Vikingsgirls <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

Sælar dömur
Ég gleymdi að nefna það við ykkur í gær en okkur stendur til boða vörutalning nk. laugardagskvöld. Ég vildi athuga áhugann fyrir þessu hjá ykkur, hvort þið eruð yfirhöfuð lausar þetta kvöld. Ágóðinn rennur til okkar.
luv gók

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Sælar
Hún Nanna var að tala við mig, var að spá hvort að það væri mæting 17.30 eða 18.00 í kvöld, einhver sem veit það ????

Sælar stúlkur
Hvernig er stemmarinn fyrir leiknum í kveld, eru þið ekki orðnar spenntar...Ég er allavega að deygja er svo svekkt að missa af honum;-(, hefði verið gaman að lemja aðeins á þessum kerlum;-)

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Það voru einhverjar að tala um að þær væru ekki með rétt leikaplan, en hér er rétt leikaplan

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Undur og stórmerki gerðust á æfingu í gær því eldri töpuðu í fótbolta, milliliðið tryggði sér sigur með gullmarki í úrslitaleik. Litlu höfnuðu því í þriðja sæti, þær áttu slæman dag unnu ekki leik;-( .. Að sjálfsögðu komu eldri með alveg fullt af afsökunum, að þær hefðu nú unnið á markatölu, að þetta hefði verið Ylfu að kenna og blablablabla. Guðmunda átti samt besta commentið hún sagði að hún væri gjörsamlega búin að tapa kúlinu með þessu, held að það sé alveg rétt því þær hafa ekki tapað í fótbolta í allan vetur og ég held að þær hafi ekki heldur tapað leik seinasta vetur....VERY BAD oldies ;-)

mánudagur, febrúar 23, 2004

Þetta er alveg hárrétt hjá kapteininum, það er komið að því að tilkynna úrslitin í skoðunarkönnuninni Leiðarljós vs. Nágrannar. Gríðarleg þátttaka var í könnuninni og tóku 51 manns þátt. Úrslitin fóru þannig:
27% horfa á Leiðarljós
37% horfa á Nágranna
9% hafa ekkert að gera og horfa á báða
25% segjast ekki horfa á þessa þætti (ye right!!!)

Jáhá, þannig fór þetta. Það er greinilegt að nágrannarnir eru vinsælastir, allavega á meðal lesenda síðunnar, og kemur það ekki á óvart þar sem allar skærustu stjörnur Ástralíu hafa byrjað feril sinn í þessum þáttum, Jason Donovan, Kylie Minogue, Guy Pearce, Holly Valance og Natalie Imbruglia, vá enginn smá hópur þarna.

Allavega nú er komin ný könnun og það er hverjir verða bikarmeistarar kvenna í ár og svo setti ég líka inn könnun fyrir neðan sem spyr hverjir verða bikarmeistarar karla í ár. Fyrir þá sem eru ekki að fylgjast með, þá er semsagt bikarúrslitaleikirnir næstu helgi.
kveðja
Baddý

Sælar
Þetta dósablogg er orðið frekar þreytt, hafa víkingsstúlkur ekkert skemmtilegt að segja eftir helgina. Ég er með hugmynd fyrir Baddý, könnun um hvernig bikarinn fer (kaptaininn alltaf jafn frumlegur;-) Annars var ég að speklúra að endurtaka fyrir ykkur ofurhoppið yfir grindina á æfingu í dag, það voru einhverjar að skora á mig að endurtaka þetta ofurhopp.
luv
Steinunn

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Hello
Dósasöfnunin tókst mjög vel en við þurfum að klára, fara með dósirnar í endurvinnsluna og það á eftir að telja í kringum 20 poka. Ég nefnilega gleymdi því í gær að Margrét var að sækja fullt af pokum hjá Helga og svo var Guðmunda líka með nokkra. Ég kemst 16:30, Margrét ætlar líka að koma þá en hún þarf að þjálfa klukkan 17:00 þannig að það þurfa fleirri að koma. Commentið endilega hvort þið komist eða ekki.
k.v.
Steinunn

Sælar
Tók einhver sjálið mitt sem var á borðinu í dósasöfnunni í gær ?

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Sælar
Partýnefnd er í smá hugleiðingum hvort eigi að halda partý á laugardag eða ekki. Viljið þið því skrifa í shout outið (þá meina ég ALLAR ;-)) hvort þið komist eða ekki, svo hægt sé að tala ákvörðun hvort það verði partý eða ekki..Næsta partý eftir þetta yrði svo ekki fyrr en í apríl eftir úrslitakeppnina, svo það er alveg spurning hvort við eigum ekki að halda eitt stórt og gott víkingspartý fyrir lokaátökin..

Muna svo dósasöfnunina í kveld, mæting 17:00;-)

mánudagur, febrúar 16, 2004

Gleðifréttir
Fótbolti á æfingu í kvöld ;-)

föstudagur, febrúar 13, 2004

Kæri lesendur
Við viljum vekja athygli þína á því að meistaraflokkur kvenna í handknattleik er að fara í dósasöfnun miðvikudaginn 18. febrúar milli 17:00-20:00. Ef þú átt dósir, gler eða plastflöskur til að gefa okkur þá endilega hafðu samband í netfang steint@verslo.is eða síma 824-4865. Þú getur sent okkur póst um stund og stað og við nálgumst dósirnar hjá ykkur. Einnig tökum við á móti dósum í Víkinni á þessum tíma.

k.v.

Meistaraflokkur kvenna í Víking.

p.s Endilega segið vinum og vandamönnum frá þessu.

