rúta kemur svo og sækir okkur kl. 19:30 og því er mjög mikilvægt að allir séu mættir á réttum tíma kl. 18:00.
Dagskráin er mikil í forpartýinu og fyrir þá sem ætla að koma seint, bendum við á að dagskráin mun byrja á réttum tíma og ekki verður beðið eftir neinum. Þannig að þeir sem koma seint...missa þá af aðalfjörinu.
Strákunum var koma líka boðið á Rabbabar ásamt Magga og Helga úr stjórninni.

Þeir sem hafa mikinn áhuga...mega endilega mæta fyrr og hjálpa mér að opna barinn :)

fimmtudagur, maí 12, 2005

Fleiri mikilvægar upplýsingar
Ég vona að allar séu búnar að fara niður á Broadway og kaupa miða á hófið..það var síðasti séns núna fyrir hádegi í dag. En ef einhver á eftir að kaupa þá verður viðkomandi að fara NÚNA á Broadway og ganga frá þessu.

Ég minni á forpartýið kl. 18:00 á Rabbabar. Það er mjög mikilvægt að leikmenn mæti á réttum tíma....MJÖG MIKILVÆGT. Það eru meira að segja extra stig fyrir þá sem mæta fyrr :)

Ég er búin að fá tilboð í rútu frá Rabbabar á Broadway. Ég er í smá samningarviðræðum varðandi málið...og vonandi verður því bara tekið.

Eru ekki annars bara allir í góðu skapi...

Gleðifréttir
Í gær um kl. 19:00 skrifaði Natasa undir samning sem þjálfari og leikmaður mfl. kvenna 2005-2006. Þetta eru miklar gleðifréttir og hlökkum við mikið til næsta tímabils. Eins og alvöru fréttaskýrendur :) látum við fylgja mynd frá því í gærkvöld af Natösu og Magga formanni.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Mikilvægar upplýsingar
Það hefur ekki farið framhjá neinum að HSÍ hófið er á föstudaginn. Hérna koma mikilvægar upplýsingar varðandi hófið.
Miðar: Það verður að fara á Broadway í DAG og kaupa miða (alls ekki seinna).
Mæting: Ásta, Baddý, Þórhildur, Natasa, Helga JR, Andrea, Helga Birna, Margrét, Steinunn, Sigrún, Ylfa, Erna María, Nanna, Ásdís, Eva H = 15
Þær sem mæta bara í partý: Guðmunda, Gyða, Karó
Spurningarmerki: Linda
Komast alls ekki: Lára, Eygló (eru báðar í USA), Anna Kr
Er ég nokkuð að gleyma einhverri? Allavega stefnir þetta í þrusumætingu frá vikingsgirls.
Forpartý: Mæting kl. 18:00 á Rabbabar. Frítt á Rabbabar í boði sektarsjóðs
Óvæntir atburðir: Helga JR, Sigrún, Guðmunda og ég erum að skipuleggja rosalegt forpartý og mikið af óvæntum atburðum...bannað að segja :)

Jæja..þá er þetta allt komið held ég....bara drífa sig niður á Broadway í DAG...koma svo

þriðjudagur, maí 10, 2005

Sælar skvísur
Þarf að fá staðfest hverjar ætlar að mæta á hófið

Pottþétt mæting
Ég, Helga Jr, Ásta, Baddý, Sigrún, Nanna, Þórhildur, Ylfa, Natasha, Guðmunda, Eva, Erna,

Pottþétt ekki
Anna Kristín

Þannig það eru margar spurningar og við þurfum að panta og borga í dag.

k.v.
Steinunn

Takið eftir, takið eftir

Í fyrsta lagi: Er einhver að sjá um að skipuleggja þetta dæmi á föstudaginn? Hvenær ætlar fólk að kaupa sér miða og svona?

Í öðru lagi: Heyrst hefur að undirrituð og Karó Reyes (sem fór víst eitthvað illa með nokkur dauðafæri í fússara í gær) ætli að mæta í Víkina í bolta í kvöld og kenna ykkur kjúklingunum nokkrar hreyfingar. Uss... eina sem ég get sagt er: Þær mæta sem þora!

Be there or be square!

mánudagur, maí 09, 2005

Takið eftir - mui importante upplýsingar

Lokahóf HSÍ
Staður: Broadway - Hótel Íslandi
Tími: Föstudaginn 13. maí 2005
Veislustjóri: Guðjón Guðmundsson
Stemming: Hljómsveitin Stuðmenn. Hildur Vala. Hjálmar Hjálmarsson.

Matseðill:
Koníakstónuð Humarsúpa
Grillsteiktar svínalundir ... með karamellueplum
Eftirréttafantasía a la chef

Miðasala á Broadway
Opin 12-18 alla virka daga
S. 533 1100
Verð kr. 4900

Hverjar ætla að mæta?

sunnudagur, maí 08, 2005

Sælar

Ég minni en og aftur á sektarsjóðinn. Þar sem illa hefur gengið að innheimta þenna mánuð þá hef ég ákveðið að birta svarta listann.

