Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Hello
Það er myndataka í dag fyrir æfingu þannig að allar að koma 15 -10 mínútum fyrr.

luv
Steinunn

sælar dömur.....
ég held að allar séu sammála mér með að fyrirgefa fyrirliðanum með cooperinn, enda mjög gott að vera búin með hann :) Ánægð með þig Steinunn, sannur fyrirliði :)
Svo er það hin skemmtilega ferð til eyja á laugardaginn..og ekkert annað en sigur kemur til greina..ætli Anna Kristín vilji ekki bara skella sér með? :) :)
Annars verðum við nú að hífa upp um okkur buxurnar og vera duglegar að blogga!!
Sjáumst á æfingu kl. 1800 í kvöld......
over and out.......


þriðjudagur, september 28, 2004

Jæja stúlkur...... þar sem coopert testið gekk vel og flest allar nokkuð sáttar ætla ég að viðurkenna svolítið. Þar sem ég er fyrirliði hringdi ég í Óskar eftir Fram leikinn og spurði hvort hann væri hættur við cooper testið. Hann var búinn að gleyma því ;-) ......ég vona að þið fyrirgefið mér.
luv
Steinunn

mánudagur, september 27, 2004

Víkingur - Haukar
Við fengum ósk frá útlöndum að setja inn markaskorun liðsins. Það er nú lítið mál. Við skulum byrja á 1. leik vetrarins. Leikurinn fór 25-31 fyrir Haukum.
Víkingur
Natasa 9, Margrét 7, Ásta 4, Guðmunda 3, Steinunn 1, Helga JR 1
Erna varði um 20 bolta
Haukar
Ramune 7, Hanna 6, Anna 6, Ragnhildur 4, Björk 3, Nína 3, Erna Þr 1, Martha 1
Helga T. varði um 18 bolta

Ég bjóst alltaf við að Fröken Lögfræðingur kæmi með pistil um leikinn, en eins og sönnum lögfræðingi sæmir þá er hún greinilega hætt að nota tölvur. Ef við stiklum á stóru, þá var jafnræði með liðunum þangað til að 15 mín voru eftir, þá stungu Haukastelpur okkur af. Markmenn beggja liða stóðu sig frábærlega, enda fengu þær næstum heilan þátt um sig á Sýn eftir leikinn :) syrpur og viðtöl...já í fleirtölu.
Annars vorum við víkingsgirls að sjálfsögðu ekki sáttar við leikinn, en það þýðir ekki að gráta þetta eftir á, heldur bara gefa í og taka næsta leik.
Sem auðvitað tókst. Við unnum Framstelpur á laugardaginn með 6 mörkum. Markaskorunin kemur vonandi síðar í dag. Fröken lögfræðingur mun ekki ná að skrifa um þann leik...því miður.
Vonandi kemur pistill hérna bráðum. Þangað til næst...
Sjáumst í coopernum í kvöld :)


laugardagur, september 25, 2004

Hello

Það er cooper test á mánudaginn klukkan 18:30 á brautinni í Kaplakrika og svo létt æfing í Víkinni eftir testið. Þær sem eiga púlsmæli koma með þá og það væri fínt að fá á commentið hverjar geta komið með púlsmæli.

k.v.
Steinunn

föstudagur, september 24, 2004

Sælar systur

Jæja það er þetta með matinn. Það voru uppi hugmyndir í gær að fara á Culican í skeifunni, hvernig er stemmarinn fyrir því ? Plan kvöldsins er þá e-h á þessa leið.
Æfing 17,00-18,30, sturta eftir æfingu, fundur, og svo út að borða ;-)

En og aftur minni ég á fermingarmyndir held reyndar að Linda og Erna litla eigi bara eftir að skila, stelpur þið vitið að það var byrjað að reikna sektir á mánudag ;-)fimmtudagur, september 23, 2004

Sælar systur

Eru ekki allar bara hressar og kátar og í stuði með guði;-). Ég og Bjarney Sonja vorum að fá þá snildarhugmynd að taka tjatt og mat eftir æfingu á morgunn. En við þessa pælingu vakna upp margar spurningar hvað eigum við að borða ? hvar eigum við að borða? og hvað eigum við að tala um?. Mér finst pizzurnar orðnar soldið þreyttar Baddý stakk uppá Nings sjálfri líst mér vel á það, en hvað finst ykkur? Hvar????Víkin notla alltaf kósý en svo er aldrei leiðinlegt ef einhver vill bjóða heim. Held samt að umræðuefnið verði ekki propz:-)

