Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Óska eftir myndum
Þá er ég búin að setja linkinn á myndirnar frá Kvennakvöldinu hérna vinstra megin á síðuna.
Í leiðinni vil ég óska eftir fleiri myndum, ég veit um nokkrar myndavélar sem voru í gangi t.d. í óvissuferðinni og væri gaman að fá þær hingað inn.

Svo vona ég að allir séu búnir að kaupa súkkulaðidagatöl, það er algjörlega ómissandi í desember. 1. des er á morgun.....

mánudagur, nóvember 29, 2004

Sagan heldur áfram
já, þá er ég að tala um söguna um ekkert. Það er svona þegar það eru engir leikir, þá detta skrifin niður. En við erum semsagt bara búnar að vera að æfa og æfa og taka æfingarleiki. Margir leikmenn eru að byrja í prófum en aðrir eiga loksins jól (a.k.a. undirrituð). Já, eftir 23 ár í jólavinnu og jólaprófum þá loksins núna skil ég af hverju allir eru að hlakka svona mikið til jólanna. Þetta er bara ansi gaman, ég sem blótaði því alltaf að það væri búið að skreyta í Kringlunni í nóvember og að allir væru farnir að huga að jólagjöfum og bakstri...en núna aftur á móti fagna ég komu jólanna og var sjálf byrjuð um miðjan nóvember að skipuleggja allt.
Ég fékk reyndar allstóran skammt af jólunum um helgina þar sem ég fór í jólahlaðborð í vinnunni...úff, eins gott að taka extra á því í vikunni. Maður fór bara nokkrar ferðir ;) jólamaturinn er einmitt sá hluti jólanna sem manni hlakkar sem mest til...get ekki hugsað mér betri mat.

En nóg um mig...það sem er framundan hjá okkur stelpunum er BIKAR leikur á fimmtudaginn við Stjörnuna í Víkinni. Nú þurfa víkingar nær og fjær að fjölmenna og hvetja liðið áfram.

Sjáumst á æfingu í kvöld...

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Húsmæður fæðast

Mér fannst tilvalið - svona í því andrými sem myndast hefur undanfarið vegna takmarkaðra frétta af Víkingsstúlkum - að deila því með ykkur hvernig við Bjarney Sonja eyddum gærkvöldinu.

Þetta hófst allt klukkan hálffimm þegar undirrituð náði í Baddý í vinnuna. Þaðan lá leiðin í Blómaval þar sem markmiðið var að kaupa hráefni í krans, aðventukrans. Fyrir valinu varð vafinn krans (þeim sem skilja þetta ekki vil ég benda ráðleggja að vera ekkert að lesa neitt lengra). Síðan keyptum við alls kyns skrautmuni og má segja að þemað hafi verið eldur og ís ... og fuglar.

Nú, þaðan lá leiðin í 11-11 (reyndar með smá viðkomu í Epal þar sem ónefndur aðili fjárfesti í forláta marimekko veski). Í kjörbúðinni versluðum við stöllurnar inn það sem til þurfti í eina smákökuuppskrift.

Bjarney fór síðan á æfingu í Víkinni, hvar undirrituð nældi í stúlkuna að æfingu lokinni og fórum við samferða í Naustabryggjuna. Jólalögin voru sett á fóninn og svo hentum við í eina uppskrift (kurltoppar, mmmmm). Kransagerðin tók við af bökuninni og tókst svona líka ljómandi vel og má segja að ýmsar nýjungar hafi litið dagsins ljós.

Afrakstur kvöldsins var ekki dónalegur og verðu að segjast að það var lúin, en hamingjusöm, stúlka (kelling?) sem hélt heim á leið rétt undir miðnætti.


