Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

Gleðifréttir

Ég færi ykkur hérmeð þær gleðifréttir að leikur nr. 2 á milli Víkings og ÍBV verður í sjónvarpinu á laugardaginn. Hvorki meira né minna.

Legg því til að allir taki með sér ljósa-dótið sitt til Eyja svo við getum nýtt tímann ÞEGAR við verðum þar veðurtepptar í kvöld. Er eitthvað sérstakt ljósadót, kann einhver að spyrja. Sennilega er það jafn misjanft og við erum margar hvað fólk tekur með sér í ljós. Sjálf læt ég mér nægja handklæði og bikiní. Sumir nota allskyns bronzkrem, aðrir eru með geislaspilara. Einboðið er að menn hafi þetta eftir eigin hentisemi.

Litli svarti sambó.

Hello

Tvær Víkingsskutlur eiga afmæli í dag, Anna Kristín og Helga Birna.
Við vitum vel hvað þær vilja fá í afmælisgjöf ;-)
Til lukku með daginn.

luv
Steinunn

miðvikudagur, mars 30, 2005

vikingur.info
Loksins, loksins eftir smá dvöl hefur vikingur.info lifnað við. Endilega verið duglegar að kíkja á hana.

Ferðamál
Við munum fljúga með Landsflugi til Vestmannaeyja á morgun. Mæting ekki seinna en 16:30 upp á flugvöll sem er staðsettur fyrir aftan Loftleiðahótelið. Flugið er klukkan 16:45 þannig það má enginn koma of seint!!!

Áfram Víkingur
gók

þriðjudagur, mars 29, 2005

Úrslitakeppnin
Ég kíkti inn á hsi.is og sá þar hvenær leikirnir verða:
Fimmtudagur Vestmannaeyjar kl. 19:15 ÍBV - Víkingur
Laugardagur Víkin kl. 16:15 Víkingur - ÍBV


Strákarnir eru svo að spila í umspilinu á þessum tímum:
Miðvikudagur Kaplakriki kl. 19:15 FH - Víkingur
Föstudagur Víkin kl. 19:15 Víkingur - FH

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ótrúlegir atburðir...
...gerðust í Víkinni í gær - óuppaldi kjúklingurinn okkar var búinn að fylla 12 stykki vatnsbrúsa fyrir æfinguna! Undirrituð tók þó ekki eftir þeim fyrr en undir lok æfingar - en það kemur kannski ekki á óvart ;)
En litli kjúlli fær þó RISA plús í kladdann og vonum við að hann haldi áfram á þessari braut :)

.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Úrslitakeppnin

Ég fer hamförum þessa dagana.

Ætlaði bara að láta ykkur vita hvenær 8-liða úrslitin verða spiluð, sé þó ekki að komin sé nákvæm tímasetning á leikina.

Leikur 1: Fimmtudagurinn 31. mars 2005 (Vestmannaeyjar)
Leikur 2: Laugardagurinn 2. apríl 2005 (Víkin)
Leikur 3 (ef með þarf): 6. apríl 2005 (Vestmannaeyjar)

Annars er hægt að skoða yfirlit yfir úrslitakeppnina í heild sinni
hér.

Æfingar um páskana

Sælar stúlku og vonandi eru allir góðir í kroppnum eftir æfingu gærdagsins. Æfingaplanið um páskana lítur svona út:

Æfing í dag og miðvikudag á hefðbundnum tíma.

Á fimmtudaginn er frí (what! frí???) fyrir alla nema markmenn.

Á föstudag er æfing kl. 11.30.

Á laugardag og mánudag er svo æfing kl. 10.00. Weiký weiký.

Breemaster 2000

mánudagur, mars 21, 2005

Æfingin í dag verður ekki með hefðbundnu sniði.

Það er mæting klukkan sjö. Hlaup og lyftingar á tíma.

Yfir og út!

Bree

Sælar systur

Ég vil nú bara byrja á því að þakka Helgu junior og Andreu fyrir frábærlega vel skipulagt partý á lagardaginn, alveg tussufín skemmtun. Það kom í ljós í þessu partýi að innan okkar raða leynast fullt af upprennandi skáldum. Þemað í partýinu var "Slagorð fyrir Vikingsgirls" og voru þau hvert öðru glæsilegra.

Ásta samdi lítið krúttlegt ljóð
Áfram stelpur berjumst nú
Allar verða að svitna
Út í eyjar höfum trú
Þó Guðmunda sé að fitna.

