Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 30, 2004

ÁRAMÓTAÆFINGIN ER Í DAG


Staðsetning: Íþróttahús Verzlunarskóla Íslands
Mæting: 17:30-19:00
Búningar verða leyfðir og einnig öl.
Allar verða að koma með sturtuföt (djammföt), engin fær að fara heim í sturtu.
Partý í Víkinni 20:30 þar borðum við pizzu og drekkum eitthvað gott með.
Endalaust fjör.
Hlakka til að sjá ykkur.

Luv
Steinunn

p.s. Þeir sem komast ekki á slaginum 17:30 verða að hringja í mig til þess að komast inn í Verzló.

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðileg jól

Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin og borðað nóg, alla vega gerði ég það ;-)
Næst á dagskrá hjá okkur, fyrir utan æfingu klukkan 19:30 í Réttó, er áramótaæfingin. Það er búið að ákveða að hún verði í íþróttasal Verzlunarskólans klukkan 17:30 fimmtudaginn 30.des. Allar þær sem eitthvað hafa komið nálægt Víking eru velkomnar. Í denn vorum við alltaf í búningum og mætti Guðmunda Ósk í trúðanáttfötunum sínum, sem hún saumaði í Seljaskóla, 10 ár í röð. Er einhver stemming fyrir því að vera í búning núna? Einnig megum við ekki fara niður í Vík fyrr en 21:30 vegna flugeldasölunnar því er spurning hvað við gerum á milli 19:00 - 21:30. Einhverjar hugmyndir?? Endilega commentið á þetta.
luv
Steinunn


fimmtudagur, desember 23, 2004

Víkingsgirls óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár

sunnudagur, desember 19, 2004

Sælar stúlkur

Það er mæting klukkan 17:30 á æfingu, því við þurfum að klára möppurnar. Ef við náum ekki að klára fyrir æfingu þá verðið þið að gera ráð fyrir því að við munum klára eftir æfingu. Einnig þurfið þið að skila jólahappadrættismiðunum á æfingu. Hlakka til að sjá ykkur og slúðra um atburði helgarinnar.

luv
Steinunn

þriðjudagur, desember 14, 2004

Strúna stúdent
Bloggið okkar ber þess merki að það sé mikið að gera hjá víkingsgirls en það hefur ekki verið bloggað í nánast viku, ussss. Alla vegana kjúllarnir og miðlungs-kjúllarnir eru flestir í próflestri og við eldri erum svo rosalega busy í vinnu eða jólaundirbúningi.... Nú hvað varðar framhaldið að þá er hún Strúna okkar að útskrifast sem stúdent nk. föstudag og ætlar að halda teiti í tilefni dagsins. Áramóta-geimið verður fimmtudaginn 30. des, held að það sé með strákunum. Nú ekki má gleyma að minnsta á það að hún Andrea okkar átti afmæli sl. sunnudag. Til hamingju Andrea með árin 15 ;)

Bless í bili
gók

miðvikudagur, desember 08, 2004

Bachelorette er að byrja í kvöld
Þótt ég ætti kannski ekki að vera að segja opinberlega frá þessu, en þá var ég í bachelorklúbbi í fyrra..tja og reyndar í næstum öll skiptin sem Bachelor og Bachelorette hefur verið sýnt hérna á Íslandi. Klúbburinn samanstendur af mjög áhugasömum stúlkum um þennan þátt.
Nú í kvöld byrjar enn ein serían og er það hún Meredith sem er sú heppna eða ekki. Fyrir þá sem ekki vita, þá var hún í þáttinum þar sem keppt var um hylli piparsveinsins Bob (sem er núna að einbeita sér að músik ferlinum sínum og hefur ekki tíma fyrir konuna sem hann valdi...)
Það er ýmislegt nýtt í þessari seríu svo ég uppljóstri einhverju þá mun Meredith hafa 15 rósir í kvöld til að velja þá sem halda áfram en í ljós kemur svo að ein rósin er hvít og hefur hún sérstaka merkingu fyrir þann sem fær hana...spennandi.
Bachelorette byrjar kl. 21:00 í kvöld...þeir sem eru mjög áhugasamir og vilja komast í skemmtilegan klúbb, þá er hverjum sem er velkomið að hringja í mig, viðkomandi mun þurfa að svara nokkrum spurningum t.d. "Hvað hét Bachelorinn í 2. seríu", "Hvert var ættarnafn Andrew" og fleiri skemmtilegum. Ef viðkomandi mun svara spurningunum vel, þá verður hann boðinn velkominn í flottasta bachelor-klúbb (núna -ette) landsins...tja, allavega Reykjavíkur...já eða pottþétt bryggjuhverfisins.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Sælar systur...

...Þá meigið þið loksins fara að borga ;-) Baddý þú kannski býrð til banner til að minna stelpurnar á þetta...