Ps. Hafi fólk áhuga á því að sjá myndir af krönsunum ellega bragða smákökurnar má hafa samband við okkur Baddýju og mögulega semja um slíkt.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Allt að gerast...eða ekki..
Það má með sanni segja að það sé ekkert að gerast hjá okkur vikingsgirls þessa dagana. Allavega ekki hérna á blogginu en auðvitað nóg í gangi á æfingum...
Helgin var mjög viðburðarrík, við spiluðum fyrst æfingarleik við Haukana á föstudaginn og svo var það æfingarleikur við Landsliðið á laugardagsmorgninum kl. 9:00, ég endurtek kl. 9:00. Manni finnst þessir tímar varla vera manneskjulegir fyrir æfingu ... hvað þá æfingarleik. Já, maður var bara byrjaður að hita upp kl. 8:45 og leikurinn svo hafinn rúmlega 9. Ekki nóg með að maður var vaknaður fyrir allar aldir á laugardagsmorgni en þá vorum maður drifinn í fjáröflun. Við vorum semsagt að frá 11:00-18:00 -> geri aðrir betur. Þetta var svaka fjör og vildi ég óska þess að við hefðum við með vídjó kameru á staðnum. Þegar færibandið var komið á 100% ról þá var gaman að fylgjast með töktum og köllum leikmanna. Hver kannast ekki við setningar eins og "neyðarástand, vantar ís" eða "græni er að verða búinn" eða "essó og 66 vantar". Gatararnir (eða heftararnir eins og þeir voru oft kallaðir) voru sveittir og hlaupandi á milli kalla og stundum var bara rifið kjaft við mann..."bíddu róleg" "þetta er að koma..." hehehe
Það eiga allir risa klapp á bakið skilið.....og ég eiginlega hlakka til að eyða með ykkur öðrum laugardegi í fjáröflun...tja, eða ekki :)
En þetta var samt gaman, sérstaklega ánægð með sektarsjóðinn, hann kom sterkur inn og bauð upp á pizzu og kók :)

En sjáumst á æfingu í kvöld...hressar og kátar að vanda

ps: þetta var svona týpiskt blogg um ekki neitt....vitna aftur í fyrirsögnina: Allt að gerast..eða ekki

föstudagur, nóvember 19, 2004

Kvennalandsliðið valið
Þá er Stebbi búinn að velja kvennalandsliðið sem tekur þátt í undankeppni HM sem fer fram í Póllandi 23. - 28. nóvember.
Stelpurnar leika í riðli með Tyrklandi, Litháen, Slóvakíu, Póllandi og Makedóníu.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Markmenn: Helga Torfa og Sóley (Gróttu/KR)
Útileikmenn:
Dagný
Kristín Clausen
Hanna Stefáns
Ásdís
Hrabba
Drífa
Guðrún Drífa
Kristín G.
Ágústa Edda
Ragnhildur
Gunnur
Jóna Margrét
Anna Úrsula
Eva Hlöðvers

Áfram Ísland og gangi ykkur vel úti.


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Heildsala í dag eftir æfingu
Sælar stúlkur, ég vildi bara minna ykkur á heildsöluna sem hún Erna Tyson er búin að bjóða okkur á eftir æfingu í kvöld. Heildsalan er í hafnarfirði og förum við kl. 20:00. Ég ætla allavega að mæta :)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Eftir svona glæsilega umfjöllun hjá henni Evu Halldórs, þá er kjörið að sýna myndir frá þessu frábæra kvennakvöldi sem haldið var síðustu helgi. Guðmunda er myndasmiðurinn að þessu sinni og vil ég þakka henni fyrir góð störf :)
Í leiðinni óska ég eftir myndum úr óvissuferðinni...eða eru þær kannski farnar í ruslatunnuna :)

Smellið hér til að skoða myndirnar

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Kvennakvöld Víkings: Ég dansa til að gleyma...

Síðastliðið laugardagskvöld var hið árlega kvennakvöld Víkings haldið í Víkinni okkar góðu. Kvöld þetta er fyrst og fremst vettvangur okkar Víkingskvenna til þess að fagna þeirri dásamlegu staðreynd að við erum konur, og auðvitað um leið að við erum í Víking.

