Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Týnda ástin

Ég, ásamt nokkrum ungum Víkingsstúlkum fórum til Partille Cup þegar við vorum 13 - 14 ára. Þar kynntumst við fullt af strákum en það voru drengir frá Kúveit sem sýndu okkur íslensku stúlkunum sérstaka athygli. Þetta var landslið frá Kúveit og fengu drengirnir meiri forréttindi en önnur lið á mótinu enda flest allir synir olíubaróna.
Þannig að fyrir leikinn á móti Kúveit var ég og Anna Kristín að grínast með það hvort við mundum ekki þekkja einhvern í liðinu. Leikurinn byrjaði og leikmaður nr. 7 var frekar kunnuglegur en þar sem ég er frekar ómannglögg og Anna Kristín ekki mikið skárri var hringt í Maju alvitru. Maja var nú ekki lengi að fatta hver þetta var enda mundi hún líka eftir nafninu (afhverju? I dont know). Þarna var hún, týnda ástin, eftir öll þessi ár. Ég fór víst með honum í göngutúr og hann gaf mér litla gjöf. En vil taka það framm að meira djúsí gerðist ekki enda átti snickers-ís strákurinn hug minn allan þarna á mótinu ;-)

luv

Steinunn

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Harðfiskmálin

Það er fínt ef þið látið viðskiptavini ykkar leggja inn á neðangreindan reikning. Frjáls framlög eru einnig vel þegin ;)

0328-13-800522 kt. 020976-3149

p.s. Leynivinurinn minn lofar góðu, hann ætlar að gefa mér smá kvöldmat í kvöld, rosa sátt. :) Datt allt í einu í hug, spurning hvort við eigum að tilnefna í lokinn besta leynivininn????


mánudagur, janúar 24, 2005

Eftir miklar áskoranir, fjölda tölvupósta og símhringinga hef ég ákveðið að halda áfram sögunni um Láru og boltana. Lesendur eru mjög spenntir að heyra hvernig fór um helgina þegar Lára fékk enn eitt tækifæri til að sýna fram á að hún sé ekki gleymin. Þetta fer að verða efni í góðan sápuóperuþátt...allavega virðast lesendur vilja fylgjast með og því spurning hvort við Víkingsgirls séum á vitlausri hillu með að spila handbolta og ættum að snúa okkur að þáttagerð.

En hérna kemur helgarsagan:
Lára fékk semsagt annað tækifæri til að taka boltana og það gekk mjög vel, reyndar mætti Lára nokkrum mín of seint, liðsfélagar voru byrjaðir að velta upp spurningum líkt og: "ætli lára hafi gleymt boltunum heima?", en svo stökk stelpan inn í klefann og með boltapokann á herðunum. Frábært...allir voða glaðir og ánægðir.
En svo lauk leiknum, því miður með sigri Stjörnustúlkna. Lára þurfti að fara að vesenast í harðfisksmálum, þ.e. láta leikmenn fá harðfisk sem ekki höfðu fengið og var hún Lára því að hlaupa fram og til baka..inn og út úr stjörnuheimilinu.
En svo kallaði hún...sjáumst og fór. Steinunn kapteinn var ekki jafn fljót að fatta hvað hefði gerst , eins og síðast, og því liðu nokkrar mínútur þangað til að það fattaðist boltarnir voru eftir. Um leið og við áttuðum okkur á því var sprett út á bílastæði en Lára var að keyra í burtu og ekki náðist í hana.
Þegar við skimuðum klefann sáum við ýmislegt annað, já haldið ekki að hún hafi gleymt upphitunarbuxunum sínum líka....nb. buxum nr. 2 v/ að hún týndi fyrstu fyrr í vetur.
Við tókum því upp símann og hringdum í Gleymsku-Láru og þetta var fyrsta setningin hennar: "ah...já...æji...ég get ekki hugsað um svona margt í einu".

Svo fór að lokum að undirrituð tók buxurnar hennar og kapteinninn tók boltana.

Það verður gaman að fylgjast með þessu máli hérna á vikingsgirls. Friðrik Þór og Sigurjón Sighvats eru búnir að boða mig á nokkra fundi í dag varðandi málið og vonandi koma þeir með betra tilboð en síðast í þetta frábæra handrit að raunveruleikaþætti/sápuóperu. Þeim leist samt mjög vel á þetta og voru jákvæðir.

To be continued....

PS: EKKI GLEYMA LEYNIVINAVIKUNNI.....HVER ER LEYNIVINURINN ÞINN!!!!!!

föstudagur, janúar 21, 2005

Framhald af Lára og boltarnir
Þá er skoðanakönnuninni lokið og því komið að því að tilkynna úrslitin. Spurt var hvort það eigi að treysta Láru aftur fyrir boltunum?
20 manns tóku þátt í þessari könnun, greinilegt að Lára hefur fengið nokkra vini sína til að taka þátt. En úrslitin eru þessi:
Tvímælalaust fékk 8 atkvæði (40%)
Hún fær einn séns í viðbót fékk 9 atkvæði (45%)
Kemur ekki til greina fékk aðeins 3 atkvæði (15%)

Það er því greinilegt að Láru verður treyst fyrir boltunum í eitt skipti í viðbót. Lýðræðið ræður og er gaman að sjá hversu mikið traust Lára hefur. Ég viðurkenni það fúslega að ég var ein af þessum þrem sem kaus "Kemur ekki til greina" og er það aðallega vegna þess að ég hef þekkt hana Láru í mjög mörg ár. Í kjölfarið af því kom upp sú hugmynd að setja nýjan link hérna á síðuna: Láruhornið. Þar gætu verið sagðar sögur af Láru...t.d. af hverju hún var einu sinni á táslunum/sokkunum í byrjun æfingar... hversu oft hún hefur týnt lyklum ... og fleira skemmtilegt.

