Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 29, 2005

Við Víkingsgirls óskum Haukum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Annars er uppskeruhátíð Víkings í kvöld og það verður án efa mikið fjör í Víkinni. Hlakka til að sjá ykkur
luv
Steinunn

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Uppskeruhátíðin
Þá er komið að því að tilkynna mætingu á föstudaginn. Getið þið vinsamlegast kommentað strax og þið sjáið þetta eða sent póst á Helgu Birnu (helgab [at] kbbanki.is) varðandi málið.
Ég hér með tilkynni komu mína á þessa uppskeruhátíð. Kallinn minn er í prófi til 21:00 en kemur eftir það. Ég veit að Natasa les þessa síðu sjaldan ;) og því tilkynni ég komu hennar fyrir hana. Hún mætir hress og kát.
Þið hinar....drífið í því að kommenta, það þarf nefnilega að láta vita sem fyrst.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Apríl er að ljúka
Það mætti halda að fólk væri að fara að byrja í prófum...sólin er nefnilega farin að skína. Það er nefnilega ótrúlegt, alla mína skólagöngu þá var alltaf frábært veður í lok apríl og allan maí. Akkúrat mánuðinn sem maður var fastur inni á bókasafni á fullu í skólabókunum. Ég er að vonast til að Óli húsvörður og Daði félagi hans fari að leyfa okkur að sprikla á grasinu innan skamms. Það gengur ekki upp að vera inni í húsi á æfingu þegar veðrið er svona. En í kvöld er loksins handbolti eftir margar vikur af fótbolta. Ég þurfti því miður að fara fyrr af æfingu í gær og veit því ekki úrslitin yngri vs. eldri, en ég er mjög spennt að heyra og þið megið endilega kommenta um það hérna. Ég hlakka til að taka á því í kvöld í handboltanum, ætli maður fái ekki blöðrur á fingurnar þegar maður setur loksins harpix á þá :).
Aðrar fréttir, uppskeruhátíðin er á föstudaginn kl. 19:00 (held ég) og mökum er að sjálfsögðu boðið með. Ég veit ekki hvort ég geti lofað vídeó-i en ég reyni mitt besta, ef það klikkar núna þá mun ég pottþétt gera eitthvað fyrir hsí hófið, eitthvað svona local :)
Ég hlakka til boltans í kvöld...sjáumst.
ps: þessi pistill var fyrir Nönnu....

föstudagur, apríl 22, 2005

Íþróttamaður Víkings
Víkingsgirls óska Bjarka Sig til hamingju með að vera valinn Handknattleikmaður Víkings og einnig Íþróttamaður Víkings. Kjörið fór fram á sumarhátíð Víkings í gær (sumardaginn fyrsta).
Til hamingju Bjarki