Kvöldið hófst með dísætum og bragðgóðum fordrykk sem var í skemmtilega rauðum tón og harmoneraði þar með vel við gluggatjöldin í salnum. Plús í kladdann þar. Þegar allir höfðu komið sér haganlega fyrir í sætum sínum tók veislustjóri kvöldsins, engin önnur en Anna Guðrún Steinsen, öll völd og kynnti það sem í vændum var. Er hún hafði flutt okkur sinn fyrsta pistil var fólk boðið velkomið á Barinn þar sem hinn síkáti Daði og stúlkurnar hans tóku á mótu okkur fagnandi. Í kjölfarið var svo borinn fram aðalrétturinn - lostætur kjúklingur í kókossósu, salat, hrísgrjón og brauð. Maturinn rann ljúflega í mannskapinn og ekki skemmdu svo smástykkin hennar Ingu Hrannar fyrir, en þau voru alveg dásamlega sæt og góð.

Heiðursgestur kvöldsins, hún Lára eða "amma" eins og við stelpurnar í meistarflokki köllum hana, var svo heiðruð fyrir gott starf í þágu félagsins og af því tilefni sagði hún okkur nokkrar skemmtisögur af ferðalögum Víkingskvenna hér á árum áður sem voru flest æði skrautleg og stórskemmtileg.

Meistaraflokkur kvenna, undir forystu Bjarneyjar Sonju, var svo með skemmtiatriði. Um var að ræða stutt myndbrot af farsælum ferli Víkingskvenna á handboltavellinum, með þær sem að kvennakvöldinu stóðu í fararbroddi. Vakti myndband þetta talsverða lukku, gæsahúð og hlátur - og þar með var takmarkinu náð.

Ræðumaður kvöldsins var Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Birna Anna er einmitt að gefa út bók nú um jólin, Klisjukenndir, og eftir að hafa ávarpað samkomuna las hún brot úr bókinni sinni. Það má með sanni segja að Birna Anna hafi slegið í gegn þetta kvöld og kunnum við henni bestu þakkir fyrir komuna.

Að venju var boðið til happdrættis. Vinningarnir voru ekki af verri endanum; íþróttatöskur, gjafakörfur með alls kyns smyrslum, bolir, húfur, gjafabréf á stafgöngunámskeið, upptakari, utanlandsferð og síðast en ekki síst litun og plokkun. Utanlandsferðina fékk hún Lára okkar heiðursgestur og vakti það mikla lukku meðal viðstaddra að "amma" fengi þann vinning, enda vel að honum komin. Við verðum bara að vona að hún missi þó ekki af leik vegna ferðarinnar.

Nú að lokum var svo boðið upp á hópdans þar sem Jóna Hildur fór hreinlega hamförum á sviðinu og þá skipti engu máli hvort boðið var í rússneskan skottís eða diskósyrpu. Greinilegt að ekki verður svo auðveldlega komið að tómum kofanum hjá henni Jónu og erum við Víkingskonur öllu fótafimari og hressari eftir þessa frábæru danskennslu.

Eftir þetta var venjulegri dagskrá lokið og við tók DJ Þórir sem spilaði fyrir dansi, hvert lagið öðru skemmtilegra og hver Víkingsdaman annarri hressari. Samkomunni lauk síðan ekki fyrr en um klukkan 2.30 þegar síðustu gestir yfirgáfu staðinn.

Við viljum koma á framfæri okkar bestu þökkum til "B-liðsins" sem átti veg og vanda að þessari stórkostlegu samkomu. Eiga þær klapp á bakið skilið fyrir snilldarveislu sem leystist upp í æðisgengið danspartý. Anna Guðrún stóð sig með miklum ágætum í hlutverki veislustjóra og eins og fyrr sagði fór Birna Anna á kostum í púltinu. DJ Þórir, Daði Diskó og dömurnar á barnum eiga líka heiður og þakkir skildar fyrir frábært kvöld.

Takk fyrir okkur.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Í aðdraganda kvennakvöldsins tókum við Víkingsdömur á móti Framstúlkum í Víkina okkar í gærdag. Með í för Safamýrakvenna var að sjálfsögðu þjálfari þeirra Andrés, sem er okkur Víkingum að góðu kunnur, en hann var fyrirrennari Óskars í starfi þjálfara meistaraflokks kvenna. Fyrir leikinn voru liðin bæði við fót töflunnar og stefndu auðvitað á sigur til þess að klifra hana upp á við. Fyrsta viðureign liðanna á mótinu fór fram í Safamýrinni fyrr í haust og endaði sá leikur með sigri okkar Víkingskvenna.

