Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Blessaðar gellur
Ég rakst á myndir frá uppskeruhátíðinni á Vikingur.is. Þið getið skoðað þessar myndir með því að smella hér...
Sjáumst, Baddý

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Hún á afmæli í dag, hún á afmælí í dag ...................

Margrét Elín er 27 ára í dag

Til lukku með daginn

luv
Steinunn

Hello

Kortin eru komin í gegn árskort á 20.000 kr í bað-, sport- og þrekhúsinu. Nú þarf að ég bara að vita hverjar ætla að fá sér kort og hve mörg kort eru þið búin að selja. Sendið mér póst stein@verslo.is, lík þið þarna úti sem hafið áhuga.
luv
Steinunn

jæja, nú í kvöld er síðasta æfingin fyrir alvöruna og því hef ég útbúið skoðanakönnun um hvað við viljum gera í kvöld....endilega takið þátt og látið orðið berast.

mánudagur, apríl 26, 2004

Uppskeruhátíðin

Uppskeruhátíð handknattleiksdeildarinnar var haldin á föstudaginn. Natasia útispilari (N2) var kosin besti leikmaðurinn, Linda stórskytta var kosin efnilegust og Ásta fékk stærsta bikarinn sem stendur fyrir persónuleiki Víkings. Við hinar óskum þeim innilega til hamingju, þær eru vel að þessum verðlaunum komnar. Hjá strákunum var Reynir markvörður kosinn bestur og Andri efnilegastur.

Annars var skemmtiatriðið okkar frumsýnt og vakti það mikla gleði meðal áhorfenda. Fyrir þá sem ekki vita þá snérist atriðið um tíu ástæður þess hvers vegna strákarnir náðu ekki lengra í deildinni í ár. Mér skilst að þeir ætli sko að koma með atriði að ári... be afraid girls, be afraid.

luv gók

föstudagur, apríl 23, 2004

Uppskeruhátíðin í kvöld
Er ekki komin stemming í hópinn, ég er allavega farin að hlakka verulega til. Það verður gaman að sjá hvaða óvæntu atriði dúkka upp í kvöld. Við mætum hressar kl. 18:00 til Lindu, en það er mjög mikilvægt að mæta á réttum tíma, þannig að við náum smá tíma saman áður en við förum niður í Vík. Hvar á annars Linda heima? Eitt enn, það má ekki klikka á disknum okkar í kvöld og einnig: Ætlið þið að mixa einhvern kokteil? og þurfum við þá að koma með pening???
Annars sjáumst við hressar í kvöld...bæjó Baddý

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Bletsí
Nú styttist óðum í uppskeruhátíð Handknattleiksdeildar Víkings og við víkingsgirls bíðum auðvitað spenntar. Spennan er þó mest í kringum skemmtiatriði okkar en það verður ógeðslega flott. Það er auðvitað ekkert gefið upp um innihald þess en við reiknum fastlega með því að ná samningum við Brodway og Borgina í framhaldinu. Nú svo verður auðvitað gaman að sjá hvaða atriði strákarnir verða með. Vonandi taka þeir þó ekki regnbogalagið eins og Þröstur orðaði það eftir að ég spurði hann hvaða atriði þeir ætluðu að vera með (skýin... þeir vita ekki einu sinni hvað lagið heitir... HALLÓ)

Planið er þó að hittast hjá Lindu fyrir hátíðina og Sigrún vill endilega að við búum til jarðaberjakokteilinn góða..... Sigrún drakk nefnilega bara bland á síðasta djammi (einmitt) og er því óð í annars konar djús á föstudaginn ;)

ok bæ, gók

Allt að verða vitlaust
Já, það ætlaði allt um koll að keyra á æfingu í gær. Æfingin byrjaði vel, allir í rosa góðu skapi, mórallinn frábær og allir hlæjandi af atburðum síðasta djamms. En svo var ákveðið að fara í kíló, eldri á móti yngri, ég held að ég fullyrði það þegar ég segi að ég hef aldrei heyrt jafn mikið tuðað og rifist á einni æfingu :) hehehe. Vá, keppnisskapið ætlaði að fara með leikmenn á köflum og svo skánaði það ekki þegar við fórum í brennó og Soffía fékk endalaus líf :) En sem betur fer var þetta allt í góðu og bara eðlilegt þegar yngri spila á móti eldri.
Svo ég snúi mér að næsta máli þá er það uppskeruhátíðin á föstudaginn. Hún byrjar kl. 20:00....