Endilega kommentið um þetta.
Minni líka þær sem eiga eftir að koma með fermingarmynd að koma með hana í kvöld, nema þið viljið borga en meira í sektrarsjóðinn ;-)

miðvikudagur, september 22, 2004

Góðan daginn allir
Já, leikurinn fór ekki nógu vel í gær. Endaði 25-31 fyrir Haukum, reyndar finnst mér tölurnar ekki alveg segja til um leikinn, þar sem jafnt var (eða Haukar 1-3 yfir) framan af.
En vonandi kemur pistill um leikinn hérna á eftir, hvað segir þú um það Fröken Lögfræðingur?
En góðu fréttirnar eru að Víkingur er búinn að tryggja sig áfram í bikarkeppninni, spurningin er bara hvort Víkingsliðið það verður. Já, við drógumst á móti Víking 2 (old-girls), íslandsmeisturunum frá því í fyrra. Núna er eina vandamálið búningar...í hvaða búningum á Víkingur 1 að spila í? (v/ að við erum útilið) Ef þið eigið búninga á lausu, mega ekki vera rauðir né svartir, þá megið þið láta okkur vita.
Þetta verður mjög skemmtilegur leikur, hann verður spilaður annaðhvort 5. eða 6. okt.
Eitt í viðbót, Vikingur.is tók viðtal við Óskar coach í gær og birtir það á síðunni. Hægt er að skoða viðtalið hér.
Sjáumst, kv. Baddý

mánudagur, september 20, 2004

Ný víkingssíða

Að gefnu tilefni vil ég kynna til leiks nýja víkingssíðu en markmið síðunnar er að byggja upp öfluga sjálfstæða síðu fyrir stuðningsmenn Víkings í meistaraflokki handbolta. Á síðunni er m.a. að finna spjallvef. Við víkingsgirls fögnum þessu framlagi og óskum ritstjóra þess til hamingju með flotta síðu. Nálgast má nýju síðuna hér að neðan.
http://www.vikingur.info

laugardagur, september 18, 2004

The Boys

Víkingsdrengir gerðu það heldur betur gott á handboltavellinum í gærkveldi í fyrsta leik Íslandsmótsins og sigruðu gesti sína af Seltjarnarnesinu 19-15. Við óskum þeim auðvitað til hamingju með fyrstu stig vetrarins og megi þau verða allnokkuð mörg í viðbót.

Nánar er hægt að lesa um leikinn á hinni opinberu heimasíðu okkar Víkinga.

föstudagur, september 17, 2004

Show me the way to go home
I´m tired and I want to go to bed
We´re only a half of a handballteam
´Cause the other half is dead


Hver man ekki eftir þessum hressandi ljóðlínum sem ævinlega voru kyrjaðar í Víkingspartýum hér um árið?

Og talandi um Víkingspartý - hafi þið séð meira hressandi mynd en þessa hér að neðan?En ég semsagt sit hér í Lögbergi og þrælast við að klára þessa blessuðu ritgerð. Eins og ég ef nú tönnlast á undanfarið eru skil á þriðjudaginn og því sé ég ekki fram á að komast á æfingu í kvöld og sennilega ekki heldur á morgun. En ég mun hugga mig við það að geta skoðað myndir af ykkur, krúttin mín, á myndasíðunni okkar fínu.

Untill next time, hasta la vista.