Leikurinn í gær hófst kl. 16.15 og voru nokkuð margir áhorfendur mættir í Víkina til að styðja sína menn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Fyrri 30 mínútur leiksins einkenndust þó frekar af mistökum leikmanna heldur en glæsilegum tilþrifum þeirra og tæknifeilar voru fleiri en þjálfarar liðanna kæra sig um. Varnir liðanna voru ennfremur ekki til stórræðanna og því áttu liðin nokkuð greiða leið að marki andstæðinganna, það er að segja ef leikmenn höfðu ekki þegar kastað boltanum í hendur mótherja eða hreinlega út af vellinum.

Lítið bar svosem til tíðinda í þessum fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 11-11.

Í síðari hálfleik náðum við Víkingsgirls nokkuð góðum spretti og settum nokkur mörk í röð. Framarar voru þó ekki af baki dottnir og tókst með mikilli seiglu að jafna leikinn á nýjan leik þegar um fimmtán mínútur voru eftir. Eftir það settu Víkingar þó aftur í 5. gír og stungu af á lokamínútunum. Niðurstaðan varð sigur heimasætanna og tvö góð stig í sarpinn. Lokastaða 29-22.

Framsúlkur þóttu ekki líklegar til afreka í mótsbyrjun en hafa sýnt það og sannað að mikið býr í liðinu með því að hala inn stig og standa í stærri liðunum. Liðið er skipað ungum og afar efnilegum stelpum sem eiga bjarta framtíð í vændum verði rétt haldið á spilunum.

Okkar stúlkur gerðu nóg til að innbyrða sigur í gær, en engu að síður er skýrsluhöfundu, og flestir aðrir fylgismenn liðsins, sannfærðir um að mun meira býr í liðinu. Í sókninni bar mest á Guðmundu og Natösju, auk þess sem Helga Birna átti góða spretti. Varnarleikurinn fór batnandi þegar leið á leikinn og var orðinn nokkuð góður síðustu 15 mínútur leiksins, með þær Steinunni Þorsteins og Helgu jr. fremstar meðal jafningja.

Maður leiksins: Helga jr. Barðist vel allan leikinn og hætti aldrei. Hún skoraði nokkur mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum í lok leiksins og lagði þar þung lóð á vogarskálarnar í átt til Víkingssigurs.fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Dagskrá kvennakvölds Víkings - 13. nóv

Tillaga: ég var að spá í að bjóða ykkur í for-fordrykk á barnum hjá mér. Múttur og aðrar eru að sjálfsögðu velkomnar með ykkur og svo förum við samferða niður í Vík kl. 19:30. Jafnvel frumsýning á skemmtiatriði...jafnvel, ekki víst samt. Endilega látið mig vita hvernig þetta leggst í ykkur?

Fordrykkur kl. 19:30
Eðal fordrykkur mun bíða eftir þér við hurðina....

Ræðukona kvöldsins:
Birna Anna Björnsdóttir, ein af þremur höfundum bókarinnar DÍS, ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni. Birna Anna er að gefa út bók fyrir þessi jól sem heitir Klisjukenndir, hún hefur einnig til langs tíma skrifað frábæra pistla um lifið og tilveruna í blað allra landsmanna, Morgunblaðið.

Matarkyns
Víkings – kjúklingaréttur að hætti Matta Kokks verður á borðstólnum.

Dj Þórir heldur uppi stuðinu, engin kella verður svikin um stuð þetta kvöld.

Veislustjóri
Anna Guðrún Steinsen, hin eina sanna.

Heiðurskona kvöldins
Er engin önnur en Lára Herbjörnsdóttir sem hefur eflaust verið viðstödd fleiri Víkingsleiki en margur annar.

Skemmtiatriði Sögur herma að Víkingsdömur séu að sjóða til skemmtiatriði sem verður víst óborganlegt.

Heppnar Víkingskonur!
Þú ferð ekki tómhent frá Víkinni þetta kvöld því fullt af happadrættisvinningum bíða eftir að komast heim til þín.