Ég lofa að ég er hætt núna að gera grín að Láru...hún átti þetta bara skilið eftir boltahrakfallasögur síðustu viku. En það er gaman að sjá hversu mikið traust hún hefur hjá lesendum Vikingsgirls ... það kemur kannski ekki á óvart þar sem Lára er toppmanneskja.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Dósamál
Dömur vil bara minna á það að við þurfum að klára dósamálin í dag. Pabbi hennar Sigrúnar kemur 17:30 til þess að sækja pokana. Það hafa bæst nokkrir pokar við þannig við þurfum allar að mæta og hjálpast að svo þetta náist fyrir æfingu. Það er því mæting 17:00.
luv gók

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Natasa aldursforseti liðsins átti afmæli í gær. Erna markmaður og vara-aldursforseti gaf henni blóm fyrir hönd liðsmanna Víkingsgirls á æfingu í gær.

Að lokum viljum við Víkingsgirls taka fram að hafin er sala á úrvals harðfisk og seljum við 300 grömm á 1.300 kall... sem er ódýrara en í Bónus, geri menn betur! Það var smökkun eftir æfingu í kvöld, og var niðurstaðan að þetta er besti harðfiskur sem smakkast hefur á landinu í um 20 ár! Þannig endilega leggið inn pöntun, því fyrstir koma fyrstir fá.mánudagur, janúar 17, 2005

Blessaðar stúlkur og takk fyrir síðast
Ég verð að halda áfram að segja Láru sögur...það var semsagt þannig að við vorum á æfingu í Austurberginu á laugardaginn. Óskar spyr: "Hver getur tekið boltana og komið með þá í leikinn á sunnudaginn", þá var aðaldjókið: "Lára tekur þá"... en þá sagði Óskar að við ættum einmitt að láta Láru taka boltana og leyfa henni að sanna sig, þ.e. að hún sýni fram á að hún sé ekki eins gleymin og sögur ganga af henni.
Allt í góðu með það...það var ákveðið að Lára skyldi taka boltana. Svo er æfingin búin, allir fara í sturtu í rólegheitum og Lára tilbúin til að fara heim, kveður og labbar út. Nokkrum sekúndum síðar ákveður Steinunn að kíkja fram á gang og giskið einu sinni.... já, Lára gleymdi boltunum. Steinunn tók á rás..hljóp út á bílastæði og spurði Láru hvort hún væri nokkuð að gleyma einhverju :) og Lára kom og náði í boltana.
Þetta er náttúrulega ekki hægt..hvernig er hægt að gleyma boltunum einu sinni, fá annað tækifæri til að sanna sig og gleyma að taka boltana með í það skiptið. Hún Lára er náttúrulega rosaleg og það er mjög líklegt að henni bíði verðlaun á næstu uppskeruhátíð Vikingsgirls

föstudagur, janúar 14, 2005

FH leikur og dósasöfnun
Við Víkingsgirls stefnum á dósasöfnun nk. mánudag. Söfnunin fer fram niðri í Vík milli 17:00 - 19.00. Þeir sem vilja losna við dósir en í senn styrkja stelpurnar eru hvattir til þess að mæta með poka af dósum. Við getum einnig sótt dósirnar í heimahús ;)

Annars er næsti leikur nk. sunnudag þar sem við mætum fimleikafélaginu. Flautað verður til leiks á slaginu 19:15 og fer leikurinn fram í Kaplakrika. Ekki kemur neitt annað til greina en SIGUR.

Bless í bili

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Halló halló... haldiði að ég sé ekki komin með aðgang að Vikingsgirls, finally ;) Nú verður sko "pikk me up" fyrir Víkingsgirls... ekki seinna vænna!
Þjálfi er líka búinn að fjárfesta í nýjum handboltum fyrir okkur, því hann var ekki sáttur við frammistöðu Láru í gær! Hann ákvað að velja bolta sem ekki einu sinni Lára getur gleymt!! :)
En Lára þú færð samt plús fyrir að setja hraðamet boltasækjara.

Pant fá apann!!


þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ég vil minna á leikinn í kvöld kl. 19:15. Við förum í heimsókn á Hlíðarendann og mætum þar Valsstúlkum. Áfram Víkingur

ps: Eygló, ég er enn og aftur búin að gera "invite" á hotmailið þitt. Tékkaðu á því og vonandi færðu aðgang núna...meiri vitleysan...


þriðjudagur, janúar 04, 2005

Kæru lesendur.

Við Víkingsgirls viljum þakka ykkur fyrir samverustundir á liðnu ári og vonum að farsæld fylgi ykkur í hið nýja.

Annars var ég að velta því fyrir mér hvort það væri ekki kominn tími á útlitsbreytingum á síðunni, svona í takt við nýtt ár. Endilega sendið inn hugmyndir í kommentakerfið. Við viljum vita hvort það eigi að breyta, eða bara láta þetta vera. Sé viðkomandi á þeirri skoðun að breytinga sé þörf, hvers kyns breytingar eru þá lagðar til, o.s.frv.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?