Sælar stúlkur

Var að spá er ekki morgunkaffi eftir æfingu á morgunn? Hverjar eiga eftir að sjá um -Ég, Baddý, Linda og Helga Birna er búnar að koma með....

fimmtudagur, september 16, 2004

Sælar

Takk kærlega fyrir mig. Ég kem vonandi í kvöld.

luv
Steinunn

miðvikudagur, september 15, 2004

Jæja krúttin mín
Við í hinni yndisfögru skemmtinefnd óskum eftir fermingarmyndunum ykkar ASAP. Eins og þið munið þá þurfa þessar myndir að vera komnar upp fyrir fyrsta leik þ.e.a.s. á þriðjudaginn.... annars blasir við ykkur 50% dráttarvextir Sigrúnar og co..... og það viljum við nú ekki. Þær sem hafa skila inn til okkar eru Þórhildur (boyfriend kom með myndina fljúgandi frá Akureyri) og Lára. USSSS
luv gók

þriðjudagur, september 14, 2004

Úrslit síðustu könnunar
þá er kominn tími til að taka könnunina niður þar sem 31 hafa kosið í könnuninni um hvað við eigum að gera við sektarsjóðspeningana. Það er gaman að sjá hversu margir hafa áhuga á þessum málum. Takk fyrir innleggin.
En svona endaði þetta:
Eyða honum reglulega í partý og þessháttar - 12 atkvæði 38%
Eyða honum í lok tímabils í einn stóran atburð - 12 atkvæði 38%
Gefa Baddý og Sigrúnu peninginn - 7 atkvæði 22%
Mér fannst sérstaklega gaman að sjá að 22% fannst við Sigrún eiga rétt á að eiga peninginn. Það er alveg á hreinu að við munum taka þetta mál upp á næstu æfingu. En þar sem niðurstöðurnar voru jafnar, þá verður kosning um þetta á næstu handboltaæfingu, þar sem hver getur einungis rétt upp eina hendi :) En annars bara hressleiki, ég vil koma á framfæri þökkum til Evu snillings en hún kom upp þessari frábæru myndasíðu, vonandi fáum við svo fleiri myndir þarna inn.
Sjáumst í kvöld :)

mánudagur, september 13, 2004

Hún Gyða okkar er byrjuð að blogga frá Canada getið tjekkaðu á kerlunni hér http://blog.central.is/gyda/ setti líka link á hana hérna vinstra meginn.

Hæ hó.

Það er komin myndasíða (sjá hér til vinstri). Tók nokkrar myndir á laugardaginn og setti inn, biðst afsökunar á því hvað fókusinn er lélegur :)

Sælar stúlkur og takk fyrir síðast

Jæja skemmtu ekki allir sér vel á laugardaginn. Snildarpartý og vel skipulagt hjá partýnefnd, en og aftur fær partýnefnd massastórt klapp frá mér. Og leynivinavikan tókst geggjað vel og allir ánægðir með sýna vini ;-)

En talandi um nefndir, hef orðið vör við að fólk er ekki alveg með á hreinu í hvaða nefnd fólk er.
Ég man þetta ekki alveg, í hvaða nefnd eru Lára, Linda, Margrét og Þórhildur

Partýnefnd =>Sér um að skipuleggja partý og allt sem þeim tengjast. Þemað, finna partýstað, gera auglýsingu í klefa, kaupa áfengi, skipuleggja leiki, massa leynigest og svo framveigis
Helga Junior
Nanna Ýr
Eygló
Barney Sonja
Andrea

Skemmtinefnd=>Sér um allt þetta skemmtilega;-) SKipuleggja uppákomur í afmælum, brúðkaupum og útskriftarveislum. Sjáum óvænta atburði yfir veturinn, eins og t.d leynivinavikuna. Og sjá um að inheimta og hengja upp myndir í klefana
Guðmunda
Ylfa
Ásta
Anna Kristín

NEFNDIN=>Skipuleggur kvennakvöld eða annan sambærilegan atburð
Steinunn
Sigrún
Eva
Karó

Ferðanefnd=>Sér ferðalög. Utanlandsferðir, óvissuferðir, skemmtiferðir og ferðirnar þegar við förum að keppa á Akureyri og Vestmanneyjum
Erna María
Erna jr
Natasja

Vef- og videonefnd=>Tekur myndir og vidjó yfir veturinn. Sér um vefinn okkar.
Eva
Baddý

Sektarsjóður=>Sér um allt sem tengist sektarsjóð.
Baddý
Sigrún


sunnudagur, september 12, 2004

Sælar stúlkur

Avis vill athuga hvort við getum farið eina ferð á Mánudaginn klukkan 17:30, hvað segið þið um það?? Endilega commentið á það.

k.v.
Steinunn

föstudagur, september 10, 2004

Partý - Partý - Partý
Staðsetning: ??? (einhver að bjóða sig fram...please)
Tímasetning: 21:00 (refsing á þá sem mæta seinna)

Þema: Frumlegasta hárgreiðslan/hárskrautið

Það þarf varla að taka það fram, en það er að sjálfsögðu skyldumæting. Ef einhver er með löglegar afsakanir (undirrituð og capteinninn) þá þarf að senda formlegan póst á partýnefnd og beiðnin verður tekin fyrir.