Jæja stúlkur

En og aftur tuða ég um sektarsjóðinn;-) Held að ég muni ekki taka að mér inheimtu í þenna sjóð næsta vetur, þar sem ég tel að maður afli sér ekki mikilla vinsælda með þessu starfi ;-) En ég hef breidd bak og mun þrauka veturinn....

Svarti listinn 11.nóv 2004 kl 9,25
Andrea 700 + 600 = 1300
Linda Blinda 840 + 600 = 1440
Ylfa840 + 600 = 1440

Leggist inná reikning 0323-13-168979t 1304842479


mánudagur, nóvember 08, 2004

Svarti listinn

Jæja hann hefur lítið breyst frá í gær.

Sektarsjóðsskuldalisti 8.nóv 2004 kl:12,15 PM
Andrea 700 + 300 = 1000
Anna Kristín 840 + 300 = 1140
Erna tyson 1040 +300 = 1340
Linda Blinda 840 + 300 = 1140
Helga Junior 840 + 300 = 1140
Ylfa 840 + 300 = 1140

Leggist inná reikning 0323-13-168979 - 1304842479

Sælar stúlkur

Það er stuttur fundur eftir æfingu í dag, c.a. 10 mínútur í stiganum.

k.v.
Steinunn

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Kvennakvöld Víkings

Nú fer óðum að styttast í kvennakvöldið og því þarf ég að fara að fá endarlegar tölur um mætingu. Flestar hafa staðfest komu sína en enn eru nokkrar ekki vissar með gesti. Nefndin bað mig um að koma því á framfæri að það kæmi sér vel ef allir myndu greiða miðann í vikunni. Reikningsnúmerið er: 120-05-78897, kt. 171072-5819. Miðapöntun er staðfest um leið og miðinn er borgaður.
see´ya

Sælar stúlkur

Jæja það eru víst nokkrar sem komust á svarta listina í sektarsjóðnun þennan mánuðu. Og eru því komnar með 200.kr í vexti ef þið greiðið í dag, en 300.kr og ef þið greiðið á morgunn svo þarf nú engan stórkostlegan stærðfræðing til að finna út að ef þið greiðið á þriðjudag þá eru vextirnir orðnir 400.kr .
En svarti listin er eftirfarandi 7.nóv kl:17,12
Andrea 700 + 200 = 900
Anna Kristín 840 + 200 = 1040
Erna tyson 1040 +200 = 1240
Linda Blinda 840 + 200 = 1040
Helga Junior 840 + 200 = 1040
Ylfa 840 + 200 = 1040

Getið lagt inná 0323-13-168979 kt 1304842479

Luv Strúna sekt :-)

laugardagur, nóvember 06, 2004

Í dag stóð til að Víkingskrúið brygði undir sig betri fætinum og héldi sem leið liggur til Akureyrar. Þar var meiningin að etja kappi við lið heimamanna þar nyðra, nefninlega KA/Þór, auk þess sem stefnan var sett á að taka hús á henni Steinunni okkar Bjarnarson sem hefur dvalið langdvölum þar nyðra.

Nú, það sem aftur gerðist svo var að ofangreindum kappleik var frestað. Skilst undirritaðri að þar hafi komið til meiðsli í herbúðum KA/Þórs stúlkna, en sögur fara af því að 4 leikmenn liðsins hafi slitið krossbönd. En niðurstaðan varð sú (að sögn heimildarmanna pistlahöfundar) að fresta leiknum ótímabundið. Frá frú Bjarnarson hefur hins vegar ekkert heyrst og er hérmeð mælst til þess að hún setji kræsingarnar bara í frysti þangað til næst ...

En þar sem fyrstu umferð er þar með lokið (frá bæjardyrum okkar Víkinga - held ég alveg örugglega, er það ekki???) er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg.

Við Víkingsstelpur höfum svosem ekki sótt gull í greipar andstæðinga okkkar í vetur og er það miður. Leiki gegn Haukum, Val, FH, ÍBV og GróttuKR hafa allir tapast, en gegn Fram og núsíðast Stjörnustúlkum tókst okkur að innbyrða sigur. Fjögur stig er því uppskeran og má telja hana frekar rýra, sérstaklega þegar litið er til þess að í tveimur þessara leikja, gegn FH og gegn GróttuKR, fór lítið fyrir sparihliðum liðsins.

