Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 30, 2004

Óformlegur leikskýrsluhöfundur þessarar síðu verður að viðurkenna að hann hefur ekki staðið sig í stykkinu það sem af er tímabils. Koma þar nokkrar ástæður til og má nefna þær helstar að mikið hefur verið að gera hjá þessum sérlega skýrsluhöfundi í ljósi námsloka og fleira í þeim dúr. "Jara jara" kann fólk að hugsa, "bara afsakanir, afsakanir". Það kann vel að vera að afsakanir skýrsluhöfundarins títtnefnda séu ekki upp á marga fiska en það breytir ekki þeirri staðreynd að skýrslur vetrarins hafa ekki litið dagsins ljós hingað til og lítið við því að gera nú. Eða eins og þeir segja í Ameríku "let bygones be bygones" eða eitthvað á þá leið.

Önnur afsökun sem þessi margumræddi skýrsluhöfundur vill nota til að bera blak af ásökunum um leti er sú að það er bara ekkert gaman að skrifa leiksksýrslur ef maður tapar - svo einfalt er það. Hér kunna margir að halda því fram að svona opinber og vinsæl síða sem Vikingsgirls er beri þá samfélagslegu ábyrgð að færa fólki fréttir - sama hvort þessar fréttir eru góðar ellegar slæmar. Þessu er ég bara ekki sammála. Vissulega er Vikingsgirls fræg og vinsæl síða en ef fólk vill lesa um leiki sem leikskýrslumeistara Vikingsgirls finnast leiðinlegir eða þar sem úrslitin hafa ekki orðið á þann veg sem höfundurinn telur ákjósanleg, þá verður fólk bara að bíta í það súra epli að lesa um þá leiki annars staðar.

Og þá er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir frá því að hafa lesið fyrirsögn þessa pistils - umfjöllun um leik Víkingsstúlkna og Stjörnukvenna.

Leikurinn hófst klukkan 13.00 að staðartíma og var svo sýndur "beint á ská" í sjónvarpinu, en útsending þar hófst ekki fyrr en klukkan 14.00. Fyrir leik bjuggust nú flestir við því að Stjarnan myndi leggja hinar huguðu Víkingsstelpur að velli, enda hafa okkar dömur ekki verið að sýna andstæðingunum hvar Davíð keypti ölið í þeim leikjum sem nú þegar hafa verið spilaðir, en uppskeran hingað til eru ekki nema tvö stig. Að auki gaf það þeirri skoðun að Stjarnan færi nú sennilega með auðveldan sigur af hólmi byr undir báða vængi að Víkingsdömur áttu virkilega dapran dag gegn GróttuKR á fimmtudaginn auk þess sem sjö marka forskot glataðist gegn FH fyrir ekki svo löngu síðan.

En svo við snúum okkur beint að leiknum sjálfum þá var hann nokkuð sögulegur í því ljósi að Kristín Guðmundsdóttir, sem spilaði með okkur Víkingum hér á árum áður, lék nú í fyrsta sinn gegn sínum gömlu félögum í "alvöru" leik, en hún klæðist nú hinum bláa lit þeirra Garðbæinga.

Leikurinn hófst með látum og varnir liðanna voru þeirra aðalsmerki. Mikið var um pústra, án þess að leikurinn hefði nokkurn tímann farið á það stig að teljast grófur. Stjarnan náði snemma leiks þriggja marka forskoti, 4-7, en með góðum leikkafla unnu heimasætur það forskotu upp - skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-7 sér í vil. Í hálfleik var staðan svo 11-9 okkur Víkingsstúlkum í hag og liðið virtist loksins vera að smella í gang.

Síðari hálfleikur hófst með þeim hætti að lið heimamanna bætti stanslaust við sig á meðan gestirnir virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara. Firnasterk vörn og hröð upphlaup Víkingskvenna virtust koma Stjörnudömum á óvart og áttu þær einfaldlega ekki svar við sterkum leik okkar manna. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður misstum við reyndar okkar allra besta mann af velli með rautt spjald, en þá fékk Guðmunda sína þriðju brottvísun í leiknum og þurfti því að fylgjast með síðustu mínútunum úr stúkunni. Þetta virtist þó ekki há okkar stúlkum og í stað þess að gefast upp héldu leikmenn haus, með okkar allra besta mann, Steinunni fyrirliða, í broddi fylkingar. Vegna brottvísunarinnar og breyttrar varnaraðferðar Stjörnustúlkna þurfti Óskar þjálfari að bregðast við í sóknarleiknum og gekk það allt saman upp, enda tóku okkar allrabestu menn, þær Ásta, Margrét og Natasja, málin í sínar hendur og settu hvert markið á fætur öðru.