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Strákarnir í undanúrslitum
Strákarnir í 2. flokki eru að keppa í undanúrslitum í Íslandsmótinu á morgun kl. 19:00 á Seltjarnarnesi. Þar eiga þeir við sterkt lið Aftureldingar og stefnir í hörkuleik. Daginn eftir (sumardaginn fyrsta) verður svo leikið um 3. og 1. sætið og vonandi verða strákarnir okkar í úrslitaleiknum. Leikurinn um 3. sætið hefst kl. 13:00 en úrslitaleikurinn hefst kl. 15:00. Mætum á nesið á morgun og styðjum strákana okkar. Áfram Víkingur

mánudagur, apríl 19, 2004

Getið þið komið með Víkingsdiskinn á æfinguna. Það er mjög mikilvægt að klikka ekki á því...

Sælar
Og takk kærlega fyrir mig, þetta var bara of gaman og Jónsi er bara of flottur á sviði. Það er stuttur fundur eftir æfingu á morgun en æfingin er klukkan 18:00. Við þurfum líka að koma með keppnistreyjuna og stuttbuxurnar á æfingu því Steinar vill fá þetta.
luv
Steinunn

Blessaðar stúlkur og takk fyrir síðast. Partýið var frábært og ballið á Nasa hrein snilld. Það er langt síðan að ég hef dansað svona mikið í einu. Þetta sannar það alveg að ef maður er í góðum félagsskap þá skiptir engu máli hvaða hljómsveit spilar undir, það er alltaf gaman. Ég vil líka þakka FH stelpunum fyrir félagsskapinn, þær komu sterkar inn og sérstaklega Guðrún Drífa sem var tekin upp á svið í einkadans með Jónsa. Hún var þó fljót að flýja til okkar niður. Stutt í næsta djamm, þ.e. næsta föstudagskvöld þegar við förum á uppskeruhátðiðina með strákunum og meistaraflokksráðunum, það verður örugglega gaman og aldrei að vita hvaða óvæntu atriði dúkka upp það kvöldið. Við sjáumst hressar á æfingu á morgun, eigum við ekki að taka stuttan fund eftir æfinguna...þið eigið að vita af hverju :) kveðja, Baddý

laugardagur, apríl 17, 2004

sælar stúlkur....
til hamingju með afmælið Eygló... Því miður getur maður ekki tekið upp álpappírsbindið sem ég var með í partýinu fyrr í vetur en góða skemmtun í kvöld:)
ég verð í bandi við ykkur frá norðanbænum (Akureyri fyrir þá sem ekki vita) kannski að maður hitti varnarjaxl KA-manna (Steinunni Bjarnason).

kv, Ásta Björk

föstudagur, apríl 16, 2004

hallo

Ljótubolakeppnin tókst aldeilis vel í gær, reyndar klikkuðu nokkrar á því;-(...Veitt voru þrenn verðlaun. Erna fékk verðlaun fyrir "að mæta í ljótum bol, en halda sjálf að hún hafi ekki mætt í ljótum bol", Erna var í appelsínugulum ógeðslegum pizzabol. Barney sonja fékk verðlaun "fyrir að taka þemað BÓKSTAFLEGA", Baddý var í ljótasta íþróttagalla íslandssögunnar, hann var ljósblár og ljósgulur úr svona ógeðslegu efni(Óskar sagði einmitt að hann minnti sig á íþróttagalla ömmu sinnar;-)) og einhverri vippalega ljótri UMFA treyju, gæti alveg trúað Baddý til að mæta í dressinu á næstu æfingar því stelpan var þvílíkt að fíla sig í dressinu ;-). Að lokum fékk svo stórskyttan Anna Kristín verðlaunin "ljótasti bolurinn 2004", þetta var svona bolur sem auðveldlega allt liðið kæmist fyrir í. Semsagt mjög skemmtileg æfing og tókst með eindæmum vel. Steinunn tók svo fullt af myndum, vona bara að við fáum að sjá þær sem fyrst ;-)

En svo er partý á morgunn heima hjá Eygló espigerði 2 íbúð 62, mæting 21 og þemað að þessu sinni er ÁLPAPPÍR

P.S Til hamingju með daginn Eva mín ;-)

Hún Eva á afmæli í dag, orðin 25 ára kellingin víhí !!
Til lukku með daginn krúttið mitt....