Hér kemur sektó fyrir nóv
Andrea 900
Ásdís 500
Anna K 500
Ásta 500
Baddý 500
Erna 500
Eygló 700
Guðmunda 700
Lára 900
Linda 500
Margrét 500
Nanna 500
Natasja 500
Sigrún 500
Steinunn 700
Ylfa 500 + Skuld frá síðasta mánuðu, þurfum að ræða saman Ylfa
Þórhildur 700

Samtals fyrir nóv 10.100 kr
Leggist inná reikning 0323-13-168979 kt 1304842479. Vextir byrja að reiknast ef greitt er eftir laugardaginn 11.des

föstudagur, desember 03, 2004

Sælar systur

Sökum afar mikils álags hjá inheimtustjóra sektarsjóðs mfl.kvk víkings í próflestri hefur hún ekki en náð að senda út listan fyrir nóv. En hún mun gera það á allra næstu dögum. Þið þurfi ekki að óttast himinhávexti því þið fáið ykkar 5.daga áður en ég set vexti á ykkur ;-)

Hrós dagsins;Fær Barney sonja ofurfélagsmálatröll, fyrir massaflottu bannerana sína.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Frítt inn í kvöld
Víkingur og Stjarnan hafa ákveðið að hafa frítt inn á bikarleikinn í kvöld. Látið þetta berast og fyllum Víkina í kvöld.

KA/Þór hætt við þátttöku
KA/Þór hefur hætt þátttöku í íslandsmótinu. Í tilkynningu sem var send frá kvennaráði handknattleiksdeildar KA kemur m.a. fram að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar mikilla meiðsla sem orðið hafa hjá liðinu. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu munu verða frá um langan tíma vegna meiðsla.

Þetta er auðvitað miður fyrir kvennaboltann þar sem þetta er annað félagið á einu ári sem þarf að hætta þátttöku. Hins vegar kemur fram í tilkynningunni að KA stefni að þátttöku á næsta ári. Þetta þýðir að eftir eru 8 lið í deildinni. Skemmst er frá því að nefna að leikurinn okkar gegn KA/Þór var frestað einmitt vegna mikilla meiðsla hjá norðanmönnum. Hafði félagið tvær vikur til þess að safna kröftum á ný og spilaði m.a. við FH í millitíðinni.....
bæjó,gók

miðvikudagur, desember 01, 2004

Dadara... haldiði ekki bara að Juniorinn sé kominn með aðgang að víkingsgirls - ég er reyndar ekki þekkt sem aktívasti bloggari sem sögur fara af en ætla nú að reyna að rétta mannorð mitt við og standa mig í skriftunum.

En jæja stúlkur.. ég gleymdi að segja ykkur í gær frá þeirri skelfilegust lífsreynslu sem ég á ævinni orðið fyrir (Dósa markó - þú veist hvað ég á við) - slíkur er viðbjóðurinn að ég nánast andast við það eitt að hugsa um atvikið. Þannig er mál með vexti að eitt ágætt kvöld í haust var haldið Víkingspartý hjá mér í Drekkusmáranum (eins og þið kannski munið) og kannski ekkert áhugvert né skelfilegt við það. Þema kvöldsins var flottasta hárskrautið og þar var hún Halldóra, betur þekkt sem Dósa Markó, sem hreppti 1. sætið og fékk í verðlaun klósettbursta, uppþvottahanska og svona apparat til þess að dusta ryk af hinum ýmustu hlutum sem ég kýs að kalla rykafdustunarbursta. Gleði, gleði. Dósa ákvað að verðlaunin skyldu geymd í Drekkusmáranum svo þeim yrði ekki stolið í bænum enda afskaplega verðmæt gjöf. Pokanum með verðlaununum ásamt sjali nokkru og prjónuðu ponsjói henti ég inn í skáp til varðveislu. Síðan þá eru liðnir ca. 2 mánuðir og Halldóra kom aldrei og sótti verðlaunin. En fyrir þremur dögum dundi óskapnaðurinn yfir. Ég var farin að finna dálítið sérkennilega lykt í herberginu mínu og gat með engu móti fundið hvaðan stækjan kom. Þegar lyktin var orðin óþægilega skrítin sagði ég hingað og ekki lengra, spýtti í lófana, gyrti í brók og kannaði alla króka þá króka og kima í herberginu þar sem eitthvað gæti leynst. OG VITI MENN.. þegar ég opnaði skápinn kom verðlaunapokinn næstum því hlaupandi á móti mér. Það var sem sagt eitthvað matarkyns í pokanum (gat með engu móti séð hvað það var því það var svo illa farið af myglu) og hafði fengið líka þennan fína tíma í friði til þess að mygla og rotna. Súr Vökvamassinn hafði lekið út um allt og verðlaunin og sjölin lyktuðu eins og ......... Jii ég kúgast við að hugsa um þetta.. Já ég legg ekki meira á ykkur - en ég mun ekki verða sama manneskja eftir þennan atburð og á líklegast aldrei eftir að jafna mig til fulls. VIÐ ERUM AÐ TALA UM VIÐBJÓÐ... og þið sem eigið þessi sjöl - þið megið koma og sækja þau en myglan er föst í þeim... en kosturinn er þó að þið þyrftuð ekki að halda á þeim út í bíl - þau gætu gengið sjálf... JAKK..

Jæja best að halda áfram að lesa undir hið stórskemmtilega próf í uppeldisvísindum. Reyndar á ég alveg að fara yfir um því ég var að lesa um einhvern uppeldisfræðing sem heitir Bobbit.. þannig núna er ég með "bobit, spinit, swing it! á heilanum. (sbr. leiktækið hennar Andreu)

Nóg í bili..
hafið það gott

Helga


Algerlega Sálin segir Guðmunda Ósk
Hinn helmingurinn í örvhenta settinu okkar er í viðtali á www.vikingur.is. Ég vil hvetja alla til að skoða þetta viðtal en það má nálgast hér.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?