Þetta verður rosalegt partý...aldrei að vita nema eitthvað leyndó gerist og svo er talað um að MR. Bobit mæti á svæðið og fari í leik með öllum :)

En....að öðru.

Það gleymdist alltaf að kynna úrslit síðustu könnunar. Spurningin þar var "Hvaða lag á að vera nr. 1 á upphitunardisk 2004-2005"
Egó - fjöllin hafa vakað fékk 15 atkvæði 53%
Grýlurnar með sísí saumar á súsúkí fékk 3 atkvæði 10%
Stuðmenn - stöndum þétt saman fékk 2 atkvæði 7%
Valgeir og landsliðið með gerum okkar besta fékk 3 atkvæði 10%
Unun - Lög unga fólksins fékk 5 atkvæði 17%

Samtals voru því gefin 28 atkvæði. Já, Egó - fjöllin hafa vakað rústaði þessari keppni og verður því lag nr. 1 á upphitunardisk okkar vikingsgirls í vetur.

Ég held að þetta sé ágætt í bili, við sjáumst á æfingu í kvöld kl. 17:00

kveðja
Baddý #9


Takk fyrir hjálpina

Við viljum þakka foreldum, kærustum og vinum fyrir hjálpina í gær. Við erum rosa þakklátar. Við ferjuðum alls um 23 bíla í gær ;)

p.s. og eiginmanninum hennar Baddýar....hehehe

fimmtudagur, september 09, 2004

Sælar stelpur

Við erum með staðfest 19 manns en við eigum pláss fyrir 28 því vantar okkur 9 manns. Er þá ekki kominn tími á að flétta upp í litlu svörtu bókina og hringja í gamlar hjásvæfur. Koma nú.

luv
Steinunn

miðvikudagur, september 08, 2004

Sælar
Æfingaleikurinn við FH verður á morgun upp í Kaplakrika, mæting kl 17:50 með útidót. Hitum upp á tartabrautinni. Svo eftir æfingaleikinn þá förum við að sækja bíla. Það kom upp sú hugmynd að reyna fylla tvo stóra bíla með því að biðja eiginmenn, kærasta, viðhöld, vini og vandamenn að koma. Hvernig gengur ykkur að safna liði???? Endilega látið skilaboðin um æfingaleikinn ganga, fínt væri ef þið commentið bara á það hvort þið hafið móttekið breytingarnar.
k.v.
Steinunn

mánudagur, september 06, 2004

Jæja jæja, hægan hægan!

Nú er komin ný skoðanakönnun og enn hefur verið færð fram spurning sem varðar téðan upphitunardisk okkar Víkingskvenna.

Síðasta könnun fór drengilega fram og þökkum við þátttakendum kærlega fyrir að hafa látið sig hafa það að kasta sínu atkvæði í pottinn.

Nú, í síðustu könnun var þeirri spurningu varpað fram hvort Sigrún, aka. Strúna stuð, fengi sínum vilja framgengt en hún á þá ósk heitasta að skallapopparinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams fái sinn sess á upphitunardiski okkar Víkingskvenna. Eðlilega. Niðurstaðan var afgerandi því að 74% þátttakenda þóttu það sjálfsögð mannréttindi að Sigrún fengi sínu framgengt.

Vakti þó helsta athygli í þessari könnun að þátttakendur voru alls 47. Skýrist þetta sennileg af tvennu. Í fyrsta lagi hygg ég að liðsmenn Víkingsliðsins hafi tekið af "cookies" og kosið oftar en einu sinni (ala Sveppi). Hins vegar liggur skýringin í því að aðrir en leikmenn liðsins virðast hafa tekið þátt í þessari allbráðskemmtilegu könnun - sem er gott. Líklega hefur Strúnan þar haft hönd í bagga og vélað hin ýmsu ættmenni (*hóst* pabba sinn *hóst*) til að taka þátt.