Leikar fóru að lokum 25-18 og sjö marka sigur í höfn, eftir að við höfðum mest haft 8 marka forystu í síðari hálfleik.

Í liði okkar Víkingskvenna er erfitt að taka einn ákveðinn leikmann út. Vörnin átti alveg hreint þrusudag og gerði þannig Ernu markmanni lífið oft auðvelt, en hún átti virkilega góðan leik í dag. Miðvarðarparið okkar, þær Steinunn og Helga jr., áttu einnig alveg frábæran leik og leiddu með fordæmi þegar þær brutu hverja sókn gestanna á fætur annarri á bak aftur.

Í sóknarleiknum kvað mest á þeim Guðmundu og Natösju framan af, en undir styrkri stjórn Helgu Birnu gekk sóknarleikurinn nokkuð vel og efldist eftir því sem leið á leikinn. Undir lokin voru Margrét, Natasja og Ásta svo kyndilberar liðsins í sókninni og kláruðu sín færi með sóma. Varamennirnir sem komu inn á áttu einnig sinn þátt í velgengni liðsins í dag og það er merki um styrkleika liðs þegar þjálfarinn getur leyft sér að skipta mönnum inn á völlinn án þess að slíkt rugli taktinum í leik liðsins.

Stjarnan hefur byrjað bærilega í haust, enda á ferðinni hörkulið. Eins og sást í leik þeirra gegn Íslandsmeisturum Eyjamanna býr mikið í liðinu og það er ljóst að sennilega mun ekkert lið í vetur leika eftir það afrek þeirra að sigra ÍBV með 10 mörkum. Í dag náði liðið sér hins vegar engan veginn á strik. Vörnin var að vísu ágæt á köflum og þá sérstaklega í byrjun en í sókninni var lítið sem ekkert að gerast og ljóst að þar söknuðu þær þeirra leikmanna sem eru á meiðslalista liðsins.

En engu að síður frábær sigur hjá okkar mönnum í dag og vonandi er þetta upphafið að góðu gengi liðsins það sem eftir lifir vetrar.

Lifi Víkingur!

Maður leiksins: Steinunn Þorsteinsdóttir. Steinunn, fyrirliði okkar Víkinga, átti alveg hreint stjörnuleik í dag. Í fyrsta lagi batt hún vörnina saman auk þess sem hún varði þar hvert skotið á fætur öðru. Í öðru lagi átti hún svo frábæran dag í sókninni og nýtti sér vel þær glufur sem mynduðust í vörn gestanna. Svo sannarlega ein af hennar betri framistöðum fyrr og síðar.

fimmtudagur, október 28, 2004

Hæ, hó, hæ, hó það eru að koma jól........

Á morgun eftir æfingu ætla ég að boða til fundar. Það eru nokkur málefni sem við þurfum að ræða og ég held að það verði bara fínt að fara í það á morgun. Hvernig hentar það??

k.v.
Steinunn

þriðjudagur, október 26, 2004

Reminders
Ég vildi bara minna ykkur á mætinguna í dag. Það er semsagt mæting kl. 17:30.

Minni ykkur svo líka á leikinn á morgun hjá Óskari. Leikurinn byrjar kl. 18:30 og er í Haukahúsinu að Ásvöllum.

Svo ætla ég að minna stuðningsmenn á leikinn á fimmtudaginn á móti Gróttu/KR. Hann er kl. 19:15 í Víkinni.
Og svo verður vikunni lokið með stórleik á móti Stjörnunni. Liekurinn verður líka í Víkinni og verður einnig sýndur á Rúv.

Já, það er sko nóg að gerast hjá okkur..,

mánudagur, október 25, 2004

Takk fyrir síðast....
þetta var svo mikið stuð að nú er maður kominn með nóg til áramóta. Ég vil þakka óvissuferðanefndinni fyrir frábæra óvissuferð: Reynir, Brjánsi, Gunni, Sigrún, Erna og Linda. Þetta var algjört æði og það hefur seint verið hlegið jafn mikið :)

Vonandi koma myndir bráðum inn á vefinn...allir sem voru með myndavélar, sendið endilega póst á mig og ég set þær inn.