Baddý tók þetta að sjálfsögðu með trompi. Tók sér frí í vinnuni á föstudag og samdi lag.

Víkingsgirlsrapp
Nú er deildin búin og sætið orðið klárt. 7 var niðurstaðn, en það er solið sárt.
Það skiptir ekki máli því pælingin er sú að taka þessa eyjamenn og vinna þá TWO

Veturinn var erfiður og mikið gekk á. En við stigum upp út vitleysu og lögðumst ekki í dá.
Fengum nýjan þjálfara og fundum okkar norm, æfa eins og vitlausar og koma okkur í form

Víkingsgirls, Víkingsgirls -Áfram Víkingsgirls
Víkingsgirls, víkingsgirls - Áfram Víkingsgirls

Mórallinn er frábær enda sést það hér í kvöld, það er alltaf gaman þegar gleðin tekur völd.
Fyrirmyndaskipulag hjá Öddu og Júníor og ekki skemmir fyrir að sjá Helgu Seníor.

Leikmenn flestir mættir og klár í gamanið, ekki líður langur tími í Playstationið.
Passið samt að þenja ekki raddböndin hátt, því annars munu nágranna eiga mjög bágt.

Viðlag

Deildarkeppni er lokið og úrslit taka við, þar ætlum við að mæta saman sem eitt lið. Leggja okkur fram og berjast eins og svín, með metnað þá lofa ég að úrslit verða fín.

Það skiptir ekki máli þótt það verði soldið sárt, fyrir alla hina að sjá okkur fara hátt.
Toppurinn er málið og með miklu erfiði mun titillinn enda í Fossvogi

Ég er viss um það verða margir gátta, þegar þeir sjá að titillinn endar í 108

Viðlag
Viðlag

Baddý var semsagt klárlegu sigurvegari kvöldsins ;-)

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jæja girls...
...nú er bara að njóta dagsins - þó að það sé stormur úti ;) Hvíliði ykkur vel eins og Lalli letidýr (my long lost twin-brother) og hittumst svo sprækar á morgun!


Sælar dömur.

Tilkynningaskyldan upplýsir:

Í dag, fimmtudag er frí á æfingu (og þetta á líka við um þig Andrea ... og Margrét ... og Júníor). Semsagt frí.

Á morgun föstudag er síðan æfing á samkvæmt plani, en um er að ræða síðustu æfingu fyrir leik.

Á laugardaginn er svo síðasti leikurinn í deildinni gegn Guðrúnu Drífu og félögum í Fimleikafélaginu.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Æfingin í dag
Vonandi líður öllum vel í búknum :) Ég vildi bara minna á að æfingin í dag er kl. 18:00 og svo er vídjó. Sigrún kom með góða uppástungu í gær...með góðum undirtektum ;) um að panta pizzu eftir æfingu og styð ég hana í þeirri hugmynd.

Sjáumst kl. 18:00

þriðjudagur, mars 15, 2005

Desperate Housewives
Í tilefni af skemmtilegri könnun sem kom hérna í síðustu færslu þá ákvað ég að segja ykkur soldið um karakterana í húsmæðraþáttunum. Það er einungis einn þáttur búinn á Rúv og ég horfði á hann, þannig að þetta litast soldið af því.
Hérna er hún Bree Bree Van De Kamp er Martha Stewart á sterum. Hún er "fullkomin húsmóðir" að hennar mati allavega. Allt í kringum hana verður að vera fullkomið og er fjölskyldan orðin langþreytt á margra rétta máltíðum á venjulegu kvöldi og að allt sé perfekt.

Hérna eru Edie(ljóshærða) og Susan(dökkhærða)
Susan er einstæð móðir, það er liðið ár síðan hún skildi og hún hefur ekki enn hafið leitina að hinum eina sanna. En nú er kominn tími á það. Susan er góða stelpan í þessum þáttur, saklaus og góð.
Edie er aftur á móti andstæða Susan. Edie er líka skilin (reyndar margskilin) og er á fullu að skoða markaðinn. Hún er mjög framfærin og dugleg að gefa sér á tal við karlmennina.

Hérna er Lynette
Lynette var einu sinni hátt sett í fyrirtæki en ákvað með manni sínum að hætta að vinna og snúa sér að barnseignum. Hún er búin að eiga fjöldan allan af börnum en maðurinn hennar vinnur úti og gerir mikið af því = er aldrei heima. Hún er alveg að gefast upp á þessu lífi.