Þvílík æfing
Síðastliðinn miðvikudag var fússari í Víkinni. Það var frekar slöpp mæting og endaði leikmannafjöldi í 7. Það var því ákveðið að skipta í tvö lið og spila á hálfan völl. Eins og alltaf eru tveir sprettir í húfi fyrir hvert mark sem er í mismun í lok leiks. Skipt var í eldri og yngri og fengu yngri að byrja einum fleiri. Semsagt 3 í eldri og 4 í yngri, ég vil ekkert vera að tvíunda hverjir voru í hvaða liði...þið munuð skilja það þegar sagan er búin.
Við byrjuðum að spila í 20 mín, leikurinn var frekar jafn en yngri voru samt alltaf með yfirhöndina, eitt til tvö mörk. Þegar nokkrar mínútur voru eftir var eins og eldri hafi ákveðið að byrja að spila fótbolta og jöfnuðu leikinn og komust svo yfir og sigruðu með tveimur mörkum. Yngri þurftu því að taka fjóra spretti...allt í lagi með það. Í kjölfarið var ákveðið að skipta ekki liðum aftur v/ að fyrri leikurinn var mjög jafn og þess í stað var aðeins skipt um vallarhelminga.
Þetta átti að vera síðasti leikurinn og átti hann að standa yfir í um 20 mín. Eldri byrjuðu af miklum krafti og tóku strax yfirhöndina 1-0, svo 2-0 og áður en við vissum af var staðan orðin 9-0 og einungis 3-4 mín eftir. Þetta þýddi semsagt 18 spretti fyrir yngri...rosalegt...hvað var eiginlega að gerast. Yngri voru einum fleiri og allt....en þá ákvað elsti leikmaður yngri að taka sig til og spila þetta upp á sitt eindæmi og skoraði hún glæsileg tvö mörk í lokinn og minnkaði muninn í 9-2. Eldri voru á tímabili að spá í að taka þennan leikmann úr umferð og vera í staðinn 2 á móti 3 :) en leikurinn endaði semsagt með 7 marka sigri eldri og þurftu því yngri að taka 14 SPRETTI...ÉG ENDURTEK FJÓRTÁN SPRETTI. Það var rosalegt...og með þessu áframhaldi munu yngri rústa fótboltanum í vetur...þær verða í svo góðu formi :) hehehe
Þarna átti æfingin að vera búin, en það var mikill æsingur í yngri að svara fyrir sig og því voru teknar 10 mín í viðbót. Sá leikur var mjög jafn og mörg mörk skoruð. Leikmenn fögnuðu vel og innilega og sáust bolir fjúka og ný dansspor tekin sem hafa ekki sést áður. Leikurinn endaði með jafntefli og fóru allir sáttir heim..eða svona næstum því. Gólfið í Víkinni var rennandi blautt eftir æfinguna enda hafa leikmenn ekki svitnað svona mikið í langan tíma....rosaleg æfing og ég vona að þetta endurtaki sig bráðlega...tja..nema sprettirnir

Skiljið þið núna af hverju leikmenn eru ekki nafngreindir :)

Gleðilegt sumar
Það verður æfing og fundur á mánudaginn næsta kl. 19:30. Maggi formaður (eða öðru nafni President Magnus) kemur að spjalla við okkur.
Sjáumst hressar og njótið helgarinnar

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Æfing í kvöld
Ég vildi bara minna ykkur á æfinguna í kvöld kl. 19:30. Svo í kjölfarið láta ykkur vita að uppskeruhátíðin verður víst 29. apríl ... bara svona ef einhver missti af því. Svo er það bara Hsí hófið 14. maí...nóg að gera..

mánudagur, apríl 18, 2005

Afmæli - Afmæli
Vikingsgirls óska Evu Halldórsdóttur og Eygló Jónsdóttur til hamingju með afmælin um helgina. Eva náði 26 ára aldrinum á laugardaginn og Eygló varð 25 ára á sunnudaginn. Til hamingju - til hamingju.
Auðvitað fylgja myndir af afmælisbörnunum:Gleðilegan mánudag..
Maður er bara komin með fráhvarfseinkenni frá ykkur (og ekki æfing fyrr en á morgun..very bad ;) En lokahóf Víkings verður líklegast á föstudaginn 22. apríl (held ég alveg pottþétt), og eitthvað er ég að heyra að fólk ætli ekki að fá sér í tánna, sem er alls ekki nógu gott...einning hefur heyrst að videonefndin (Baddý tæknitröll og co.) séu að bralla eitthvað sniðugt... :)
over and out
ásta björk

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Næsta vika
Þá er komið í ljós hvernig næstu viku verður háttað.
Mánudagur = Frí
Þriðjudagur = æfing kl. 18:00
Miðvikudagur = æfing kl. 19:30 (allar)
Fimmtudagur = Frí
Föstudagur = Frí

Eftir klst fótbolta í dag þá var spjallað um æfinguna á morgun. Leikmenn voru sammála um að hita upp í fótbolta og taka svo kýló - brennó og jafnvel blak ef við nennum að setja upp netið.
Líst ekki öllum vel á þetta?