Ekkert er athugavert við það að fólk, sem fellur ekki undir skilgreininguna "leikmenn Víkingsliðsins", taki þátt í þessum könnunum okkar því það eru jú fleiri en bara við sem þurfum að hlusta á þessa tónlist í vetur, t.d. leikmenn annarra liða.

Nú, svo við snúum okkur að næstu könnun þá höfum við í Vefnefnd (aka. undirrituð og Baddý) ákveðið að næst skuli kosið á lýðræðislegan hátt um hvaða lag eigi að vera #1 á títtnefndum upphitunardisk.

Lag #1 þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og því er þetta ekki létt verk. Til dæmis er lykilatriði að lagið sé íslenskt og því ekki um svo auðugan garð að gresja, auk þess sem lagið verður að vera í hressari kantinum því um er að ræða það lag sem gefur tóninn um hvernig diskurinn mun hljóma; Mótar heildarsvipinn ef svo mætti að orði komast. Í gegnum tíðina hafa lög eins og Eitt lag enn og Samúel fengið að ríða á vaðið og menn hljóta að vera sammála um að slíka slagara er erfitt að toppa.

En engu að síður hefur okkur tekist, eftir að dæla frá okkur ómældu magni af blóði, svita og tárum, að velja úr 5 klassísk íslensk lög sem koma til greina sem upphafslög og eru þau eftirfarandi:

Fyrst ber að nefna skallapopparana og meistarana í Egó. Lag þeirra Fjöllin hafa vakað hefur fengið endurnýjun lífdaga nú í sumar eftir að þeir félagar ákváðu að koma saman á ný; fyrst á Þjóðhátíð í Eyjum og svo á Menningarnótt. Um er að ræða ákaflega hressandi og skemmtilegan smell sem ætti að koma jafnvel lötustu kroppum til að hreyfa á sér fæturnar. Já takk.

Gribburnar í Grýlunum eru valkostur númer tvö. Hljómsveitin, með Röggu Gísla í broddi fylkingar, sigraði heiminn á sínum tíma og lifir góðu lífi enn þann dag í dag á öldum ljósvakans. Fyrir valinu varð hið bráðsmellna Sísi fríkar út (eða Sísi sveimar á súsúkí eins og Baddý kallar það) sem ætti að vera flestum að góðu kunnugt. Jájá.

Nú Stuðmenn þekkja allir og fá þeir sinn sess í þessu vali. Lagið Stöndum þétt saman og svo framvegis er án efa eitt frægasta lag Íslandssögunnar enda eru stuðmenn ekkert slor á sínum gúmmítúttum og fínerí.

Hver man ekki eftir laginu Við gerum okkar besta sem Valgeir og landsliðið gerðu ódauðlegt, gott ef það var ekki í tilefni af þátttöku landsliðsins á Ólympíuleiknum í Seul á því herrans ári 1988? Ja, þeir eru sennilega teljandi á fingrum annarrar handar sem ekki muna eftir því og alveg örugglega ekki að taka þátt í þessari skoðanakönnun, ónei. Allt gott um það að segja.

Síðast, en alls ekki síst, kynnum við til leiks stórsveitina Unun sem gerði Lög unga fólksins ódauðlegt. Lagið fjallar um unglingsstúlkur sem eru ákaflega ástfangnar af kókgæjunum sætu. Nylon gerði cover-útgáfu af þessu lagi nú í vor, við misjafnar undirtektir, en það breytir því ekki að um er að ræða lag í hæsta gæðaflokki. Hananú, sagði hænan og lagðist á bakið ...

Já, miklir eru kostirnir og hver örðum betri. Viljum við því hvetja fólk til þess að taka þátt í könnuninni og jafnvel skýra ástæður fyrir vali sínu hér í kommentakerfinu.

Eins og venjulega setjum við tímalimmit á þessa könnun, það er að segja við ætlum að láta hana vera upp í svona 1-2 daga.

Cast your votes ... now! (lesist eins og Bob Saget sagði það í Americas funniest homevideos hér um árið).