Endilega komið með úrslitin í ljótubolakeppninni og það væri líka gaman að sjá myndir ;)

kv Halldóra innbrotsþjófurinn mikli ......

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Jæja súlkur
Það virðist allt vera um koll að keyra fyrir þessa ljótubolakeppni. Dómaranum henni Helgu Birnu hefur verið hótað að fá ekki að mæta á keppnina sökum þess að nokkrar víkingsstúlkur hafa lítilsvert hin víðfræga Ohiobol sem er í eigu Þórhalls. Heyrst hefur að Eygló ætli að mæta í massljótudressi, ef e-h má marka commentið frá "furðufugli". Og svo er það rúsínan í pulsuendanum, en stórskyttan og línusjeníið Eva Halldórsdóttir ætlar að mæta og heiðra okkur með nærveru sinni. Þannig að það er von á því að æfingin í kvöld verði mjög skrautleg ;-)

But stúlkur hvernig gengur að selja kortin, einhver búin að selja ???

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sælar stúlkur
Það er nú alveg nóg framundan hjá okkur, enda engin ástæða til að vera staldra e-h við ;-)
Á morgunn fimmdudag er að sjálfsögðu æfing og þá verður "Ljótubolakeppni", eins og nafnið gefur til kynna þá gengur keppnin útá það að mæta í sem ljótasta bolnum á æfingu (betra að hafa þetta á hreinu því meðal vor eru jú týpur eins og t.d Linda og Ásta;-)).
Vill ég bara hvetja ykkur til að vanda valið því 100% líkur eru á því að nýr sigurvegari verði krýndur því Helga Birna mun ekki taka þátt. En hins vegar er með öllu óheimild að fá hin víðfræga Ohio bol lánað. En sjálf skora ég á Helgu Birnu að mæta í heimsókn á æfingu í bolnum, svona til að sína nýjum víkingum slotið ;-) og jafnvel fá þann heiður að afhenda verðlaun og aðstoða dómnefnd við valið....

Á laugardag er svo partý heima hjá Eygló og er algjör SKILDUMÆTING, aðeins ein er búin að fá leyfi til að mæta ekki en það er hún Ásta því hún er að fara norður;-)...Þannig að aðrar mæta hressar í gúddí fíling ;-)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Hún á afmæl í dag, hún afmæli í dag............

Lítil sæt snót fæddist fyrir 20 árum föstudaginn 13. apríl en það var hún Sigrún okkar

Til lukku með daginn

luv
Steinunni

mánudagur, apríl 12, 2004

PARTÝPARTÝPARTÝPARTÝPARTÚPARTÝ
Allar að taka frá næsta laugardag því þá ætlar hin frábæra partýnefnd að hafa partý...
En okkar vantar partýhaldara, hefur partýnefnd ákveði að skora á Baddý að halda partý ;-)

U-19 komst á lokakeppni EM í Tékklandi
Við ættum greinilega oftar að láta undankeppnir fyrir stórmót fara fram hérna á Íslandi, því stelpurnar komust áfram með sigri á Slóvakíu. Það virtist allt stefna í stórsigur íslensku stelpnanna, en eftir nokkrar brottvísanir og mikla spennu minnkuðu slóvakíustelpurnar muninn niður í eitt mark. Spennan var svo gríðarleg í lokin eftir að risinn í slóvakíu skoraði sitt 14 mark en tíminn var runninn út. En dómarinn var samt ekki alveg á því...eftir miklar viðræður við eftirlitsdómarann og aðra sem komu að leiknum, þá komst eftirlitsdómarinn að því að tíminn hafi verið runninn út og stigu þá íslensku stelpurnar mikinn sigurdans. Solla stjörnustelpa var valinn maður leiksins og átti hún það svo sannarlega skilið, en annars fannst mér þetta vera mjög góður leikur hjá öllum leikmönnum og sýndu þær mjög skemmtilega takta oft á tíðum. Leikurinn í gær var ekki alveg jafn góður, því þá skíttöpuðu þær fyrir Dönum. Dönsku stelpurnar eru í feiknaformi og rúlluðu yfir þær íslensku á forminu og tækninni og var niðurstaðan mjög slæm. Reyndar var kannski erfitt að búast við meiru af íslensku stelpunum eftir leikinn daginn áður, v/ að það tók svo sannarlega á taugarnar sá leikur og skipti því leikurinn á móti dönum engu máli. En allavega...eftir þessa miklu handboltahelgi var auðvitað haldið lokahóf mótsins og þar voru veitt ýmis verðlaun. Leikmaður mótsins var slóvanski risinn og kom það ekki mikið á óvart. Svo var valið ALL STAR lið mótsins og völdu það þjálfarar liðanna þriggja. Íslenska landsliðið átti þrjá leikmenn í þessu liði. Soffía Rut var valin besti v-hornamaðurinn, Solla stjörnustelpa var besti h-hornamaðurinn og Anna Úrsula gróttu-kr stelpa var valinn besti línumaðurinn. Til hamingju með þetta stelpur, þetta var mjög verðskuldað eftir frammistöðu helgarinnar. Aðrir sem voru valdið í þetta lið var danski miðjumaðurinn, danski leikmaðurinn nr. 17 (var valin besti leikmaðurinn eftir Danmörk-Ísland), slóvakíu risinn og slóvakíu markmaðurinn. En þetta var frábær skemmtun og vonandi mun hsí taka að sér að halda fleiri svona undankeppnir fyrir yngri landsliðin.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska og borðið nú nóg af páskaeggjum.