Hérna er svo Gabrielle með eiginmanni sínum og hérna má sjá Gabrielle í garðvinnu v/ að hún stendur í framhjáhaldi með garðmanninum (ungur og myndarlegur) og hún vill ekki að eiginmaður sinn komist að því.
Gabrielle er fyrrum fyrirsæta og hefur alltaf fengið allt sem hún vill. Ríkan eiginmann, stórt hús ... en hjónabandið er ekki upp á alla fiska og stendur hún því í framhjáhaldi með 17 ára gömlum garðmanni. Gabrielle er svaka sexý og sést mjög mikið á undirfötuum í þáttunum.

Endilega, ef þið hafið eitthvað við þetta að bæta...setjið það í kommentakerfið.

mánudagur, mars 14, 2005


Prófið þetta, http://abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html

Ég er Lynette

Munið svo að gefa mér klósettpappírstölur í kvöld

k.v.
Steinunn

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sigur og aftur sigur

Við Víkingsgirls unnum sannfærandi sigur á hlíðarendastúlkum í gær í Víkinni. Var þetta kærkominn sigur og erum við því enn í baráttunni um 6. sætið.

Annars vildi ég koma því einnig á framfæri að við höfum stofnað annan fjáröflunarreikning og hefur gamla reikningnum verið lokað. Þið sem eigið eftir að leggja inn vegna harðfisksins megið nú leggja inn á reikning 327-13-367 kt. 020976-3149.
sigurkveðjur, gók

miðvikudagur, mars 09, 2005

Leikur í Víkinni í kvöld
Dömur ég var að senda ykkur kerfin á e-mail. Þær sem ekki hafa fengið það vinsamlegast látið mig vita. Notaði póstgrúppuna hennar Sigrúnar gjaldkera.

Annars vil ég minna á að það er mæting 16:45 niður í Vík. Leikurinn verður flautaður á kl. 18:00.
Baráttukveðjur, gók

þriðjudagur, mars 08, 2005

Fréttir úr herbúðum Víkingsgirls
Nú hafa Víkingsgirls formlega hafið WC og eldhúspappírssölu. 48 stk. af WC kostar aðeins 2.000 kr. og 24 stk. af eldhúspappír aðeins 2.000 kr. Frábær pappír, tala af eigin reynslu ;). Aðrar fréttir úr herbúðum Víkingsgirls eru þær að við munum taka á móti hlíðarendapíum á morgun í Víkinni. Nánar um þann leik á morgun en eitt er víst að þar verður hart barist, alla vegana af okkar hálfu.
bæjó, gók

Reminder
Ég vildi bara minna ykkur á að það er mæting kl. 17:30 í kvöld. Ekki gleyma því.
Svo að öðru þá minnti kapteinninn okkar á klósettpappírsleysið og því verðum við að muna eftir að láta vita á föstudaginn hvað við getum tekið marga pakka.
Sjáumst í kvöld

mánudagur, mars 07, 2005

Æfing 19:30
Jæja, vonandi áttu allar góðan sunnudag!
Sjáumst brjálaðar á æfingu í kvöld, bara 2 æfingar í næsta leik! ;)


GLEÐILEGAN MÁNUDAG STELPUR ;)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Hvað er framundan?
Svona lítur planið út:
Mið 9. mars Víkingur - Valur kl. 18:00
Lau 12. mars Víkingur - Starnan kl. 14:30
Lau 19. mars FH - Víkingur kl. 14:30
24 - 28 mars Páskar
31. mars Úrslitakeppni kvenna hefst

Við sjáumst svo hressar á æfingu í kvöld.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Hlaupadýrið á afmæli
Já hún Bjarney Sonja okkar á ei afmælisdag í ár, þar sem að hún fæddist 29.febrúar á hinu prýðisgóða hlaupári 1980. En það þýðir ekki að hún fái ekki risa kveðju á Víkingsgirls blogginu ;) Baddý er alla vegna orðin 25 ára og fær hún innilegar hamingjuóskir með daginn! Hún átti víst að fá 1/2 sekúndu knús um miðnætti milli 28.feb og 1.mars frá eiginmanninum... veit nú ekki alveg hvort að hún Baddý hafi sætt sig við það og vonum að hobbý sé ekki mikið slasaður ;)
Baddý er

ára!


Hello, hello

Við Víkingsstúlkur óskum Stjörnustelpum til hamingju með Bikarmeistaratitillinn


Annars var frábært hjá mér og Guðmundu í Boston. Það var nú smá verslaði og Atli aðeins straujaður.

k.v.
Steinunn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?