Sælar stúlkur

Við ætlum að sækja bíla á þriðjudag og fimmtudag eftir æfingu. Endilega látið mig vita hvort þið komist ekki báða daga.

k.v.
Steinunn

Sælar stúlkur

Verð að byrja á því að óska partýnefnd til hamingju með fyrsta partýið sitt, tókst það mjög vel hjá þeim stúlkum þótt að mætingin hafi mátt vera betri.

En svo við snúum okkur að sektarsjóðsmálum. Þá hafa allar gert upp sínar skuldir nema Andrea, Lára og Guðmunda. Þar sem það er komið fram yfir fimmta hefur sektin hjá ykkur hækkað um 100.kr og mun hækka um aðrar 100.kr sé ekki greitt fyrr en á morgunn (svo koll af kolli), já það er sko engin miskunn hjá okkur stöllum í sektarsjóð ;-)

En vefnefnd hvenær verður skipt um könunn?

Og Anna Kristín lagðir þú inná sektarsjóðinn undir nafninu Margrét Árnadóttir?

laugardagur, september 04, 2004

Sælar stúlkur
Þar sem RVK mótinu er lokið hjá okkur :( þá verður smá félagsleg samverustund heima hjá Nönnu í kvöld. Gleðin byrjar kl. 21:30 og þær sem vilja geta komið til mín fyrst...um 8 leytið :) Sjáumst í kvöld
Baddý

föstudagur, september 03, 2004

Sælar stúlkur
Þegar þið millifærið þá verðið þið að muna að setja inn nafnið ykkar í skýringu. Það var einhver að millifæra á mig úr íslandsbanka grensásútibúi 700.kr í morgunn og ég sé ekki hver það er, hver er það ;-)

Luv Strúna sekt ;-)

fimmtudagur, september 02, 2004

ATHUGA ATHUGA
Breyting á RVK open kvenna. Ég rakst á þetta á hsi.is.
Enn og aftur kom breyting á hsi.is.....sjá leikina á laugardaginn

Sú breyting hefur orðið á að Stjarnan 2 hefur dregið lið sitt út úr Reykjavík Open 2004.
Af þessum sökum breytist uppsetning mótsins þannig riðlarnir verða 2, þannig að hvert lið fær fleiri leiki fyrir vikið. Einnig byrjum við seinna á fimmtudag og föstudag eða kl. 18 á fimmtudag í stað kl. 17 og kl. 16 á föstudag í stað kl. 15.
Þetta þýðir einnig að ekki verða leiknir milliriðlar, heldur fara efstu lið hvort riðils beint í úrslit og lið nr. 2 í hvorum riðli leika um þriðja sætið.

Leikir okkar:
Fimmtudagur
18:00 Stjarnan - Víkingur

Föstudagur
17:00 Víkingur - Fram

Laugardagur
10:00 FH - Víkingur
12:00 Víkingur - Valur

Riðillinn okkar er:
Stjarnan
Fram
FH
Valur
Víkingur

kv. Baddý


Í dag má seiga að sé stórmerkilegur dagur hjá okkur Víkinsgirls. Fyrsti leikur í RVK.open og svo eiga tvær ljóshærðar snótir afmæli. Guðmunda stórskytta er 28.ára og Ásta Björk ofurhornamaður er 21.árs, að sjálfsögðu óskum við þeim innilega til hamingju með daginn ;-)

miðvikudagur, september 01, 2004

Sælar Girls
Jæja þá er ég búin að senda út á ykkur sektarlistan þannig allar að borga ;-). En sektarsjóðurinn var rekin með hagnaði þennan mánuðinn, eða 13.600.kr. Getið lagt inná reikning sem ég sendi ykkur eða komið með penning um helgina. Vextir byrja að reiknast eftir 5.sept og bætist þá við 100.kr á dag.

En ein pæling, er skemmtinefnd hætt við að hafa fermingarmyndir sem klefamyndir hvað verður þá í staðinn ?

sælar dömur..
Ég, Lára og Ylfa ætlum að fara á skotæfingu kl. 3 niðrí vík í dag ef einhver vill koma..en ég veit að Margrét, Natasa og Erna jr. ætla að fara 19.30...þið kommentið bara, annars sjáumst við bara á fimmtudaginn (sem er by the way mjög góður dagur) :)
see ya!!!!
kv. ásta björk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?