luv
Steinunn

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Þá erum við fallnar úr keppni eftir tap gegn Val í þriðja leik í gærkvöldi.

Leikurinn var jafn og spennandi nánast allann tímann og þegar stutt var eftir leiddum við með tveimur mörkum. En Valsstúlkur létu ekki deigann síga og náðu að jafna og komast svo loks yfir. Leiknum lauk svo með sigri heimastúlkna og eru þær vel að honum komnar.

Auðvitað er svekkjandi að vera fallinn úr keppni svo snemma, en við verðum bara að bera höfuðið hátt og stefna á að gera betur næsta tímabil. Það gekk ekki upp í þetta sinnið, en við vorum ansi nálægt því að koma fólki á óvart og slá lið Vals úr keppni - eitthvað sem fáir höfðu trú á þegar ljóst var að þær yrðu mótherjar okkar í átta liða úrslitum.

Ég vil því enda þessa færslu á að óska Valsstelpum til hamingju með sigurinn og góðs gengis gegn Stjörnunni í undanúrslitum.

Áfram Víkingur!

U-19 ára um páskahelgina
Ég vil minna ykkur á leikina hjá U-19 ára liðinu um helgina. Soffía er í liðinu og vil ég hvetja alla til að koma og hvetja stelpurnar. Það er orðið langt síðan að íslenskt unglingakvennalandslið spilaði á Íslandi í undankeppni, ég held að það hafi verið síðast þegar undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í Kína var spiluð hérna heima. Það var held ég árið 1998 eða 1999. En þess má geta að liðið komst áfram alla leið í lokakeppnina það árið....vonandi gera stelpurnar núna slíkt hið sama.
En allavega, leikirnir verða spilaðir á Seltjarnanesi og eru þetta leikirnir:
Föstudagur
Kl. 15:00 Danmörk - Slóvakía
Laugardagur
Kl. 16:15 ÍSLAND - Slóvakía
Sunnudagur
Kl. 14:00 ÍSLAND - Danmörk

Mætum og styðjum stelpurnar okkar og sérstaklega Soffíu, það er frítt inn.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Staður: Valsheimilið að Hlíðarenda
Stund: Þriðjudagurinn 6. apríl 2004, klukkan 19.15.


Í kvöld förum við Víkingsstúlkur í heimsókn að Hlíðarenda þar sem Valsstúlkur taka á móti okkur í þriðja og síðasta leiknum í einvígi liðanna um sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik.

Liðið sem sigrar þennan leik mun semsagt halda áfram keppni og mæta þá hinu feykisterka liði Stjörnunnar, en liðið sem tapar mun fara í frí þangað til í september.

Það er því ljóst að til mikils er að vinna og viljum við Víkingsstelpur hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn í kvöld og styðja stelpurnar í þessum mikilvæga leik.

Áfram Víkingur!

mánudagur, apríl 05, 2004

Sælar dömur og takk fyrir síðast

Æfingin er klukkan 18:30 í kvöld. fyrst video og svo förum við niður í sal

k.v.
Steinunn

Fyrir þá örfáu sem ekki vita þá tilkynnist hér með að úrslitakeppnin á Íslandsmóti kvenna í handbolta er hafin.