ÍBV stúlkur hafa verið sterkar í vetur, en eiga enn eftir að ná saman sem lið að ég held, enda margir nýjir leikmenn og enn að bætast við leikmannahópinn hjá þeim. Ætli þær komi ekki sterkar upp í lok móts, eins og þeirra er von og vísa. Það ætti að minnsta kosti enginn að afskrifa Eyjapæjurnar margverðlaunuðu.

Haukastelpur hafa jafnframt verið öflugar og með tilkomu fyrirliðans Hörpu Melsteð ættu þær að styrkjast ennfrekar. Þær fengu mikinn liðsstyrk þegar Helga Torfadóttir og Hanna Stefánsdóttir komu frá Danmörku og þarna er á ferðinni lið sem ætti að getað náð langt.

Garðbæingar hafa ekki náð nægilegum stöðugleika enn sem komið er. Til marks um það má nefna að þær gjörsamlega yfirspiluðu Íslandsmeistara Eyjamanna í einum leiknum og sigruðu með tíu marka mun, en sáu síðan ekki til sólar í næstu umferð þegar þær komu í heimsókn í Víkina. Þarna er hins vegar á ferðinni gott lið sem ætti að ná langt í vetur og miklar kröfur eru gerðar til þess enda mikið verið fjárfest í Garðabænum fyrir komandi vetur.

Valsarar urðu fyrir mikilli blóðtöku þegar þær misstu Drífu Skúladóttur í sumar. Auk þess munu þær eflaust sakna fyrirliða síns, Sigurlaugar Rúnarsdóttur, sem farin er í barnseignarfrí. Valsliðið er ágætlega skipað og ættu að geta velgt toppliðunum undir uggum.

FH-ingar hafa staðið sig ágætlega í vetur og sitja sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Ég hef því miður ekki mikið séð til þeirra í vetur og læt staðar numið hér.

GróttuKR hef ég líka lítið séð spila, en þær eru með ungt og efnilegt lið og eiga eftir að nappa nokkrum stigum í vetur.

Fram er einnig með virkilega ungt lið og þeim hefur ekki gengið vel að sækja stig í leikjum vetrarins. Hef lítið séð til liðsins og mun því ekki tjá mig frekar.

KA/Þór skilst mér að sé í miklum meiðslum. Þær eru stigalausar þegar þetta er ritað, en eins og með Framliðið og FH-inga þá hef ég lítið séð til liðsins.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Áfram BBB
Rosa flott auglýsing fyrir kvennakvöldið... hmmm ætli Baddý banner, eigandi the Bar, standi fyrir þessu.... Alla vegana þá styttist óðum í kvennakvöld Víkings en eins og kunnugt er fer teitið mikla fram 13. nóv. nk. Uss hvað það verður gaman. Skipuleggjendur kvöldsins eru að vinna í því fá einhverja sæta stráka á barinn.... kannski selst þá meira. Eins opnast ýmsir möguleikar fyrir þær sem eru á lausu ;).
Nú hvað snýr að skemmtiatriðum að þá hafa nokkrar víkingsstúlkur komið til mín og óskað eftir því að vera með atriði. Steinunn fyrirliði hefur t.a.m. óskað eftir því að vera með söngatriði og syngja don´t cry for me Argentina. Ylfa vill ólm taka dansatriði, eitthvað jassballet thing og svo hefur Helga JR. farið fram á að flytja ljóðalestur. Nefndin á eftir að funda um þetta mál en ef ekkert annað býðst þá.... Hvað snýr að þátttöku að þá ætlar Erna Tyson að taka hvorki fleiri né færri en 8-10 gesti með sér á kvöldið. Go girl!
bæjó, gók


Sælar stúlkur

Var að senda ykkur sektarsjóðinn ;-), kommentið ef þið hafið ekki fengið póstinn og setið þá rétt e-mail.

Luv Strúna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?