Andrea 1200+500
Anna Krístín 1200+500
Erna tyson 800 + 500
Guðmunda 800+500
Margrét 800 +500
Natasja 800 + 500
Steinunn 1000 + 500 (En þar sem sjóðurinn skuldar þér þa trúlega dregst þetta frá því, en hvað skuldum við þér ?)

Greiðist inná reikning 0323-13-168979 1304842479

Svo fyrir þá sem mættu ekki á æfingu á föstudag þá unnu yngri 8-3 í fótbolta og Strúna Beckam var með þrennnu ;-)

fimmtudagur, maí 05, 2005

Sælar

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum áðan þegar ég fór inná netbankan til að athuga hvort allar væru ekki alveg örugglega búnar að borga mars. En mér til skelfingar voru aðeins fimm búnar að borga, en það eru Baddý, Eygló, Ásdís, Ásta og Lára. Aðrir leikmenn eru á svarta listanum og þurfa á greiða vexti sem eru í dag komnir uppí 200.kr og verða 300.kr á morgunn 400.kr á laugardag og 500.kr á sunnudag. Svo mitt ráð er það BORGA. Bankanúmerið er 0323-13-168979 og kt 130484279.
Og Junior, þú átt 500.kr inní sektrarsjóð svo þú greiðir aðeins 500.kr

K.v Strúna

p.s munið að bæta vöxtunum við sektarupphæðina, annars þurfið þið að greiða meiri vexti.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Bletsí
Ragga Karls bað mig um að koma eftirfarandi beiðni á framfæri. Þannig er mál með vexti að Lára "amma allra Víkinga" datt í lukkupottinn á Kvennakvöldi Víkings í vetur og fékk gjafabréf frá Úrval-Útsýn að fjárhæð 25.000 kr. upp í sólarlandaferð. Gjafabréfið rennur út á þessu ári og þar sem hún sér ekki fram á að geta nýtt sér þessa veglegu gjöf vildi hún athuga hvort þið þekktuð einhvern sem væri á leið út í sólina í sumar og gæti komið gjafabréfinu í verð.

p.s. borga WC ASAP

Sumarkveðja,
gók

þriðjudagur, maí 03, 2005

Vikan
Æfing miðvikudag kl. 17:30 (útihlaup og skemmtilegheit)
Æfing föstudag kl. 17:00 (handbolti)

Ég vil svo að lokum óska Sigrúnu til hamingju með markið sem hún setti í lok leiksins í dag. JR fór líka alveg á kostum...segi ekki meir.
Lítill fugl laumaði að mér sögu um Sigrúnu. Þar sem ég er búin að hrósa henni hérna að ofan, þá verð ég að koma með hana. Sko..hún er semsagt að vinna í laugarnesskóla og var í fótbolta með litlu krökkunum. Þar sem hún hefur svo sannarlega bætt sig í fótboltanum ákvað hún að sýna þeim nokkra takta. Sigrún bjó sig undir að skjóta, spennti löppina og skellti henni aftur...en þá gerðist eitthvað...já...gallabuxurnar sem stelpan var í....rifnaði...ekki bara smá heldur almennilega aftan á rassinum og næstum því niður á hné (allavega eins og ég heyrði söguna). ... þannig endaði frægðarsaga Sigrúnar í fótbolta ... allavega hjá litlu krökkunum í laugarnesskóla :)
Hún þurfti auðvitað að fara heim strax og skipta um buxur..því ekki gat hún boðið börnunum upp á berar lappir í skólanum.

Hamingjuóskir
Til hamingju með titlana, Ásta Björk og Ásdís! Þið eruð báðar vel að þessu komnar og það verður gaman að fylgjast með ykkur næsta vetur! :)Besti leikmaðurinn - Ásta Björk AgnarsdóttirEfnilegasti leikmaðurinn - Ásdís Benediktsdóttir

mánudagur, maí 02, 2005

HSÍ hófið
Heyrst hefur frá mjög áreiðanlegum heimildum að HSÍ hófið verði föstudaginn 13. maí á Broadway. Því er bara um að gera að fara að koma sér í gírinn...
Það má vænta þess að auglýsing um kostn. og fleira komi mjög fljótlega á netið.

Ekki gleyma svo að borga skeinipappírinn...

ps: Takk fyrir síðast, það var þvílíkt stuð á föstudaginn ....

Sælar dömur og takk fyrir síðast
Ég vil bara minna á WC söluna en það eru ekki mjög margar búnar að borga.... very bad. Alla vegana reikningurinn sem þið eigið að leggja inn á er 327-13-367 kt. 020976-3149. Þær sem greiða ekki í dag verða formlega titlaðar sem sokkar.... (drullusokkar).
bæjó, spæjó
gók

This page is powered by Blogger. Isn't yours?