Við Víkingar fengum það erfiða, verðuga og stórskemmtilega verkefni að mæta nágrönnum okkar af Hlíðarenda, hvar undirrituð aldi manninn við knattspyrnuiðkun langt fram eftir aldri.

Fyrsti leikurinn var háður á heimavelli þeirra rauðklæddu á fimmtudaginn var og endaði með sigri heimasætanna, eftir að mér skilst, nokkuð spennandi og skemmtilegan leik.

Leikur númer 2 fór svo fram í Víkinni okkar á laugardaginn. Stelpurnar okkar röndóttu mættu feykilega einbeittar til leiks, sem og gestirnir, enda mikið í húfi að landa sigri. Fyrir okkur var þetta spurning um líf eða dauða, en Valsstúlkum þótti að sjálfsögðu mikilvægt að krækja í sigurinn til þess að til þriðja leiks þyrfti ekki að koma.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Víkingsstelpurnar voru yfirleitt fyrri til að skora, en þó gerðist það líka nokkrum sinnum að Valsstúlkur náðu yfirhöndinni. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og alveg magnað hvað Valsáhangendur eru duglegir að fylgja stelpunum sínum eftir á útivellina. Það er eitthvað sem aðrir stuðningsmenn mega taka sér til fyrirmyndar.

En aftur að leiknum. Það var semsagt allt meira og minna í járnum og þegar lokaflautan gall var niðurstaðan jafntefli og allt vitlaust á pöllununum, enda menn missáttir við dómgæsluna og sitt sýndist hverjum um samræmi og sanngirni á þeim vígstöðvum. Það verður þó ekki frekar rætt hér, enda með öllu tilgangslaust og undirrituð síst til þess fallinn að fjalla um það málefni á hlutlausum nótum :)

Vegna þess að um úrslitarimmu er að ræða þar sem það lið sem fyrr innbyrðir tvo sigra kemst áfram, kemur auðvitað ekki til greina að láta jafntefli duga. Því þurfti að grípa til framlengingar og var það nú ekki til þess fallið að minnka spennustigið í Víkinni þennan fagra laugardagseftirmiðdag. Dómararnir flautuðu leikinn aftur á, en þá var lið Vals orðið heldur vængbrotið eftir að einn af þeirra allra öflugustu leikmönnum, línumaðurinn Hafrún, hafði slasað sig í lok venjulegs leiktíma. Valsliðið virtist líða nokkuð fyrir þann missi og fór svo að lokum að okkar stúlkur, Víkingar í vígahug, unnu leikinn með marki úr vítakasti á lokasekúndunum.

Því þarf að grípa til þriðja leiks og verður hann háður að Hlíðarenda á morgun, þriðjudag. Vil ég eindregið hvetja alla til þess að mæta og bera þessar yngismeyjar augum því miðað við tvo síðustu leiki ætti þetta að verða stórskemmtilegur og spennandi leikur allt til loka.

Hvað varðar aðrar rimmur í úrslitakeppninni þá er skemmst frá því að segja að FH lagði Hauka tvívegis að velli og Stjarnan lék sama leik gegn GróttuKR. Deildarmeistarar ÍBV öttu svo tvívegis kappi gegn Norðanstúlkum og höfðu betur í báðum rimmunum.

Í FH er að finnan Víkinginn fyrirverandi Guðrúnu Drífu og í liði ÍBV er hornamaðurinn öflugi Guðbjörg sem spilaði í Víkingsbúning fyrir ekki svo löngu síðan. Eins og fyrr sagði eru lið beggja komin áfram í keppninni og munu þær því mætast í undanúrslitum. Óskum við þeim auðvitað til hamingju með það.

Lið KA/Þórs getur hins vegar státað sig af því að innan þeirra raða er hún Steinunn okkar Bjarnarson. Lið hennar komst nú reyndar ekki áfram í keppninni, en það gengur bara vonandi betur næst :)

föstudagur, apríl 02, 2004

Sælar dömur
Fyrir þær sem ekki vita að þá er æfingin klukkan 18:00 í kvöld.
luv gók

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Sælar stúlkur
Er búin að setja inn viðtal frá Baddý..Og hef ég reyndar eitt um þetta viðtal að seiga, ég vil sjá þessar myndir..koma með þær á æfingu á morgunn takk fyrir..
En við sjáumst svo hressar í Valsheimilnum kl:18 ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?