En annars sjáumst við bara á æfingu í kvöld kl. 19:30.
kveðja
Baddý #9

föstudagur, október 22, 2004

Þvílíkur spenningur...
Jæja stelpur þá er að koma að óvissuferðinni. Þetta verður örugglega rosaleg ferð. Svo viljum við hvetja alla aðra til að koma á Víkingsballið í Víkinni um kvöldið. Paparnir eru að spila og það verður þvílíkt stuð þar. En svo vildi ég líka minna ykkur á að taka með ykkur útiskó og útiföt á laugardagsæfinguna....

Annars bara....gleðilegan föstudag
Baddý #9

fimmtudagur, október 21, 2004

Sælar systur

Ætlaði bara minna ykkur á koma með pening í kvöldmiðvikudagur, október 20, 2004

Sælar stúlkur

Það hafa nokkrar verið í vafa um hvort það væri skyldumæting á æfingu í kvöld en það er skyldumæting kl:19:30, þó annað standi á plani.

k.v.
Steinunn

Sælar systur

Alla malla ég þarf að fara skoða bloggið oftar, sá ekki fyrr en eftir æfingu í gær pælingarna um pizzakvöld. En ég er annars alltaf til í gúff ;-)

En langaði bara að minna ykkur á að lesa fréttablaðið í dag, þó aðalega blaðsíðu 28. En þar er viðtal við markverjuna okkar Ernu tyson.

En í sambandi við óvissuferðina. Þær sem ekki voru á æfingu í gær og vantar að fá upplýsingar um þetta, látið mig vita og ég sendi ykkur hópaskiptingu og upplýsingar.

Svo bara allar að muna eftir pening í kvöld ;-)

þriðjudagur, október 19, 2004

Hello
Jæja stúlkur þið eru ekki búnar að vera nógu duglegar að borga klósettpappírinn og það eru ennþá nokkrar sem hafa ekki einu sinni náð í sinn skammt. Þær sem eru búnar að borga eru Nanna (ekki allt), Þórhildur, Helga Birna og ég. Þið fáið ekki að fara í óvissuferðina nema þið séuð búnar að borga ;-)
Öllu gríni sleppt þá þurfið þið að fara rukka fyrir pappírinn svo við getum borgað reikninginn.

Annars var ég að speklúra hvort það væri einhver stemmari að panta pizzu eftir æfingu í kvöld og horfa á leikinn heima hjá mér??

k.v.
Steinunn

Sælar stúlkur

Núna fer spenan að magnast því það fer að styttast að óvissuferðinni ;-) Óvissuferðanefndin er að vinna hörðum höndum að því að skipuleggja. Útlit er fyrir að liðin verði tilkynnt á æfingu á morgunn, því við verðum víst að gefa ykkur tíma til að rotta ykkur saman þar sem það eru kynblönduð lið. En ég ætla að setja þáttökulistan hér inn, og nennið þið að leiðrétta hann ef að það vantar inná hann eða að eitthvað er vitlaust.

Þær sem mæta í óvissuferðina og um kvöldið(hún byrjar kl:14):
Ásta, Baddý, Þórhildur, Eygló, Lára, Helga jun, Andrea, Guðmunda, Margrét, Nanna og Karó

Þær sem bætast við um kvöldið í partýið og á ballið:
Steinunn, Ylfa og Anna Kristín

fimmtudagur, október 14, 2004

Sælar systur
Óvissuferðanefndin er í óðaönn að skipuleggja. Þið þurfið helst að skrá ykkur á æfingu í kvöld hvort þið ætlið að koma með í ferðina, þær sem eru eitthvað tvístígandi líka að skrá sig. Um kvöldið verður svo matur og gleði (erum að vinna í því að fá einhvern sal), þær sem ætla að koma með maka í það þurfa líka að láta vita.