Hún Nanna okkar er byrjuð að blogga, endilega tjekkið á stelpunni hér

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hello
Ætlaði að minna ykkur á fundinn eftir æfingu í kvöld eftir æfingu.
k.v.
Steinunn

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Sælar stúlkur
Jæja þá eru þessi blessuðu partýmál komin á hreint. Partýið verður heima hjá Strúnu stuð í stuðpleisinu á Rauðalæk 1.hæð þann 14.febrúar. Anna Krístin (Frænka mín;-)) kom svo með þá hugmynd að við myndum allar fjölmenna saman á stuðbandið Stuðmenn á NAZA..hvernig er stemmarinn fyrir því ???

Þemað verður tilkynnt seinna í vikunni, og ég segi bara eitt við ykkur "verið viðbúin öllu sykurpúðar, því þetta er tussuflott þema" ;-)

Það kom upp hugmynd að setja inn könnun hvernig bikarleikurinn færi á morgun, en þar sem meirihluti lesenda eru víkingar þá vissum við að könnunin yrði frekar hlutlæg líkt og gamla könnunin sem spurði hvernig Víkingur-FH færi í karlaboltanum. Mikill meirihluti svaraði að Víkingur ynni, en því miður reyndist það ekki rétt. Því kom upp þessi frábæra hugmynd um að spyrja hvort fólk horfði frekar á Nágranna eða Leiðarljós. Þannig að nú er um að gera að taka þátt :)

Sælar stúlkur
Það kom upp smá umræða í gær um næsta partý, ekki eru allar sáttar með dagsetninguna. Partýnefnd er nokkuð sama hvorn daginn þetta verður, en málið er bara það að Linda getur ekki haldið það 14.febrúar, en eigum við ekki bara að ræða þetta í pizzunni í kvöld getum tekið þá ákvörðun um þetta..

Svo vil ég bara minna alla á að koma með 500 kall fyrir pizzunni í kvöld (þið sem eruð í megrun, bara ýkt óheppnar;-))...Ég ætla svo að fara ná í hana, þannig að þetta verður bara redy þegar þið komið úr sturtu ;-)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Gleðifréttir

Vildi bara gleðja ykkur með því að það er fótbolti á æfingu í kvöld;-)

Sælar stúlkur..

...Glæsilegur leikur í gær, núna er bara að halda þessu.....

But smá breyting frá partýnefnd partýið verður 21.febrúar heima hjá Lindu, þannig allar að taka þann dag frá;-)

Sælar dömur
Ég vil nýta tækifærið og óska ykkur til hamingju með leikinn í gær. Þið spiluðu allar vel og fannst mér sérstaklega gaman að fylgjast með ykkur í vörninni.
Fyrir þá sem ekki vissu, N1 (Natasia markvörður) var kosin maður leiksins, stóð sig eins og hetja í markinu. Var búin að verja 14 bolta þegar um 40 mín. voru liðnar af leiknum. Varði tvö víti og töluvert af dauðafærum. Vala spilaði sinn fyrsta leik með okkur eftir nokkurra ára hlé og setti hún þrjú mörk, mjög gott ;) Annars stóðu stelpurnar alla fyrir sínu, enda skilaði það okkur í tíu marka sigri. heyr heyr
luv gók

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Sælar stúlkur
...Hvernig fór æfingaleikurinn í gær við The Star from Gardentown;-)

Annars þá er partýnefndin búin að dagsetja næsta partý....Allir að taka 14.febrúar frá.

Úrslit könnunarinnar verða tilkynnt kl. 16:00 í dag, þannig að nú eiga allir að taka þátt. En ætlið þið að fara á leikinn í kvöld stelpur?

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Þá er komið að nýrri skoðanakönnun. Mjög margir svöruðu síðustu könnun sem hljóðaði svona: "Hverjir lesa síðuna?" 44 tóku þátt og 45% sögðust vera leikmenn Víkings. Það er því greinilegt að allir leikmenn Víkings lesa þessa síðu, þannig að nú hefur enginn afsökun að hafa ekki séð fréttir sem við setjum inn. 18% lesenda síðunnar eru leikmenn í öðrum liðum í kvennadeildinni og hefur maður helstu bloggara handboltaheimsins grunaða þar :)
2 leikmenn erlendis segjast lesa síðuna og grunum við sterklega víkingsútlendingana þar og svo eru tveir þjálfarar sem sögðust kíkja á síðuna reglulega. Einnig eru leikmenn sem spila annarsstaðar líka lesendur sem og þeir sem eru ekki í handbolta. Þetta er svo sannarlega fjölbreyttur hópur og vil ég hvetja alla til að skrifa í gestabókina þegar þeir líta í heimsókn á síðuna eða að skrifa í "shout out" sem er staðsett hérna fyrir neðan hverja færslu.
En nú er semsagt komin ný könnun og tengist hún leik hjá "strákunum okkar" á fimmtudaginn næsta. Þeir spila við FH og verður þetta sannarlega hörkuleikur í Víkinni. Hvernig haldið þið að leikurinn fari, nú er komið að ykkur að spá. Takið því þátt í könnuninni hérna til hliðar og svo sjáumst við öll í Víkinni kl. 19:15 á fimmtudaginn. Áfram Víkingur

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja.

Hann fór ekki vel, leikurinn gegn Fimleikapæjum, á laugardaginn. Við töpuðum í þetta sinnið, en leikurinn var jafn og spennandi lengst af.

Annars var kannski fréttnæmast að Eygló Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik í Víkingsbúning á laugardaginn og stóð sig með prýði.

Olé...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?