Æfingin á morgun
Eins og fram hefur komið þá megum við ráða því hvað verður á æfingunni á morgun. Þetta er alfarið í okkar höndum og í kvöld eftir æfingu þá verður að vera komin niðurstaða. Eftir fyrstu könnun þá sýnist mér þetta vera í boði (svo er smá búið að bætast við):

* Fótbolti í 90 mín
* Fótbolti í 40 mín og Blak í 40 mín
* Fótbolti í 40 mín og Kýló í 40 mín (Sigrún verður dómari)
* Hjólaferð um bæinn og svo í sund
* Sund (laugardalslaugin)

Nú verða allar að kommenta hvað þeim langar mest til að gera. Svo í lok dags þá tek ég þetta saman og svo spjöllum við um þetta eftir æfingu í kvöld.
Sjáumst á æfingu kl. 18:00 í kvöld.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Strúna. Hún á afmæli í dag
Hún Strúna okkar er 21 árs í dag. Njóttu dagsins og mundu að það styttist óðum í fertugsaldurinn.
Hérna kemur mynd af hrakfallabálknum:

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Vikan...
Það er semsagt æfing í kvöld kl. 18:00. Svo á miðvikudag verður hornamannaæfing og þá fá hinar frí. Á fimmtudag verður æfing kl. 18:00 og svo á föstudag verður gleðiæfing (sem mun vonandi ekki innihalda neitt púl, en maður er samt með varann á..þjálfaranum getur dottið ýmislegt í hug). Við eigum semsagt að koma með ósk um eitthvað skemmtilegt. Mér datt ýmislegt í hug og hérna koma hugmyndir mínar:
* Fótbolti í 80 mínútur
* Fótbolti í 40 mín og handbolti (enginn í sinni stöðu) í 40 mín
* Fótbolti í 30 mín og Blak í 40 mín (tekur tíma að setja blak net upp)
* Blak í 80 mín
* 3 liða mót - Fótbolti - Handbolti (enginn í sinni stöðu) - Blak

Jæja..þetta eru hugmyndirnar mínar. Endilega kommentið á bestu hugmyndina og einnig ef þið eruð með einhverjar nýjar hugmyndir.
Koma svo...

mánudagur, apríl 11, 2005

Gleðilegan mánudag
Hvað er að gerast hjá okkur vikingsgirls...eftir góða viku (sem innihélt nú bara nokkra spretti) þá er komið að alvöru lífsins.
Það verður æfing í kvöld kl. 19:30 og svo væntanlega flesta daga vikunnar. Í lok vikunnar stefnir svo í afmælispartý aldarinnar hjá einni ónefndri í liðinu.
Sektarsjóðurinn þarf að taka ákvörðun um hvað eigi að gera við alla peningana, en Sigrún þarf einmitt að fara að senda út sektir mars mánaðar. Mars kom ágætlega út og því ekki annað í stöðunni en að fara að rukka liðið.
Vídjónefnd er á fullu að undirbúa skemmtiatriði fyrir uppskeruhátíð og ef einhver hefur heyrt af þessari uppskeruhátíð...þ.e. dagsetningar þá má viðkomandi kommenta um það hérna á síðunni.
Þetta er það eina sem ég hef að segja að svo stöddu...semsagt ekki neitt, en ég bara varð að koma með innlegg v/ að Nanna óskaði svo heitt eftir því.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Vil endilega benda á síðu Hverfisbarsins, en þar er allt yfirfullt af myndarlegu handboltafólki - og auðvitað voru nokkrar úr okkar liði í feikna stuði :)

Sjáumst trylltar á fimmtudagsæfingunni kl.18! :þ


Sælar dömur
Jæja þá erum við dottnar út úr keppninni í ár og þá þýðir ekkert annað en að einbeita sér að WC sölu..... einmitt ;). Alla vegana ef það eru einhverjar sem hafa selt sinn hlut þá megið þið leggja inn á reikning: 327-13-367 kt. 020976-3149

hugs and kisses
gók

föstudagur, apríl 01, 2005

Breyttur leiktími
Leikurinn á laugardaginn verður kl. 13:00 í Víkinni. Þetta breyttist vegna þess að leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu. Við sjáumst svo á æfingu á eftir kl. 17. Ekki gleyma að taka með ykkur sundfötin fyrir pottinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?