Sælar stúlkur

Jæja núna eiga allar að vera búnar að taka klósettpappírinn sinn, ef þið eruð ekki búnar að taka hann þá verðið þið að taka hann í síðasta lagi í dag.
Þið getið látið mig fá peningana eða millifært á reikninginn 328-13-800522 kt. 020976-3149. Ef þið ætlið að millifæra á þennan reikning verðið þið að senda mér tölvupóst (steint@verslo.is) um að þið séuð búnar að millifæra og hvaða upphæð.

k.v.
Steinunn


Breyting á leikdegi
HSÍ var að senda frá sér staðfestingu á breyttum leikdegi. Við munum því spila á móti FH næstkomandi laugardag kl. 16:15 í Víkinni.

miðvikudagur, október 13, 2004

Bikardrátturinn
já, eins og hún Eygló benti á í kommenti hérna að neðan þá er búið að draga í bikarnum. Við fengum heimaleik á móti Stjörninni.
Aðrir leikir eru:
Stjarnan 2 - Grótta/KR
ÍBV - Haukar
Valur - Fram

Gaman að þessu, leikið verður held ég eftir áramót.

.......... miðvikudag

þetta fór ekki nógu vel í gær... Í dag er hinn frægi bikardráttur, hann hefst kl. 12:00 og er í kaffiteríu ÍSÍ. 8 lið eru eftir í kvennakeppninni og verður spennandi að sjá hvaða lið við fáum. Eftirfarandi lið eru í pottinum: Fram, Grótta/KR, Haukar, ÍBV, Stjarnan, Valur, Stjarnan 2 og við. Við komum með fréttir af þessu seinna í dag.....bíðið spennt. ">


þriðjudagur, október 12, 2004

Gleðilegan Þriðjudag

Jæja hvað seigið þið þá ? Bara hressar og kátar að vanda, fólk ekki orðið spennt fyrir leiknum.

En það hafa orðið smá breytingar á óvissuferðanefndinni. Helga junior þurfti að draga sig út vegna anna. En ég og Linda munum koma inn í hennar stað, og er mikil tilhlökkun hjá okkur stöllum að fara starfa með Reynir, Brjánsa og Ernu Tyson.

En sjáumst í kvöld, og Margrét þú kemur pottþétt með gettóplaster :-)


mánudagur, október 11, 2004

Gleðilegan mánudag
Þá er enn einu sinni kominn mánudagur. Þetta er ekki hægt, er maður virkilega orðinn svona gamall....mér finnst vikurnar líða alltof fljótt. En hvað um það. Það er margt skemmtilegt framundan hjá okkur. Æfing í kvöld kl. 19:00, leikur á morgun við valstelpur í Víkinni kl. 19:15. Svo koma nokkrir dagar í frí, venjulegar æfingar. Á sunnudaginn næstkomandi er svo leikur við FH stelpur ... Svo kemur enn ein nýja vikan og svo er það ÓVISSUFERÐ okkar og strákanna sem endar svo með Víkingsballi í Víkinni þar sem Papar spila undir. Já, það vottar af smá spenningi fyrir ferðinni þar sem leikjaplanið er búið að vera mjög stíft síðustu vikurnar. Vonandi gengur skipulagningin vel hjá Ernu, Helgu, Reyni og Brjánsa....við sem mætum erum allavega ready. En annars sjáumst við bara á æfingu í kvöld.....síjú.

föstudagur, október 08, 2004

Sælar systur
Jæja ekki fór nú fótboltinn hjá okkur yngir vel í gær, þurfum eitthvað að taka okkur saman í andlitinu fyrir næsta leik.

En þetta kvennakvöld verður notla bara algjör glimrandi snild. Er skemmtinefnd ekki farin að huga að skemmtiatriði ? En mín pæling er þessi, eigum við ekki að láta mæður okkar fjölmenna hvað er skemmtilegra en að detta í það með kerlingunni ;-) Ég er allavega búin að láta mína múttu taka daginn frá. En hvað seigið þið um það ?

En er svo ekki kaffi eftir æfingu á morgunn, hverjar vilja taka að sér núna ? Þær sem eru búnar eru:
Steinunn og Guðmunda
Sigrún og Baddý
Linda og Helga Birna
Ylfa og Erna junfimmtudagur, október 07, 2004

Kvennakvöld Víkings

Jæja dömur nú hefur dagsetning kvennakvöld Víkings verið negld niður. Þann 13. nóvember n.k. ætlum við að fjölmenna í Víkina og hafa gaman með öðrum konum Víkings. Takið daginn frá! Víkingur 2 ætlar að sjá um kvennakvöldið og hvetja þær okkur til þess að fjölmenna ásamt vinkonum og kvk ættingjum. Mikið stuð - mikið gaman.

kvk-kveðjur
gók

miðvikudagur, október 06, 2004

Gleði, gleði við erum komnar áfram í bikar eftir sigur á víking 2 í gær;-) getið lesið allt um leikinn á suðningmannasíðunni http://www.vikingur.info/

En aðrar gleðiðfréttir, það greiddu allar á réttum tíma í sektarsjóð þennan mánuðinn þannig að engin þurfti að borga vexti. Gott fyrir ykkur en slæmt fyrir sjóðinn ;-( En heildarinneign okkar núna er því 19,750 kr .

Minni ykkur svo á fundinn niðrí Vík kl:20.00 í kvöld

þriðjudagur, október 05, 2004

ÍBV-Víkingur
Hægt er að lesa pistil um leikinn á http://www.vikingur.info en markaskorunin var þessi:
Víkingur:
Natasa 11, Guðmunda 4, Steinunn 2, Margrét 1, Baddý 1, Ásta 1, Helga JR 1, Sigrún 1
ÍBV:
Zsofia 10, Darinka 5, Anastasia 4, Alla 3, Guðbjörg 3, Elísa 2, Hekla 1, Anna Perez 1, Sæunn 1, Eva Hlöðvers 1, Ester 1

Ég get því miður ekki sagt hver er hvað í þessu ÍBV liði, en það væri gaman ef Guðbjörg eða einhver úr ÍBV liðinu gæti kommentað á þessa færslu og sagt okkur hvaða stöður útlendingarnir spila, þá getur maður tengt mörkin við leikmenn.

Annars viljum við hvetja alla til að koma í Víkina í kvöld kl. 20:00 og sjá stjörnuprýdda lið Víkings 2 spila á móti okkur.
Áfram Víkingur 1 í kvöld

mánudagur, október 04, 2004

Sælar stúlkur
Jæja búnar að jafna ykkur eftir Vestmanneyjar? Ég búin að vera drepast í tungunni, beit svo fast í hana í fluginu á leið til eyja. Ætli það hafi verið e-h flugstress í gangi;-)

En á morgunn er stórleikur, bikarleikur í 16-liða úrslitum við the oldvikingsgirls;-) En mín pæling er þessi í hvaða búning verðum við því þetta er heimaleikur hjá þeim ? Verðum við kannski bara í gömlu góðu vestunum....

Minni ykkur á að á morgunn er 5.okt og þær sem greiða í sektarsjóð eftir 5.okt þurfa að greiða vexti, sem eru afleiddir að sögn bissnesskonunnar GÓK.

föstudagur, október 01, 2004

Hæ, hó

Stelpur þið eruð ekki nógu duglegar að skila til mín hvað þið ætlið að taka mikið af klósettpappír, þið fáið frest til klukkan 12:00 á hádegi á mánudag en eftir það set ég 5 og 5 á ykkur. Þið getið sent mér póst (steint@verslo.is) eða sms um hve mikið þið viljið, einnig tek ég móti pöntunum frá öðrum en leikmönnum ;-).

Sektir sept

Var að senda ykkur e-mail með sektunum fyrir sept, skrifið í kommentakerfið ef þið hafið ekki fengið meil.

Kveðja Sigrún

Fram - Víkingur
Markaskorun í leik nr. 2 tilbúin. Eins og áður hefur komið fram unnum við sannfærandi 20-26. Staðan í hálfleik var 9-16 fyrir okkur. Áhorfendur voru um 60 (skv. hsi.is, ég hefði frekar haldið 10)
Víkingur
Natasa 8, Guðmunda 6, Ásta 5, Steinunn 2, Linda 2, Eygló 2, Margrét 1
Útaf samtals í 10 mín
Fram
Sigurbjörg 7, Elísa 4, Guðrún Þóra 3, Marthe 2, Ásta 2, Sara 2
Útaf samtals í 12 mín

Gefin voru tvö rauð spjöld. Strúna okkar fékk eitt og Marthe fékk hitt. Báðar fengu þessi rauðu spjöld fyrir 3x2 mín.

Ótrúlegir hlutir gerðust og það var að Óskar fékk ekki gult spjald að þessu sinni. Hann sleppur því við sekt í þetta skiptið... :)
Svo er það leikur á morgun, í eyjum á móti ÍBV. Allir að hugsa vel til okkar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?